Nýja Ísland - 01.01.1904, Qupperneq 10

Nýja Ísland - 01.01.1904, Qupperneq 10
I o. fl. Þessu getur konan búist við, þegar hún er búin að standa árum saman heíð- arlega í stöðu sinni, vaka nætur og daga, vinna seint og snemma og bannig slita sér upp, ef hún missir börnin sín eða þau eiga nóg með að sjá um sig. — Og svo þegar loks er fokið í öll skjól, þá er sagt: „Far þú til fógetans eða hreppstjórans." En þar er nú ekjcert spaug að koma. Tal- að likt við svona fólk og rakka, flestir líta tii þess horn-auga upp frá því, og sveitar- styrkurinn nákvæmlega svo mikill, að það getur dregið fram lífið til að horfa upp á fyrirlitninguna, sem skín úr flestra augum og þeim finst eins og sagt só við sig: „Þú ert nú uppslitinn garmurinn, það er ekkert gagn hægt að hafa af þer framar, það væri óskaudi, að þú hrykkir sem fyrst upp af.“ — En konunglegi uppgjafaembættis- maðurinn, sem hefir staðið upp og niður í stöðu sinni, gengur niður til landsjóðs-gjald- kerans og sækir eftirlaunin sín, en sá er munurinn, að það er eina stritið, sem hann þarf að leggja á sig í ellinni! — Að þessu sinni skal látið við það sitja að spyrja: Er þetta jafnrótti? r Ur skjalasafni Plausors. i. Yíst er það, að smíðisgripir iðnaðar- manna eru mjög misjafnir, enda eru þeir lofaðir, sem vel eru gerðir, en hinir last- aðir. Fáir verða fyrir jafn almennum að- íinningum og myndasmiðirnir, enda eru myndir þeirra æði misjafnar. Valinkunn- ur ijósmyndari einn hér í bæuum fékk ný- lega bréf frá heiðarlegri saumajómfrú, sem sat fyrir hjá honum skömmu fyrir nýárið, og er það gott sýnishorn þess, hverjum aðfiuningum myndir verða stundum fyrir. Með því að eg er nokkuð handgenginn báðum þessum persónum, hef eg af sér- staklegri velvild þeirra fengið leyfl. til að láta prenta bréflð og er það svo hljóðandi: Háttvirti herra! Með bæjarpóstinum í morgun fékk eg prófmyndina mína frá yður, og verð eg hreinskiinislega að gefa yður til vitundar, að mér likar hún ekki sem allra bezt, þótt eg verði að sætta mig við hana og taka þessar tólf myndir, eins og um var talað og eg hef borgað yður. En vin- samlegast ætla eg að leyfa mér að skýra yður frá, hvað það sérstaklega er, sem eg finn myndinni ti! lýta. — í fyrsta lagi hélt eg að eg væri ofurlítið laglegri, en eg sýnist vera á þessari prófmynd, og það segja líka flestir, sem eg hef sýnt hana. í fullan klukkutíma hefl eg nú staðið fyr- ir framan spegilinn minn og borið mig saman við hana, og eftir þann allnákvæm- an samanburð verð eg að játa, að þeir hafi satt að mæla, sem segja, að myndin sé ekki alskostar góð. Sérstaklega eru það lýti, að munnurinn er nokkuð skakk- ur, nefið bogið og vinstra augað talsvert. hærra í liöfðinu, on hægra augað; en þetta væri víst hægt að laga. — Svo í öðru lagi, þá haliast húfan heldur mikið út í hægri vangann, og þeim megin hang- ir skúfurinn niður fyrir framan eyrað, og getur verið að svo hafl verið þegar eg sat fyrir; en með því að mér þykir þettaíara

x

Nýja Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.