Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 7

Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 7
ITngl hermaSurlnn 55 Stúlkan fræddi hana ura elsku Krists, um hann, sem er fullur Qáðar og sannleika, og hin fallna kona öðlaðist miskun og fyrir- gefning sinna mörgu synda við kross frelsarans. Og þegar hún losnaði úr fangelsinu, þá helgaði hún Kristi iíf sitt til að starfa meðal sinna föllnu systra, og vitnaði um hann, sem þegar hafði sagt við hana: »Eg sakfelli þig ekki heldur, far þú héðan og 8yndga ekki framar.« (Jóh. 8.11.) Þakklæti er hin fegursta rós, sem vex í sálu mannsins, °g hið mannlega hjarta þekkir 6nga rós, sem hefir inndælli ilm. En andstæðingur þessarar rósar, vanþákklœtið, er eiturjurt, sem e>gi aðeins eitrar sjálfa sig, held- hr fyllir hún og andrúmsloftið um- kverfis sig, allskonar eiturefnum. Heimili, þar sem bæði faðir, naóðir og börnin öll leggja kapp a að gera hvert annað hamingju- 8amt, má með réttu kallast himna- ríki á þessari jörð. 1. Lag: Nú litlu vakna blómin. Á A vorin, já, á vorin, er brosa þlómin smá og blítt um loftið fuglasöngvar hljóma, þá gleðjumst vér börnin og glaða söngva þá á gleðinnar hörpu látura óma. Á sumrin, já, á sumrin, er skrýdd er jörð í skart og skærum sólin stafar geislaröð- um, í stöfum þeim sjáum vér lífsins letur bjart og lesum á náttúrunnar blöðum. Á haustin, já, á haustin, er húmið þekur grund þá horfum upp til ljóssins fögru sala; þar stjarnanna sveítir í ljósum himinlund um ljósanna föður þöglar tala. Á vetrum, já, á vetrurn, er hörð er úti hríð og hjúpar jörðu næturmyrkrið svarta, þá inni vér kveikjum guðs orða ljósin blið þar englar Guðs lýsa’ og verma hjarta. 2. Með sínu lagi. í öllum löndum lið sig býr í ljóssins týgi skær, og æskufjör það áfram knýr, svo ekkert tálmað fær.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.