Nýja Ísland - 01.01.1904, Qupperneq 9
s
spurningar þangað, til þess að þeim yrði
svarað í boðskapnum næsta ár, og Babeuf
setti þá fram —í bréfl 31. marz 1787,tveim
árum áundan stjórnarbyltingunni — hinar eft-
irfarandi, einkennilegu spurningar : „Ilvern-
ig mundi—með núverandi þekkingu á nátt-
úru og visindum — þeirrar þjóðar ástand líta
út, sem væri þannig háttað, að þar ríkti
fullkominn jöfnuður milli allra manna og
að þeir bæði ættu jörðina sameiginlega og
væru saman um ailar iðnaðargreinar".
Yæri þanníg háttað þjóðfélag heimilt gagn-
vart náttúrulögmáiinu? Gæti þess háttar
þjóðfélag staðist, og væru nokkur ráð til
fullkomlega jafnrar skiftingar?"
Alþýðu-styrktarsjóðurinn.
i.
Úthlutunarnefndin í Reykjavík o. fl.
Það eru víst margir um þann litla skerf,
sem úthluta á áriega úr alþýðu-styrktar-
sjóðnum, og eftir því, hvernig útbýtt var
siðastl. haust hér í bæ, þá eru víst margir
nauðuglega staddir, þar eð nefndin gekk
fram hjá ekkju einni, er sótti, sem virð-
ist þó sannarlega þurfa þessa styrks með.
Og til þess að sýna, að þetta er ekki gripið
úr lausu lofti, skal hér stuttlega minst á
kringumstæður hennar.
Þessi kona, sem nú er ekkja á sjö-
tugsaldri, kom hingað til Reykjavíkur 16
ára gömul og vann hór í bæ í vist til
þrítugsaldurs. Þetta var á þeim tíma,
þegar tizka var að láta vinnukonurnar
ganga á eyrina og láta þær vinna að út-
og uppskipun, bera þungar byrðar, oft á
höfðinu, o. s. frv. Þessi kona heflr verið
mesta vilja-manneskja, ósérhlifln, en likc
lega heldur kraftalítil, því hún er fremur
lítil og grannvaxin; enda kemur þetta henni
í koll nú, því nú háif-dregur hún á eftir
sér annan fótinn og höfuðtaugarnar eru
bilaðar og kvalirnar iðulega svo miklar, að
hljóðin heyrast á nóttunm til hennar í her-
bergin -í kring í húsinu. Um þrítugt gift-
ist hún og bjó í hjónabandi í 14 ár og
eígnaðist sjö börn, sem hún hefir mist öll
á ýmsum aldri, en síðast misti hún dótt-
ur sina 22 ára. Nú er hún einstæðingur
og á eoga ættingja, er hún getur flúið til
í eilinni. Þess þarf ekki að geta, að hún
er eignalaus — á að eins bólið sitt. Þó
hún byggi heldur vel með manni sínum —
því þau voru bæði dugnaðarmanneskjur —,
þá er það alt löngu búið, því langvinnar
legur hennar sjálfrar og barna hennar, út-
fararkostnaður manns hennar og barna
(hún misti mann sinn og 3 börn á einu
ári) og svo það, sem hún heflr þurft til að
lifa af, heflr fyrir löngu farið ir.eð altsem
hún átti. Ef úthlutunarnefndin hefir nú
gert rótt síðastl. haust, með því að taka
aðra fram yflr þessa konu, þá er augljóst
að einhver á bágt hór í bæ. En þetta eru
kjörin, sem aimúginn má búast við í ell-
inni hér á landi. Þessu getur sjómaður-
inn búist við, þegar hann er búinn að
hrekjast fiam og aftur um hafið árum
saman, frosin og kaldur, oft talið eftir hon-
um kaupið hans; fleygt í hann horaðasta
ketinu, sem hægt er að fá að haustinu —
illa söltuðu, — otan á brauðið sitt fær
hann versta margarínið sem ilytst, o. fl.