Sumarblaðið - 20.04.1916, Blaðsíða 5

Sumarblaðið - 20.04.1916, Blaðsíða 5
SUMARBLAM& ð 15. Ilaflrðu þurft að leggja niður æfingar um stundarsakir, þá reyndu ekki að vinna þær upp með því að æfa þig strangar þegar þú ert heill orðinn, heldur áttu að fara gætilega og ná þvi smátt og smátt. * * * Menn eiga að æfa sig shynsamlega og setja ekki máttartaugar heilsu sinnar í munn úlfinum með því að skella skolleyr- unum við heilum ráðum og þörfum. I-Iafið þessi ráð hugföst og breytið eftir þeim. Jþróttafélag Reykjavikur. Hlaup. ísl, met. Heimsmet. 100 stiku hlaup 11,6 sek. 10,4 sek. 200 — — 26,1 — 21,2 — 400 — — 60 -- 47 — 800 — — 2m. 15,5sek. 1 m.51,9 sek. 1000 — — 2—45 — 2—32,3 — 1500 — — 4 — 52,4 — 3 — 55,8 — 5000 — — 18—45 — 14 — 36,6 — 10000 — 110 — Girð- 38 — 19 — 30 — 58,8 — ingahlaup 21 sek. 400stiku(4+100) 15 sek. Boðhlaup 52,5 — 42,3 — Göngur. Nú er sumarið lcomið. Vegirnir fara að þorna. Snjóinn fer að leysa af fjöllunum og hagarnir fara að verða grænir. Dag- urinn fer að lengjast og nóttin að lýsast. Nú eiga menn að fara að búa sig undir sumarið. Það dugar ekki lengur að reika um göturnar eins og »buxnavasa hengil- mænur«. Nú eiga menn að taka sér staf í hönd og ganga — ganga yfir fjöll og firnindi. Islenzka náttúran hefir nóg að bjóða. Hún getur fylt eyru þeirra með fuglasöng og lungu þeirra með lifandi fjallalofti. Hún tekur þá við hönd sér og sýnir þeim ríki sitt, þar sem fegurðin hlær af hverjum hól og hverjum tindi. Hvergi hagar betur til en á Islandi fyrir þá, sem vilja fara i skemtiferðir gangandi. Það eru ekki einungis þeir hraustu, sem geta gengið 50 rastir á dag, sem slíkar göngur eiga að iðka, heldur líka þeir, sem veikburða eru og vilja verða hraustir. Gangur er bezta og hollasta íþrótt, sem nokkur maður getur tamið sér. Hann er undirstaða allra úti-íþrótta og stælir alla vöðva líkamans. Gangi menn daglega svo sem 2—3 rast- ir, liður ekki á löngu áður en þeir verða færir um að ganga langa dagleið án þess að verða þrekaðir. Þegar menn ætla sér að ferðast eitthvað gangandi, er fyrst að athuga hvernig út- búnaðurinn skuli vera: Verið í þunnum ullarbol inst klæða, einkanlega ef um fjallgöngur er að ræða. Gangið aldrei i síðum buxum. Bezt er að buxurnar sé nokkuð víðar og nái niður að knó. Jalckinn á að vera léttur og helzt þannig, að hægt sé að nota hann sem regnverju. Farið aldrei í langar göngur á nýjum stígvélum, notið heldur stígvél, sem eru dálítið gengin. Gömul fótboltastígvól eru ágæt til að ganga i, ef þau eru vel sóluð. Þegar um langferðir er að ræða, verður að útbúa sig vel og haganlega: Hafið góðan mal á baki, helzt með bakgrind. Takið með ykkur handklæði, sápu, tann- bursta, eldspýtur, snæri, nálar, tvinna, sárabindi, vaselin, vasabók, blýant og mikið af öryggisnálum. Allir þessir smá- hlutir geta komið sér vel á löngu ferða- lagi. Venjið ykkur á að ganga eftir landlcorti og áttavita. Það gerir ykkur sjálfstæðari og sparar ykkur oft fyrirhöfn og leiðin- iega fylgdarmenn,

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.