Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 3

Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 3
VARÐELDAR UTGEFANDI: SKÁTAFJELAGIÐ EINHERJAR, ÍSAFIRÐI. I. ÁR ÍSAFIRÐI 1930 I. ÁR VARÐELDAR Riti þessu, sem nú liefir göngu sina, er ætlað að eiga nokkurt erindi til íslenskra unglinga, og þá sjerstaklega til skáta. Vegna fjárskorls verður ekki ákveðið neitt, að svo komnu, um útkomu þess. Því ráða, að mestu leyti, viðtökur þær, er þelta fyrsta hefti fær. En um hitt eru naumast skiftar skoðanir hugsandi manna, að rit, sem þetta er ræði áhugamál ís- lensks æskulýðs, á sjer fullkominn tilveru- rjett, og að á því er hrýn nauðsyn. Skátahreyfingin er af fjölmörgum ágæt- ustu mönnum þjóðanna talin hesta æsku- lýðshreyfing nútimans, og á ekki síður er- indi í strjálbýlið islenska en í iðu stórborg- anna. 1 nágrannalöndum liefir hún náð allmikilli útbreiðslu, þótt víða væru þar fyrir önnur ágæt æskulýðsfjelög. Hjer á íslandi hefir útbreiðslan verið þunglama- legri, og er ekki vafi á, að því veldur mest fáfræði manna um fjelagsskapinn, enda hefir þess verið lítill kostur, að fá nokkra fræðslu um hann. Úr þessu langar oss til að reyna að bæta, þótt af veikum mætti verði í byrjun. Þá er skátar eru í útilegu og hafa lokið dagsverki sínu, safnast þeir að kvöldi, kring um bálin. Þar ræða þeir mál sin, segja sögur o. s. frv. Eru þær stundir mörgum þeirra minnisstæðar og liugð- næmar. Það er ósk útgefendanna, að þetta litla rit mætti bera nokkurn blæ af þeim fund- um. Einherjar.

x

Varðeldar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðeldar
https://timarit.is/publication/539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.