Nýja Ísland - 01.01.1906, Síða 8

Nýja Ísland - 01.01.1906, Síða 8
20 NÝJA ÍSLAND. Augu mín fyltust gleðitárum ; nú var öll nauð á enda. Tveim dögum síðar flutti ég í lnís hans. Hjá honum hlaut ég heimili, og hann og kona hans, ei voru barnlaus, Iétu sér svo ant um mig sem ég væri sonur þeirra. Tvö ár liðu svo, að ég var sístarfandi. En morgun einn kom kennari minn gamli lil mín og sagði við mig: »Sonur minn, þetta má eigi lengur svo vera. Þú verður að hreyfa þig. Þetta starf tálmar þroska þínum. I3ú verður að kvnnast veröldinni og mannlífinu, annars verðurðu eins og trjemaðkur, sem stöðugt skríður í sama staurnum. En ég vil eigi hafa það á samvizku minni. Bróðir minn, sem er yngri en ég, en þó eins konar Krösus, hefir skrifað mér og biður mig að velja kennara handa dóttur sinnil meðal lærisveina minna. Þú munt sjáj þar alt stórfeldara en hér; þar eru jafn- vel gróðurhús fyrir pálmatré og þvi um líkt, svo að þú getur í reyndinni sýnt þekkingu þína. Nú, af stað með þig, að ári liðnu kemur þú aftur!« Já, kæri vinur, nú var það sann-nefnd paradís, sem jeg komst i. Og dísin þar var álfaharnið dutlungafulla, sein ég kendi. En eigi leið á löngu áður mér tókst að temja hana. Fif talað var um mildi, þolinmæði og þess liáttar við liana, gerði hún ekki annað en hlæja. Kenslu- kona hennar átti fult í fangi með hana, jafnvel faðir hennar, sem unni henni mjög, vissi ekki, hvernig hann átti að fara með hana. Móðir hennar var dáin. í þessum vanda hafði ég hugsað mér nj’ja uppeldisaðferð, en ef hún dygði eigi, ætlaði ég mér að hverfa burt þaðan, þvi að ég taldi mig of góðan til þess að stríða við keipótta stelpu. Morgun einn, þegar kenslustundir áttu að byrja, kom ég með stráhatt á höfð- inu og grasakassa á öxlinni inn í kenslu- stofuna, þar sat gamla kenslukonan og var mjög hátiðleg. »Eg kæri mig ekki um að lesa í dag, Agnes, viltu koma með mér út í skóg, þar getum við leikið okkur«. Hún varð forviða, hún var óvön því, að þannig væri við sig talað, Hún þaut til mín og var mjög glöð í bragði, en gamla kenslukonan leit á okkur undrandi. Fyrst keptumst við um, hvort íljótara væri að hlaupa. Þetta féll henni vel í geð. »Það er gaman að leika sér við yður«, mælti hún og rétti mér höndina. Smám saman gerðist hún þreytt. Við gengum nú hægt og liægt hvort við ann- ars hlið, og ég fór að kenna henni að þekkja jurtir. Eg sagði henni frá því, hvernig ég hafði hlotið verðlaunin fyrir ritgerð mína, og revndi að rekja fyrir henni leyndardóma skýlublómanna. Við konium hress heim aftur og vorum mjög hungruð. Kenslukonan var mjög stygg í geði, og kommerceráðið leit til mín undrandi. En um kveldið benti ég honum á dóttur lians; hún kom neðan úr mat- jurtagarðinum og hélt á smásjá í annari hendi, en jurt í hinni, og var mjög al- varleg á svipinn. Þá skildi hann, hvað ég fór, og tók í hönd mér. Þannig byrjaði ég að ala liana upp, cn jafnframt naut ég sjáll'ur fræðslu og

x

Nýja Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.