Sumarblaðið - 20.04.1916, Blaðsíða 3

Sumarblaðið - 20.04.1916, Blaðsíða 3
Útgefanöi: íþróttafélag Reykjavíkur 1. ár Sumardagurinn fyrsti 1916 Sumarið kemur! Litið á náttúruna! Hún er föl og þeg- jandi. Það er eins og kuldalirollur sé i henni og hún spyrji okkur, hvort við sjá- um ekki blána fyrir sumrinu. Við skulum horfa til suðurs. Bráðum sjáum við það koma með sólina heita og bjarta í fanginu. Fuglarnir, sem fiugu á brott er þeir heyrðu veturinn hlæja í norðrinu, eru i för með þvi, svo að íslenzka náttúran þurfi ekki að vera þögul og söngvalaus þann stutta tíma, sem sumarið er gestur hennar. Mennirnir líta upp um leið og þeir sjá sumarið svífa yfir með allan fuglahópinn. Það birtir í hugum þeirra. Þeir brosa hver til annars án þess að vita af því. Bóndi stendur í hlaði. Hann horfir yfir túnið sitt með björtum augurn. Honum þykir vænt um hverja laut og hvern þúfu- koll eins og fjárhópinn sinn, sem hann geymir i húsum inni þangað til sumarið guðar á gluggana. í fyrra var túnið grænt og loðið og glóði af gulum blómum. Nú liggur það í sár- um eftir veturinn. En nú kemur sumarið með smyrslin á sár náttúrunnar. Blómin stinga höfðinu upp upp úr mold- inni og strjúka stírurnar úr augunum, undrandi yfir því, hvað þau hafa sofið lengi. Sólin er komin hátt á loft! Þau líta í kringum sig og sjá alstaðar gamla kunningja, sem eru nývaknaðir, og horfa píreygðir á sólargeislana. — Hvað stendur til? — Við áttum að vekja ykkur til þess að fagna sumrinu, segja sólargeislarnir. Þá brostu öil blómin. Þau þekkja sum- arið og vita hvernig þau eiga að fagna því. Svo opna þau krónurnar og fylla þær með sólskini. Mennirnir kunna líka að fagna sumrintt. Þeir fara úr loðkápunum og taka af sér skinnliúfurnar. Þeir klæðast einni skyrtu færra en áður og hafa þynnri trefil um hálsinn. Þeir fara úr þungu skónum og taka aðra iéttari í staðinn. Þeir setja hatt á höfuð sér, sem skýlir þeim fyrir sólar- geislunum, og konurnar bregða sólhlífum yfir höfuð sér, svo að sólin geti hvergi náð til þeirra. Svo fagna mennirnir sólinni og sumr- inu. Svo fagna þeir lífinu og fegurðinni. Náttúran breiðir út faðminn og býður að vagga þeim í grænum dölum fullum af sólskini. Hún býður þeim upp á fjöllin, þar sem þeir geta séð yfir »landið fríða, þar sem um grænargrundirliðaskínandiárað ægi blám«,

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.