Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 12

Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 12
6 SUMAKBLAÐIÐ studd, vandkvæði á framkvæmdura þeim, sem stjórnin hefir hugsað sér. Þessar úrtölur hafa oft orðið til þess að koma í veg fyrir nauðsynlegar ráðstaf- anir stjórna, til þess að ýta félaginu fram á við í áttina að takmörkum sín- um. En meðlimir verða að athuga hin dýpri áhrif sem þeir hafa á stjórnir sínar með því að telja úr framkvæmd- um hennar, og þau eru, að vilji stjórn- arinnar svekkist og að traust stjórnar- innar til meðlima minkar, en það er nauðsynlegt f}7rir framtíð félaganna að stjórn finni að félag það, sem hún veitir forstöðu, sé sá bakhjarl sem treysta megi, svo að stjórnin komi í framkvæmd hugmyndum sínurn, sem miða til þess að efla félagið og auka álit þess. Það mundi áreiðanlega treysta félags- skap, hver svo sem hann er, ef með- limir hans findu til þeirrrar ábyrgðar sem hvílir á þeim gagnvart tilgangi fé- lagsins. íþróttaöómar. Það er langt síðan að sést hefir dóm- ur um leikfimi. Einn slíkur birtist í Vísi fyrir skömmu. Má ekki minna vera en Sumarblaðið þakki höfundi dóms- ins. •Ef þannig dómar, bygðir á þekkingu og'athugun, birtust iðulega um íþrótta- sýningar. sem lialdnar eru hér á landi, mundi íþróttamönnum fara meira fram ár frá ári en hingað til hefir verið. Menn eru viðkvæmir fyrir útásetn- ingum og á það við um íþróttamenn jafnt sem aðrá, munu þeir því fremur kosta kapps um að lagfæra það, sem betur má fara, þegar þeir vita að tekið er eftir hverri hreyfingu þeirra og þeim svo bent á með allri sanngirni hvernig á að gera hreyfingarnar svo þær séu eins og vera ber. »Blöðin eru eitt stórveldið«, hefir ver- ið sagt, og það með sanni. Þau mundu því gera íþróttunum stórgagn, ef þau vildu sjá til þess að íþróttasýninga yrði getið, og þar sett út á þær, svo þátt- takendur fái að heyra galla þeirra. Með íþróttadónnim er lika unnið ann- að gagn: Almenningur fær við lestur þeirra meiri skilning á íþróttum, og við það meiri áhuga fyrir þeim, og þá er mikið unnið. Upp á Hengil fóru nokkrir ungir og röskir sveinar héðan úr bænurn um hvítasunnuna. Lögðu þeir af stað laugardag fyrir hvítasunnu upp að Kolviðarhól. Upp á Hengilinn fóru þeir á hvitasunnudag. Veður var gott og sólskin. Undanfarna daga hafði verið rigning og mátti því búast við, að ill væri færðin á fjallinu. En það reyndist vonum betur. Allvíða var samt gljúpur jarðvegurinn og urðu þeir félagar stundum að vaða aurinn upp í mjóalegg. Loftið var hreint, og var bjart yfir fyrri hluta dags og sást vítt urn. Vest- mannaeyjar sáust greinilega og Eyja- fjallajökull, Ilekla, Langjökuli og Skjald- breið. Fegurst hafði útsjónin verið yfir Þingvallasveitina. Sást Þingvallavatnið spegilslétt og glampandi og eyjarnar í því sýndust eins og smáþúfur. Ferðin gekk vel upp fjallið. Mjög víða voru stórir snjóskafiar. Rendu þeir félagar sér niður skaílana í bröttustu hlíðunum, og fóru þeir eins hart og fuglinn fljúg- andi. Ileldur var blautlént i dölunum og náði snjókrapið stundum upp undir kné. — Þeir komu aftur seinni part dags að Kolviðarhól, allir votir og auri

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.