Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 6

Varðeldar - 01.01.1930, Blaðsíða 6
4 VARÐEfcÐAR fram hausinn og lieldur skottinu lárjettu. Alt í einu herðir hann á bandinu, opnar ginið og lítur spyrjandi til húsbónda síns. Og nú bregður fyrir eins og gráu striki í loftinu, svo sem tvö, þrjú fet frá jörðu. Það er hjeri, sem liendist inn i skóginn. Og hundurinn geltir og ýlfrar, hoppar og hristir sig. En byssa er engin með í för- inni. Og Austlendingurinn klappar hund- inum og brosir. Efst í skógarjaðrinum flýgur þiður úr trjátoppi, veifar hratt vængjunum og rennir sjer siðan rólega og tígulega niður hlíðina. En um leið og hann fer, gefur hann okkur auga. Jeg sje sjáaldrið blika eins og hálfskygða glerperlu. Og þessi smávægilegi atburður líður mjer ekki úr minni. Hann hreyfir við streng í hugskoti inínu, er ómar aftur og aftur. Og ósjálf- rátt fer jeg að grafa og grafa í minni mjer, fer að leita að minningu liðins at- hurðar, sem þetta atvik minnir mig á. Jeg finn það á mjer, að leitin muni verða árangurslaus, en samt er jeg eins og knúð- ur til að halda henni áfram. Það er eins og þegar menn missa örlítinn hlut ofan í djúpan og dimman hyl. Þeir vita, að þeir hafa enga von um að ná honum aftur, en geta samt ekki látið vera að standa langa hríð á klöppinni og skygnast ofan í skuggsýnt djúpið. Allir hafa reynt það, að 1 undraró ósnortinnar og mikilfeng- legrar náttúru, vaknar margt dulið í djúpi minninganna — og hvern og einn órar þá fyrir ennþá fleiru en hann getur gert sjer grein fyrir. Ef til vill liefir þetta litilfjörlega atriði snert hjá mjer streng, er stendur í sambandi við lif og reynslu löngu liðinna ættliða. Við komumst upp fyrir skóginn, og skóglaus snæbreiðan tekur við. Hvergi sjer á stein eða strá. Alt er tindrandi livítt og sljett og minnir mig á logndag á haf- inu, þegar sólin skín gegnum gráleita góðviðrishulu. En þó hefir auðnin alt önnur áhrif á mig en hafið. Snæbreiðan ögrar og ógnar, svo björt og lirein sem hún er, en lygnt og sólskinið hafið er lað- andi og friðandi. Dulrænt verður það ekki fyr en húmið sveipar það eða stormurinn æðir beljandi yfir hvítfexta, fnæsandi sjóa. s Austlendingurinn nemur staðar og Iiundurinn kastar sjer niður og fyllir ginr- ið af snjó. Snjókornin tindra á rauðri tungunni og hundurinn horfir liálflukt- um augum í sólina. Ilúsbóndi hans tekur af sjer vetlinginn og tekur liandfylli sína af mjöll, laugar á sjer andlitið og horfir síðan á bráðnandi snjóinn í lófa sínum. Það vottar fyrir brosi í öðru munnvikinu á honum og augun eru óvenju skær. Jeg sje, að hann veit elcki af okkur hinum. Jeg þekki hann að því að liugsa skarpt og rökrjett, skrifa fagurt mál og kunna að hnitmiða orðin — en nú nýtur hann á sama liátt og dýrið álirifanna frá auðn- inni, er brosir kalt og sterkt við bláum himni. Upp úr liádegi komum við að kofanum. Hann var bygður úr plönkum og á lion- um er þak úr næfrum. Við tökum af okk- ur skíðin og kröfsum mestu fönnina frá dyrunum. Svo tökum við hlerana frá glugganum og förum inn. Við komum inn i ósköp lítið anddyri og síðan í stofu. Gluggi er á gafli og undir honum veggfast horð. Ekkert loft er í stofunni, en bekkir með báðum veggjum. Á þeim liggja feldir af elgjum og hreinum. Yfir dyrunum eru elgsdýrshorn og yfir glugganum höfuð af hirti með fagurlega greindum hornum. f stofunni er dálítill arinn — og nú kveikj- um við eld á honum, því að nægur viður er niðri í öðrum bekknum. Upp úr bak- poka Ausllendingsins er tekið flatbrauð, smjer, sykur og te og yfir arninum hanga tvö sauðarlæri. Við snæðum í mestu mak- indum, en tölum fált. Að loknum snæð- ingi förum við út og göngum spöl inn á auðnina. Sólin hverfur eldrauð að fjalla- haki og mjöllin verður eins og blóði drif- in. Svo kemur húmið. Bláleitt og iðandi færist það yfir auðnina — og nú ber grá-

x

Varðeldar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varðeldar
https://timarit.is/publication/539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.