Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 4
10
SUMARBLAÐIÐ
vatui er venjulegast farin þótt hún sé
nokkuð lengri.
Upp á Ármannsfell má fara á 2 tím-
um. Þar er ljómandi fagurt útsýni yflr
alla Þingvallasveitina, sömuleiðist sést
þaðan yfir Langjökul og Ok.
Síðast en ekki síst eru Botnssúlur,
sem eru 3531 fet. Talið er að þaðan
sé þriðja bezta útsýni á landinu. Þang-
að er auðvelt að komast á þrem tím-
um frá Þingvöllum. Því til sönnunar
má geta þess, að í fyrrasumar, í ágúst,
fóru þangað upp í einum hóp 14 manns
þar af 6 stúlkur, og var flest fólkið al-
gerlega óvant fjallgöngum. Ferðin tók
sex tima báðar ieiðir.
Jeg vil ráða öllum, sem til Þingvalla
fara í sumar að láta það ekki undir
höfuð leggjast að ganga upp á Súlur,
því enginn, sem ekki hefir verið þar
uppi getur gert sér nokkra hugmynd
um, hvað útsýnið er fagurt. Þar uppi
blasir við, eins og skáldið segir:
------------brattir ásar.
Björt djúp, hvassir gnúpar.
Heiðarvötn og hæðir.
Hafið gulli stafað.
Eyjar iturháar.
Árdrög sólu gáruð.
Eldhraun, óbygð kalda,
Yzt í bláu mistri.
H. f. B.
Göngulag.
Það er ilt til þess að vita, að fjöldi
manna skuli vanskapa vöxt sinn með
fáránlegu göngulagi og ljótum lima-
burði.
Mér finst að engum manni ætti að
vera ofætlun að ganga eins og maður,
en dragast ekki áfram í átján hlykkj-
um eins og skríðandi ormur.
Það er nú svo langt síðan að menn-
irnir gengu á fjórum fótum, að það er
all-óviðfeldið að sjá menn haga sér
eins og þeir ætli að kasta sér á »fram-
íæturna«. Það er ekki óalgengt að sjá
slíkt í sjálfri höfuðborginni.
Göngulag manna er mjög á ýrnsa
vegu. Sumir skjóta annari öxlinni upp
en halla hinni. Sumir liallast áfram
við livert fótspor, en aðrir iiöggva fram
á annan fótinn, eins og þeir séu haltir,
þótt þeir hafi báða fætur jafn heila.
Sumir draga fæturna á eftir sér, hafa
báðar heudur í vösum og skjóta herð-
unum upp undir hnakka. Sumir ganga
hoknir með bogin kné, eins og þeir séu
að leka niður. Algengastur er sá óvani,
að menn gangi álútir.
Það er algengt að ungir menn temja
sér göngulag feðra sinna, sem oft er
ekki sem fallegast. Það sýnist svo, að
þeir geti sjálfir séð óvanann og sneitt
hjá honum, þegar þeir eru komnir til
vits og ára. En því miður er því ekki
ætíð þann veg farið. Við óvananum
tekur maður af manni, og þannig getur
sami afkáralegi limaburðurinn huldist
í gegnum heilar ættir!
Menn eiga að ganga beinir og bera
höfuðið hátt. Gangurinn á að vera
léttur og mjúkur. Það á að vera vilji
og þróttur í hverri hreyfingu. Menn
eiga ekki að venja sig á að hafabáðar
hendur í vösum í senn. Ilendurnar
ættu helzt allt af að vera lausar. Brjóst-
ið á að vera liátt. Fæturnir eiga að
koma því nær beint fram, en ekki sitt
í hvora áttina.
Fallegt göngulag fegrar vöxt manna
að sama skapi og ljótt göngulag aflagar.
a—b