Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Side 3
ÞÁskakveöja í'HÁ i(. f. ti. M
3
mun aftur koma »til þess að dæma liíandi og
dauða«. En hann kemur á hverjum degi. Hann
kemur nú í dag til þín.
Já, lil þín. Þið þurfið að hitlast, þú og hann.
Þú með vanmátt þinn og synd þína, hann með
náðina og hina eilífu gleði. Hann kemur til þin
og mín. Við höfum margt við hann að tala, já,
allir viljum vjer fagna, er vjer heyrum hinn gamla
boðskap: »Sjá, konungur þinn kemur til þín«.
Nú kemur hann. Þú heyrir röddina: »Sjá, jeg
stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir
raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun jeg
fara inn tíl hans og neyta kvöldverðar með lion-
um og hann með mjer«. Ef þú hlýðir þessum
orðum, — og hvernig ættir þú að gela annað?
þá verður þú aðnjótandi hins innilegasta sam-
bands við konunginn, hann kemur til þín sem
vinur.
Skírdagur
bendir þjer á hið innilegasta samband meislar-
ans og lærisveinsins. Þá sjerðu hina fögru mynd,
loftsalinn, þar sem Jesús er með vinum sinum
og talar um hið innilegasla samband.
Vinir Jesú vita, hvar þeir njóla hinnar hátið-
legustu sælu í sambandi við hann. Jeg held ávalt
blessunarrika hátíð, er jeg geng til altaris. Jeg
minnist Jesú, og undarlegt væri það, ef læri-
sveinninn vildi ekki minnasl frelsarans. En um
leið og jeg minnist hans á þenna hátt, þá finn
jeg til hinnar sælustu gleði og ununar. Þessu er
lýst í liinu alkunna versi:
Pín minning, Jesú, mjög sœt cr,
sú minning hjörtum fögnuð ljer;
en að þú sjálfur crt oss hjá
er unun hæst, er veitast má.
Kæri krislni vinur, taktu eftir, hvað í þessu
versi felst.
Hvenær stofnaði .Tesús hina heilögu kvöld-
máltíð? Nokkrum stundum áður en hann dó.
Menn eru vanir að hafa síðustu óskir vina sinna
í heiðri. Jesús l)að um, að hans væri minst á
þessa leið, og hann bað um þelta rjett fyrir
dauða sinn. Hefir slikt ekki ábrlf á hjarta þitt?
Þegar þú gengur til altaris, þá oeitir þú Jesú
qleði. Hefir þú hugsað um þetta? Hve langt er
síðan þú þefir glatt Jesúm á þenna hált?
»Jeg skil ekki það, sem þar fer fram«, slik er
mótbára margra. En er þjer ekki nóg, að þar
mætir þú Krisli? Látum mennina deila um, í
hverju altarisganga sje fólgin. Jeg veit, að þar
fæ jeg áreiðanlega það, sem Ivristur ætlar mjer,
þar tek jeg á móti blessunargjöf frá honum.
Vjer nálgumst hann og gleðjum hann, en hina
sælustu gleði veitir hann oss.
Þegar jeg er mjög glaður, þá langar mig til
altaris, og þegar jeg er sorgbitinn, þá langar mig
að koma á hinn heilaga stað. En þannig er
einnig hið rjelta vinasamband, hinum heztu vin-
um segjum vjer frá hinni björtustu gleði vorri
og hinni sárustu sorg.
Þegar jeg krýp við náðarborðið berst sjerstök
kveðja til min persónulega, kveðja frá honum,
sem dó fyrir mig. Þess vegna get jeg ekki hugsað
lil þess að vera án hinnar heilögu máltiðar.
Svo endurnæring ekkerl ljer
sem clskan, Jesú minn, á þjer.
Föstudagurinn langi
ætli aldrei að fara svo fram hjá oss, að þakk-
lætið fyrir hina miklu fórn hefði ekki farið
vaxandi.
Það verða margir varir við hljúgar tilfinningar,
þegar talað er um Jesúm, allir kannast við Ijósa-
dýrðina á jólunum. Margir láta Jesú aðdáun i tje,
margir hafa sjeð hann »í bernskunnar sólbjörtu
hlíðum og i regnbogageislunum friðum«. Þeir
hafa engan sjeð fegurri og hreinni hjer á jörðu,
»en krossinn var hulinn, hann slóð þeim svo
fjarri«.
Kristindómur án krossins er kristindómur á
bernskustigi, en á því stigi getum vjer ekki lengi
lifað, annaðhvorl þroskumst vjer eða dej’jum.
Því nær sem vjer komum krossinum, þess betur
jnoskast samband vort við himininn. Þegar bar-
áttan hefst við myrkrið, þegar kross-skuggar og
harmaskúrir draga úr þreki voru, þegar sorg og
krossraun verður hörð og í hjarlanu blæðir hin
viðkvæma und, þá er oss ekki nóg að horfa á
góðan mann og djúpvitran spámann, en þá þörfn-
umst vjer jrelsara, þá finnum vjer, að vjer þurf-
um að kynnast honum, sem er píndur undir
Pontiusi Pilatusi, krossfestur, dáinn og grafinn,
stiginn niður til heljar og risinn á þriðja degi
aftur upp frá dauðum.
Hvar er hin sigursæla trú? Hún er hjá þeim,
sem á alvörustundum lífsins hafa horft á hinn
deyjandi frelsara og þá sagt: »Þetta gerði hann
fyrir mig«.