Sumarblaðið - 17.06.1916, Side 14

Sumarblaðið - 17.06.1916, Side 14
16 SUMARBLAÐIÐ brjóta má á íþróttavellinum. Eira þeir engu, sem þeir fá við ráðið, enda eru nú allir lásar sprengdir og allar rúður brotnar þar suður frá. Hafa áhöld öll, sem iþróttafélögin geyma þar, verið brotin eða ónýtt á annan hátt. Spjótin hafa öll verið brotin af skafti og kast- að svo í allar áttir. Kringlunum heíir verið stolið eða kastað á braut. Svo hefir verið farið með alt sem nýtilegt var. Þessar spellferðir á Iþróttavöllinn hafa jafnan verið gerðar þegar búið var að endurbæta það sem skemt hafði ver- ið og láta nýja lása fyrir hurðirnar. Það hefir reynst svo, að íþróttavöllur- inn fær aldrei að vera óáreittur meðan nokkuð er á lionum sem ónýta má. Vonandi lætur vallarstjórnin ekki undir höfuð leggjast að reisa skorður við her- virkjum þessum, því ekki er að treysta á, að þeir sem skemdunum valda, skammist sín fyrir barnaskapinn. Viðavangshlaupið fór fram á sumardag- inn fyrsta eins og til var ætlast. Hófst það kl. 3 á Austurvelli og endaði á sama stað. — Fljótastir voru þessir: 1. Jón Jónsson, 2. Olafur Sveinsson, 3. Ottó B. Arnar. Múgur og margmenni var saman komið við Austurvöll til þess að horfa á hlaupið. Sundskálinn. Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu verður Sund- skálinn opnaður á ný á morgun kl. 6 síðd. Eiga þar að synda allir beztu sundmenn bæjarins, svo búast má við afbragðs skemtun, enda er mönnum nýtt að sjá sund nú orðið, því frá því er lýsisbræðslustöðin kom þar á næstu grös hafa allir menn forðast skálann. En nú þarf ekki lengur að óttast grútinn, því eigendur lýsisbræðslustöðvanna þar suður frá hafa lofað að sjá um að engi grútur færi í sjóinn nálægt skálanum. Þinöarlaus þjóö. Nálægt borg nokkurri að nafni Bo- coyana í Chihuahua-héraði í Mexikó, býr Indiána-íiokkur er nefnist Tara- huraaras. Indiánar þessir geta hlaupið svo mikið að undrum sætir. Það varð fyrst vart við þennan eiginleika þeirra þegar verið var að leggja járnbraut þar um slóðir. Þá voru þeir notaðir í sendiferðir og hlupu þeir oft 150—300 kílómetra með ótrúlegum hraða. Hinir amerísku járnbrautarfræðingar stofnuðu einu sinni til kapphlaups og átti sigurvegarinn að fá 100 dali í laun. Hjá Indiánunum varð uppi fótur og íit, því fjárhæð þessi var gríðarmikið fé í þeirra augum. Ilöfðingjarnir héldu fund tneð sér og nefndu hina beztu hlaupara til að keppa. Svo hófst kapphlaupið. Keppendurnir gengu fyrst af stað í hægðum sínum en hertu á sér smám- saman. Þegar markinu var náð hafði sigurvegarinn farið 23^2 milu danska á 16 klukkutímum. I nóvember ár hvert heldur þjóð- flokkur þessi kapphlaup. Leiðin liggur i gríðarstórum boga, sem er 128 kilo- metra langur og þessa leið á að hlaupa tvisvar. Á einu slíku kapphlaupi hljóp sigurvegarinn leið þessa á 30 klukku- tímum. Þrír voru rétt á hælum hans. Einu sinni kom mexikanskur liðsfor- ingi til Bocoyana og þurfti að koma áríðandi skeyti á næstu símstöð, sem var 216 km. í burtu. Hann fékk tara- humara-hlaupara til að fara með skeyt- ið. Eftir 9 tíma var skeytið komið á stöðina. Sendimaður var 12 tíma á heimleiðinni. Þegar heim kom, hvíldist hann i þrjá tíma; að þeim tíma liðnum var hann sendur með annað skeyti 230 kílómetra langan veg. Eftir 3 daga kom hann aftur, og hafði aflokið erínd* inu. Virtist hann þá jafn ólúinn og þegar hann lagði af stað. Hið mikla þol þessara mauna mun eiga rót sína að rekja til þess, að þeir lifa enn eins og »börn náttúrunnar«, og neyta hvorki áfengis né tóbaks. ... 1 ■‘.fr ~ ■ ... . . - 'j| Ábyrgðarmaður: Björn Ólafsson. ísafold — Reykjavik 1916

x

Sumarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.