Sumarblaðið - 20.04.1916, Blaðsíða 6
4
SUMARBLAÐIB-
Þegar menn standa nú albúnir með staf
í hönd og ætla að ganga eittlivað út úr
bænum sér til skemtunar, þá er spurt:
Hvert eigum við að fara?
Því er skjótsvarað. Þegar þið eruð
komnir upp frá bænum, þá víkið af hin-
um ruddu vegum og haldið beint af aug-
um fram yfir holt og hæðir, án nokkurs
takmarks.
Þið eigið að vera frjálsir eins og fugl-
arnir — í því er ánægjan fólgin, Þið eig-
ið að skilja allar ykkar áhyggjur eftir
heima svo þið hafið ekkert að bera annað
en malinn. Þá finnið þið fyrst hve gott
er að vera frjáls.
Mesta vandaverkið er að velja sér góða
félaga. Hið versta sem fyrir mann getur
komið, er að hafa með sér fúllynda, upp-
stökka og sí-nöldrandi náunga, sem koma
öllum í ilt skap og gera ferðina leiðinlega.
Bezt er að fá með sér 3—4 menn sem mað-
ur þekkir og veit að eru ekki mislyndir
og hafa ekki alt aðrar skoðanir en maður
sjálfur.
Venjið ykkur á gott göngulag: Höfuðið
hátt. Brjóstið hvelft. Verið beinir en ekki
reigingslegir. Berið fæturnar svo, að tærn-
ar viti beint fram en ekki til liliðar.
Gangur er nytsamari hreyfing en marg-
ur hyggur. Meltingin verður betri. Blóðið
hreinna. Húðin sterkari og mýkri. Blóð-
rásin verður örari. Andardrátturinn dýpri.
Líf og þróttur streymir um allan líkam-
ann. Það er eins og hver taug og
hver vöðvi rísi upp og hristi af sér
mókið.
Þegar menn finna til þreytu eftir langan
gang, þá er það ekki hin vanalega þreyta
samfara sljóleika, sem ásækir mann að
afloknu dagsverki. Það er öðru vísi heil-
brigðari þreyta, sem fær menn til að þrá
matinn, hvíldina og svefninn.
Vinnið að því, að gera líkama ykkar
hraustan.
Leitið náttúrunnar, og þið munið gleðjast
yfir fegurð hennar og læra að blessa sólina.
Sólböö.
Við sem byggjum norðurhluta veraldar
og sjáum ekki sólina nema einstöku sinn-
•um, höfum vanið okkur á að búast þröng-
um og þykkum klæðum til þess að verj-
ast kuldanum. En þessi þykku klæði hindra
mjög hina eðlilegu starfsemi líffæranna og
gera menn kveifarlega og kulvísa. Þess
vegna ætti allir að læra að nota þá fáu
sólskinsdaga sem hér koma á sumrin og
blessa þá eins og hverja aðra guðsgjöf.
Menn eiga að færa sér þessa guðsgjöf i
nyt á þann hátt að kasta af sér klæðum
og lofa sólargeislunum að leika um líkam-
ann allsnakinn.
Þar sem sólin skín þarf ekki læknis
við, segir gamalt máltæki. Sólargeislarnir
sótthreinsa húðina. Þeir drepa gerla
sem kunna að vera að búa um sig í henni.
Þeir gera svitaleiðsluna auðveldari. En
húðin er sá hluti líkamans sem þarfnast
mestrar umönnunar. Margir kvillar og
sjúkdómar eiga rót sína að rekja til þess,
að menn hafa ekki hirt húðina sem skyidi.
Þeir sem eru blóðlitlir, máttfarnir, daufir
og sinnulausir ætti ekki að láta neitt færi
ónotað, sem þeim gefst, að fá sér sólbað.
Það hefir lífgandi og styrkjandi áhrif á
taugakerfið. Það gerir menn framtaks-
samari, kvikari og glaðari en þeir voru
áður. Við sólarhitann streymir blóðið út
í húðina og léttir við það starfið fyrir hin-
um innri líffærum.
Þeir menn sem sólböð þekkja af eigin
reynd, telja það eitt af því dýrlegasta sem
þeir geta veitt sér. Sólbað er alstaðar
hægt að fá sér þar sem sólin skín og skjól
er fyrir vindi og óvelkomnum gestum. —
Menn ætti aldrei að gleyma að taka sér
sólbað þegar þeir eru á skemtigöngu á
heitum sólskinsdegi.
Það er ekki holt að taka sólbað rétt á
undan eða eftir máltíð. 0g varlega verða
menn að fara í fyrstu ef heitt er sólskin-
ið og þeir vilja ekki verða fyrir neinum
óþægindum. Er því ráðlegt í fyrstunni
að snúa sér svo sem aðra liverja minútu