Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 14

Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 14
8 SUMARBLAÐIÐ yar þvi þegar gerð tilraun til að fá sér leikvöll annarstaðar. Þótti það hvergi tiltækilegt nema á Melunum. Voru því ráðnir til nokkrir tugir drengja til að ryðja þar hæfilega stóran leikvöll til þess að félagið gæti sem fyrst tekið til starfa. En eigi leið á löngu áður en gjaldkeri gerir meðstjórnendum sínum viðvart um það, að nú sé sjóður félags- ins uppetinn, hver eyrir kominn í Mel- ana; og ekki að eins það, heldur sé fé- lagið komið í talsverða skuld við sig eða verzlun þá, er hann veitti forstöðu. Nú fór að vandast málið. Stjórnin þurfti að finna eitthvert ráð til að safna fé, eigi að eins til að borga áfallna skuld, heldur líka, og það miklu meira, til að halda áfram leikvallargerðinni og ljúka við hana; hún var sem sé hvergi nærri hálfnuð. Hve lengi stjórnin hefirleitað að ráðinu veit eg eigi, en hún varð að gefast upp án þess að finna það ogþar með var félagið úr sögunni án þess að hafa tekið til starfa sem slíkt. Mér vitan- lega var aldrei byrjað á neinum leik né sporti. Síðan er þetta gerðist eru nú liðin rúm 20 ár og á þeim árum hefir margt og mikið gerst, einmitt í sömu áttina og Sportsfélagið sáluga átti að starfa. Með- al annars hefir öflugt og áhugamikið íþróttafélag 'verið stofnað hér, Iþrótta- félag Reykjavíkur, sem í eru á þriðja hundrað meðlimir, yngri og eldri. Þá hefir og verið stofnað íþróttasamband Reykjavíkur og íþróttasamband Islands (í. S. í.), sem hefir það hlutverk með höndum: »að styðja af megni íþróttir og fimleika, er horfa til efiingar líkam- legrar og andlegrar orku hinnar íslenzku þjóðarc. Þá er ennfremur hugsjónin um leikvöll á Melunum komin í fram- kvæmd. Stór og vel girtur leikvöllur er þar kominn, sem sagt er að kostað hafi um 14000 kr. 0g þó að hann eigi það sameiginlegt við mennina, að vera eigi eins góður og hann ætti að vera, þá er hann þó óspart notaður á voriri og fram á sumar af knattspyrnufélögum bæjarins, en þau eru nú orðin eigi færri en 10, og þó von um fleiri, því að ný- lega hafir sést auglýsing í blöðunum, þar sem nokkrar ungar stúllcur skora á stallsystur sinar að gangast fyrir því með sér, að stofna til slíks félágsskapar. Hrói. Knattspyrnumót. Hin árlegu knattspyrnumót fara nú að hefjast. Knattspyrnumót Islands byrjar þ. 20. þ. m. Keppendur eru knattspyrnufé- lögin »Fram«, »Reykjavíkur« og »Val- ur«. Gripurinn sem kept er um er silf- urbikar, og er nú í höndum »Frams«. Knattspyrnumót Reykjavíkur hefst þ. 2. júlí n. k. Keppendur munu verða þeir sömu og á Islandsmótinu. Gripur- inn er horn og er knattspyrnufél. Reykja- víkur handhafinn. Útiæfingar Íþróttaíélags Reykjavíkur er ákveðið að verði á íþróttavelJinum á mánudögum og fimtudögum kl. 8—9 e. h. Æfingarnar verða í eins mörgum íþróttagreinum og kostur er á. Aætlað er að íþróttamót, samskonar og 1911 og 1914, verði haldið hér í sumar. Mun þar verða tækifæri fyrir frækna íþróttamenn að keppa, kemur það sér því vel að útiæfingar I. R. eru ekki bundnar við félaga úr I. R., heldur getur hver og einn tekið þátt í þeim. Abyrgðarmaður: Páll Einanson. Isafoldarprentsmiðja — 1917.

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.