Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Page 2

Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Page 2
82 Ungl hermaðurlnii. Vegur helgunarinnar. Eftir L. S. Brengle ofursta. Elíasar GuS er þeirra Guð, sem ávalt treysta houum; en lát þór skiljast það, að þvílíkt traust á ekkert skylt við deyfð og kœruleysi, heldur er það víst ásig- komulag, sem hjartað og viljinn eru í og í róttu samræmi hvort við annað. Auðvitað þarf sterka trú til að halda manninum frá öllu ótilhlyðilegu hugar- víli og efasemi; en það er sá óbrigðuli ávöxtur þess, að heilagur audi hefir tek- ið sór bústað í hreinu hjarta, og þessa trú getum vór varðveitt með því einu, að hlýða ávalt rödd heilags anda, vaka yfir vorum daglegu skyldum, gæta vor fyrir freistingum og biðja óaflátanlega. Hafi einhver talað óvingjarnlega til þín eða sagt eitthvað ósatt um þig, þá skalt þú ekki ergja þig yfir því, heldur ganga til bæna og biðja fyrir þeim hin- um sama. Haltu áfram að elska hann og gjör þína skyldu, og Guð mun á sinum tíma láta rótt þinn koma í ljós, og þitt réttlæti skína sem hádegisbirtu (Sálm. 37, 6.). Ef þú ert veikur, þá möglaðu ekki, heldur bið þú. Guð get- ur reist þig á fætur og gjört þig heil- brigðan eða látið sjúkdóminn verða þór til góðs á einn eða annan hátt. Svo var um systur eina í Chicago, sem eg þekti. Hún lá veik í fimm ár; en á þeim fimm árum, fekk hún snúiö fimm sonum sínum til Guðs, og var svo glöð og ánægð, að hún sagði, að hún hefði ekki getað lifaö hamingjusamara lífi þessi fimm ár á nokkurn annan hátt. Ef samvizka þín ásakar þig um, að þú hafir ekki breytt rétt, þá tak því með stillingu; en iðrast þess af hjarta. Reis trú þína á Jesú. Gakk eftir því ljósi, sem þú hefir. Hans blóð getur hreinsað þig af allri synd, og Guð vill hjálpa þór. Berir þú kvíðboga fyrir framtíðinni þá skaltu ekki láta hugfallast. Guð er með þór í dag, og hann vill eins vera það á morgun, því hann er sá sami í gær og í dag og um eilífar aldir. Eg vil eins og barnið bezta byggja alla von og trú á míns föður orðum blíðu og þór bezti minn Jesú. XII. Helgun og skylda.JBfSEnH Eins og helgunin varðveitir oss fyrir gremju eða geðvonsku, þannig eykur hún skyldu vora og persónulega ábyrgð. Það var hjartans heilagleiki, sem kom Jesú sem 12 ára dreng til að segja við móður BÍna: Vissuð þór ekki að mór ber að vera í því, sem míns föðurs er? Fyrir hann var heimurinn ekki leikvöll- ur, heldur starfsvið. Faðir hans hafði fengið honum verk að vinna, og hann varð að leysa það af hendi áður en nótt- in kom, er enginn getur unnið. En þetta skil eg ekki á þann hátt, að hann hafi 8taðið í sífeldri starfsemi án nokk- urrar hvíldar. Vór vitum, að hann á síðari árum gekk oft á afvikna staði með lærisveinum sínum til að hvílast um stund. Ilann tók sór tíma til að gleðja sig við blóm jarðarinnar, til að skoða liljugrös akursinB og gæta að smá-

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.