Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 7

Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 7
VARÐELDAR 5 leita tinda vesturfjallanna viö brenni- steinsgulan himin. Yið höldum lieim að kofanum, látum skiðin inn í anddyrið og setjumst inn í stofuna. Austlendingurinn bætir á eldinn og bjarminn af bálinu leik- ur sjer við skuggana um gólf og þiljur. Jeg sit i horninu öðrum megin gluggans, og yfir mig sígur þung og þægileg þreyta. Austlendingurinn situr lijá arninum, og bjarminn frá eldinum flöktir um andlit honum. Við fætur hans liggur hundurinn og umlar i svefni. Beint á móti mjer situr Sunnlendingurinn. Hann liefir kveikt í pipu sinni og hallast makindalega fram á hendur sjer. Við sitjum góða stund þöglir, uns Aust- lendingurinn segir alt í einu: — Det var engang en bonde her i dalen .... Og nú rekur hver sagan aðra. Allar eru þær um dýraveiðar á fjöllum og í skóg- um, og við flestar þeirra er eittlivað dul- arfult og í ætt við þau óskiljanlegu, en styrku áhrif, er myrkviðir og heiðarlend- ur bafa á flesta menn. Þegar hlje verður á frásögninni, minnist jeg á það, að sumir telji það svívirðilegt að veiða dýr og fugla. Það er bara „hysteri“, segir Austlend- ingurinn og skarar i eldinn. — Það er ó- mannlegt a ðkvelja dýr og hverjum veiði- manni ósamboðið —- en skjótum við ekki hesta, kýr og kindur og liöggvum hænsn og endur? Sunnlendingurinn liallar sjer upp að þilinu, og nú færist líf í augun og roði í kinnarnar. — Það er best að jeg segi ykkur nú sögu, sem þetta minnir mig á. Hann afi minn sagði mjer liana. Jú, við vildum báðir gjarna lieyra sög- una. Það er sagt i sveitinni minni, að þar í skóginum liafist við elgur, sem hefni fyr- ir ómannúðlega meðferð á skógardýrun- um, Hann hefir meira vit en nokkurt ann- að dýr. Hann virðist ávalt vita það sam- stundis, ef einbver kvelur skógardýrin af ásettu ráði, og fáum hefir enn þá tekist að flýja liefnd lians og engum liepnast að vinna bug á honum. Fyrir tveim mannsöldrum bjó á bæ þeim, sem heitir Brekka, maður, sem var frámunalega ágjarn, óhlutvandur og grimmlyndur. Einn vetur bar það við, að bjarndýr fór úr hýði sínu á útmánuðum. Braut það upp fjós þessa bónda og drap eina kúna. Bóndi lagði dýraboga í skóg- arjaðrinum, og dag einn, er hann vitj- að bogans, var björninn fastur í honum. Bóndi steytti að honum hnefann og sagði að nú skyldi hann fá að dyssa í bogan- um fram undir kvöldið, eins og liann ákvað kvikindið. Svo labbaði bóndi heim. I rökkurbyrjun fór hann svo út í skóginn með byssu sína. En þegar liann kom i nánd við björninn, sá hann elg bregða fyrir inni í skóginum. Og bóndi bugsaði með sjer að nú bæri jólin heldur en ekki upp á páskana — og svo þaut hann af stað á eftir dýrinu. Iiann sá það við og við, en fjekk ekki færi á því. Elti hann það lengra og lengra og var loks orðinn því nær viti sínu fjær af vonsku og á- kafa. Alt í einu sá liann dýrið liorfa á sig milli trjástofna, og nú bar hann byss- una að kinninni. En þá brá dýrið við og hvarf eins og það hefði sokkið í jörð. Og bóndi æddi áfram hamstola, en hafði aðeins farið stuttan spöl er hann steypt- ist ofan í gljúfur. Nokkru seinna um kvöldið átti veiðimaður leið frain lijá gljúfrinu. Ileyrði bann þá lcveinstafi sára og átakanlega. Hann var maður hugaður og kleif niður í gljúfrið. Fann hann þar bónda, er lá limlestur á svell- bólstri. Varð liann farlama alla sína æfi. En svo sagðist lionum frá, að þá er liann hefði legið hmlestur á svellinu, liefði bann alt í einu sjeð elginn skamt frá sjer. Hefði hann siðan staðið þar uns veiði- maðurinn kom. Kvaðst bóndi aldrei mundi gleyma augnaráði dýrisns. Svo

x

Varðeldar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðeldar
https://timarit.is/publication/539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.