Nýja Ísland - 01.10.1904, Page 3

Nýja Ísland - 01.10.1904, Page 3
NYJA ISLAND. I. árg. Reykjavík, Október 1904. 5. blað. Berg'ljótar vísur. Bara hefði hún Bergljót orðið bóksala frú, í borginni sú lærðasta þá væri’ hún sjálfsagt nú; hún allar þekkir orðabækur, ekki vantar það, og engin hana jafnast við að „redigera" blað. Hún skilur alt og skynjar glögt, sem skeður hér í Vík en skoðar grant í kaffigromsi landsins pólitík, og sé hún spurð uni sérmál vor, í svörum er hún greið, það sáurn vér á fundinum i vikunni, sem leið. Hún sagðist stara’ á stjórnarbót, sem stefndi ekki’ á neitt, því stjórnarbót vér gláptum á, sem fengist aldrei veitt, og hver í sínu horni að oss hlægi nú um sinn hann Hannes, Deuntzer, Alberti og sjálfur kóngurinn. Hún kvað sér lítast Landvörn á yom landsins gaddavír, á leiðinni oss vantaði’ ekki pólitískar brýr, en undirstöður allar rifi árstraumarnir brott því efnið hvorki Jón né Knútur findi nógu gott. Og það sem blöðin bendi á til bölvunar sé flest, og bráðum muni fara svo þau verði hór að pest, að lesa þar um landsmál vor sé leiðindi og kvöl, sér liki bara Kvennablaðið, Templar, Muninn, Dvöl. Já, það er líka svei mér satt, er segir hún um slíkt og seint hjá oss við stórveldi þeim blöðum getum líkt, sem urra’ og gelta eins og hundar, ala flokka rýg, og oftast þá lijá lesendunum vinna fyrir gíg. Ef fjóðviljinn er það hjá og oss, að þrasa’ um stjórnarfar, um þorsk og ýsu lengur vér ei ræða skulum par;

x

Nýja Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.