Páskakveðja frá K.F.U.M.

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Qupperneq 2

Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Qupperneq 2
PÁSKAKVEÐJA FHÁ K. F. U. M. :2 Dymbilvikan. Enn einu sinni er kyrra vikan komin og dymbildagar hvetja oss til alvarlegrar umhugs- unar um hið dýpsta og mesta, sem fram hefn- farið hjer á jörðu. Látum nú umhugsun og til- beiðslu þroskast í kyrðinni. Hvers vegna fær kyrðin svo óvíða að njóla sín? Það er eins og menn sjeu orðnir svo lnæddir við að vera einir, mörgum mönnum finst, að þeim muni líða bezt i fjöldanum. Hinir fámennu hópar eru ekki í miklu áliti. Hvernig stendur á þessu? Mundi það ekki vera skylt því, að menn vilja sjálfir lítið á sig reyna eða vilja sem minst liorfa inn á við, kæra sig ekki um að halda dómsdag yfir sjálfum sjer, en vilja heldur berast með straumnum, það er hið ljettasta. En vjer þurfum að kynnast oss sjálfum, en til þess fáum vjer bezt tækifæri í kyrðinni. Spekiugur einn hefir sagt, að vjer get- um bezt þroskast í einverunni. Þá höfum vjer gotl næði til sjálfsprófunar. En þegar vjer kynnumst sjálfum oss, þá gæti farið svo, að vjer fyndum, að vjer hefðum gott af að kynnast öðrum. Það væri eigi ólíklegt, að jeg fyndi brýna nauðsyn á að kynnast þeim krafti, sem getur bætt úr minum veikleika. En livað er eðlilegra en að jeg á þessari dymbilviku kynnist honum, sem oft leitaði einverunnar, gekk út í grasgarðinn og háði bæði þar og á Golgata hið sárasta stríð? Svo mikið lagði hann í söl- urnar, til þess að hjálpa þeim, sem komast að þeirri niðurstöðu, að þeir geta ekki hjálpað sjer sjálfir. Til þeirra kemur hann á þessum dymbil- dögum. Erum vjer meðal þeirra, sem þrá heimsókn lians? Ef svo er, þá lálum þessa daga minna oss á hina meslu fórn og tileinkum oss hinn gleðilega boðskap. l’álinasuuuudagur vekur bjá oss hugsun um sólskin, en samt er svo kalt eftir sólarlagið. Vjer sjáum daggardrop- ana glitra á blómunum; en ef vjer gætum betur að, eru það þá ekki blóðdropar? Vjer heyrum fagnaðaróp; en ef vjer hlustum betur, heyrum vjer þá ekki einhvei'sstaðar grátið? En eitt heyr- um vjer áreiðanlega. Vjer heyrum við oss sagt: Sjá, koniingur þinn kemur til þín. Sjá. Hvað er hjer að sjá? Allir vilja sjá eilt- hvað nýtt, og margir horfa of mjög á hið tæl- andi og hættulega, svo að það verður þeim til falls. Menn horl'a á freistingar og þær segja með ginnandi rödd: »Kom þú og sjá«. Þeirri rödd var hlýlt, og þess vegna sviður enn undan höggormsbitinu. Menn geta sjeð svo margl og dáðst að svo mörgu. En hvern hefir þú sjeð, sem getur veitt þjer aðra eins gleði eins og hann, sem reið inn í Jerúsalem? Þú manst eftir sögunni um Grikk- ina, sem komu lil Filippusar og sögðu: »Herra, oss langar til að sjá Jesúm«. Vilt þú ekki líkjast þessum mönnum? Þráir þú ekki að sjá slika sjón. Þú gelur ekkert fegurra sjeð, og því betur sem þú virðir Jesúm fyrir þjer, J>ess eðlilegra finst þjer að tigna hann, já, þú gelur ekki annað, þú þráir að sýna lionum lotningu. Þú liefir sjeð konunginn. Sjá, konungurinn kemur. Nú rikir ótriður með- al konunga og Jijóða, riki gela liðið undir lok, og þeir sem nú eru í sólskini frægðar og met- orða, gela á morgun hrapað úr hásætinu. En eilt ríki blómgast, þó að öll önnur riki liverfi, guðs ríki eilist. Sú kemur stund, að eng- inn ber konungsnafn, nema hann, sem hógvær hjelt innreið sína til hinnar heilögu borgar. Sú kemur stund, að fyrir nafni Krists skal hvert kuje beygja sig og sjerhver tunga viðurkenna, að hann er konungur með eilífu valdi. En bezl er að tigna liann nú þegar. Vilt þú ekki tigna konunginn Krist? Tignaðu hann nú meir en nokkru sinni áður. Sjá, hann vill vera konungur þinn. Hvað sem þú segir, J)á er hann konungur. En viltu ekki, að liann sje þinn konungur? Hann á vald á himni og jörðu. En viltu ekki, að hann hafi vald yfir þjer? Það er svo margt, sem hefir vald yfir oss, og vjer finnum að oss líður ekki vel undir slíkri harðstjórn. Lát Jesúm hafa vald yfir þjer, og sannleikurinn mun gera þig frjálsan. Þú ættir að biðja hann um að koma og laka við yfirráð- unum. Sjá, konungur þinn Icemur, til þess að veita frið og gleði, hann kemur i orði sínu, þú getur mætt honum i helgidóminum, við náðarborðið, á heilagri bænarstund, er þú hefir lokað her- bergi þínu eða biður ásamt vinum þínum. Hann kemur enn svo víða, hann gengur um og gerir gotl. Hann kom til þessarar jarðar, og hann

x

Páskakveðja frá K.F.U.M.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.