Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 3
Úngi hermaðurlnn
51
Guði og Guð með honum; gott
guðsbam getur því eigi þannig
réttlætt yfirsjónir sínar með því
að afsaka þær fyrir sjálfum sér.
Og svo kom þá stundin, eftir
20 ára langa útlegð. Nú varð
hann að bæta fyrir hina gömlu
yfirsjón, hvað sem það kynni að
kosta. Og Jakob bjóst til ferðar
og fór til Kanaanslands.
Margar endurminningar vökn-
uðu í huga Jakobs, þegar hann
nálgaðist Kanaansland, en skýr-
ust hefir sjálfsagt endurminning-
in um reiði Esaús bróður hans
verið — og því reyndi hann að
blíðka hann með þvi að færa
honum gjafir. En ekki verða all-
ar yfirsjónir afplánaðar með jarð-
neskum gjöfum.
Keiði Esaús hafði enn eigi
minkað; kom hann nú á móti
Jakob með 400 manna. En nú
valdi Jakob hina réttu leið —
þá leið, sem vér ættum allir að
ganga, í bœn til Guðs. — Hér
stóð nú Jakob aleinn um nótt í
strangri baráttu, en hlaut þá sig-
ur; hvers vegna sigraði hann?
Vegna þess, að hann siepti ekki
Guði fyrri en hann hafði öðlast
hans fullkomna friö og blessun
—- og hann öðlaðist himneskan
kraft. En nú var hann ekki leng-
ur hinn veikbygði Jakob, heldur
hinn sterki Israel, sem hafði séð
Guð augliti til auglitis, og sála
hans var frelsuð.
Jálcob Harlyk.
Komandör Booth-Mer
er einn hinn liprasti og geðþekk-
asti foringi, sem vér eigura í
Iljálpræðishernum.
Frederik de la Tour Tucker
átti enska foreldra, og er fædd-
ur árið 1853 í hinum fagra bæ
Monghyr í Bengalhéraðinu á Ind-
landi, þar sem faðir hans var
dómari. Endurminningar fyrstu
bernskuára hans eru buudnar við
hina miklu indversku uppreist.
Einn dag, snemma morguns, vöktu
systurhans hann,og sögðu: »Flýttu
þér á fætur, Freddy, flýttu þér!
hinir innfæddu, óeirðarseggir eru
komnir hér!«
Til þess að vekja ekki tor-
trygni hjá hinum innfæddu, var
börnunum komið fyrir í vagni,
sem var talbúinn að flytja þau
um borð í skip nokkurt, er fara
átti með þau á einhvern örugg-
an stað, þar sem þau gæti verið
þar til öll hætta væri um garð
gengin.
Þegar hann var á 13. árinu,
var hann sendur í undirbúnings-
skóla í hinum enska bæ Chelten-
ham og 8 árum siðar tók hann
próf i indverskri þjóðmenningar-
fræði. Litlu síðar fór hann að
verða tíður gestur á samkomum
Moody’s í Agricultural Hall i
Lundúnum, og snerist til aftur-
hvarfs á einni af hinum fyrstu
samkomum, sem hann var á.
Eftir að hann kom heim til