Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 6

Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 6
4 SUMARBLAÐIÐ ar vorrar sjái, að hér þarf hvatningar við, og væntum þess að þeir láti eitt- hvað til sín taka um þetta efni. Hærra! Þegar komið er upp á háan fjalls- tind eftir erfiða göngu, kemur yfir menn ró, eins og oft verður vart við eftir að búið er að buga mikla erfiðleika og ná því marki, sem kept var að. Þessi ró er ávöxtur eríiðleikanna. Hún er sigur fjallgöngumannsins. Skapið verður létt og stilt. Augun hvarfia róleg yfir land- ið sem í kring er. Þegar staðið er hátt þá er færra sem vex í augum. Við ræt- ur fjallsins sést skamt í burtu. Landið í kring sýnist stórskorið og urðótt. Sjón- hringurinn er þröngur og dimmur. En því hærra sem maður kemst upp í hlíðarnar því víðari verður faðmur himinsins og augun sjá lengra. Landið fyrir neðan smáminkar. Hólarnir lækka og lautirnar grynnast. Að síðustu sýn- ist það alt vera slétt cg lítur út eins og stórt landkort með litum. Vötnin blika eins vakandi silfuraugu hingað og þangað um sléttlendið, og draga að sér sólargeislana. Grær. gangandi fótur, segir gamalt máltæki. Það er kynlegt hversu Jitlir göngumenn Islendingar eru alment og þó er eins og náttúran hafi ætlast til að þeir skyldu fara flestar leiðir gang- andi. Það er eins og landið hafi verið skapað fyrir framgjarna og þróttmikla þjóð. Það er eins og það hafi verið skapað fyrir þá sem brattgengir eru og færir um að sækja föng sin í trölla- hendur. Þjóðinni svipar ekki til lands- ins og furðulegt er það hversu þjóðin hefir orðið fyrir litlum áhrifum frá landinu. Hvert sem augað lítur eru fjöll, há og tignarleg, sem biða eftir því, að þau séu lögð undir fót. En mönnum finst fátt um og gera sig ánægða með að horfa af túngarðinum heima hjá sér. Þeir skilja ekki hvers vegna guðirnir - hafa skapað þessi fjöll, sem að eins auka erfiðleika. Þegar menn hafa með erfiðleikum komist upp á hátt fjall, þá vita þeir fyrst hversu erfiðleikarnir eru mikils virði. — Fegurðin býr í fjalltindunum. Þegar menn horfa yfir landið af háu fjalli þá sjá þeir fyrst hversu fagurt landið er, og brjóstið bærist af fögnuði yfir því að þetta er landið sem hefir alið oss og vér erum kendir við. Fjallgöngur hafa göfgandi áhrif á menn. Þeir hefjast yfir smásálarskap og lítilmenskuhátt. Hinn andlegi sjón- hringur verður rýmri. Þeir fá meira siðferðisþrek en aðrir menn og heil- brigðari hugsunarhátt. Þeir eiga hæg- ara með að mæta erfiðleikunum og sigr- 4 ast á þeim. — Það er blær af því sem sál náttúrunnar andar frá sér. Eins og döggin gerir grasið grænt, svo göfgar náttúran manninn, sem hefir lært að hugsa og veitir athygli því sem í kringum hann er. Það er enn langt í land, að menn þekki sína eigin heill. Þeir þurfa að læra að skilja náttúruna og ganga upp fjöll, það lyftir þeim hærra, andlega og líkamlega. Einhvern tíma kemur að því að menn leita þreksins í fjallatindunum og leita til náttúrunnar þegar þeir þarfnast hvíldar frá daglegum störfum. Þá koma þeir tímar er móðir vor, jörð, verður blessuð af börnunum öllum. ^ Björn Qlafsson.

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.