Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Qupperneq 4
4
PÁSKAKVEÐJA FRÁ K. F. U. M.
Hvar er það afl, sem fallinn reisir? Hvar er það
aíl, sem bæði molar tinnuklettinn og reisir við
reyrinn brotna? Það er hjá honum, sem hjekk
á krossinum og mælti: »Það er fullkomnað«.
Ættum vjer ekki á heilagri tilheiðslustund að
fljetta krans um krossinn?
Hinn alvarlegasti dagur kemur við hjá oss.
Guð gefi, að hann verði oss til blessunar, til
sjálfsprófunar og heilla sálum vorum.
Yikan er bráðum á enda. Hún ætli að enda i
heilagri kyrð.
Laugardagur fyrir páska
ætti að vera sjerstakur kyrðardagur. Jesús var
lagður í gröf. Kvöldhúmið færðist yfir og raddir
dagsins voru þagnaðar, og í kvöldkyrðinni sátu
vinir Jesú andspænis gröfinni og horfðu á hinn
stóra stein fyrir grafardyrunum. Þeim hefirsann-
arlega þá þótt lita illa út fyrir hinni kristnu trú.
Var ekki sem von og trú þeirra væri lögð i gröf?
Er ekki trú margra enn í gröfinni? Eru ekki
vonir margra greftraðar og horfa ekki margir á
stóran stein fyrir grafardyrum? Er ekki víða
kvöldhúm og vonleysi í hjarta?
En minnumst þess, að á eftir dymbildögum
og dimmum kvöldstundum er björt morgun-
stund í vændum, þá verður steininum velt frá.
Þarf ekki að velta steini frá hjá þjer? í lífi voru
er svo margt, sem þarf að rísa úr gröf. Ilugs-
um um það á siðasta kvöldi hinnar kyrru viku
og biðjum um dýrlega páskahátíð. Guð gefi, að hin
kyrra vika verði oss til blessunar. Guð gefi, að hin
dapra vika veki hjá oss slíkar hugsanir, að hin
bjarta vika, sem á eftirkemur, verði rfk af dýrð og
gleði. Notum heilagar og alvarlegar kyrðarstundir
til þess að búa oss undir dýrlega sólarupprás.
Bj. J.
Páskasigur.
Engillinn sagði: »Skelfisl eigi;
þjer leitið að Jesú frá Nazaret,
hinum krossfesta; hann er upp
risinn, liann er ekki lijer«.
(Mark. 1G., G.).
Það er sárt að sjá allar vonir sínar verða að
cngu, sjá fagrar byggingar hrynja skyndilega.
Jesús var tekinn höndum og deyddur á krossi,
en lærisveinarnir tvístruðust. Það var þá ekki
gott útlit fyrir kristna kirkju. Það hefði enginn
í .Terúsalem trúað því, að sigurinn mundi innan
skamms veitast hinum fáu. Nú var alt búið,
ljósið var sloknað og nóttin var skelfileg. Jesús
lá í gröfinni og lærisveinarnir voru grátandi, en
óvinirnir hrósuðu sigri og hafa eílaust sagt:
»Þetta var þá alt og sumt, alt er nú horfið, og
að litlum tima liðnum höfum vjer gleymt þessu
öllu«.
Mennirnir spá svo mörgu, en Guð ræður. Eftir
daprar nætur sáust geislar páskasólarinnar.
Páskakveðjan barst til hinna fáu: »Skelfist eigi;
.Tesús er upp risinn«. Þeir voru fáir, sem valdir
voru til þess að taka á móti jólaboðskapnum,
og þeir voru fáir, sem valdir voru til þess að
taka á móti páskakveðju.
Þannig fer Guð að. Hann þarf ekki að hafa
marga, til þess að sigurinn sje vís. Hernaðar-
þjóðirnar verða að hafa sem flesta. En Guð
byrjcir með hinum Jáu. Þetta benti Jesús vinum
sínum á, er hann sagði: »Vertu ekki hrædd,
litla hjörð, því að föður yðar hefir þóknast að
gefa yður ríkið«. — Páskarnir komu og þá varð
tvennskonar kraftaverk. Jesús reis upp frá dauð-
um, og lærisveinarnir gerbreyttnst, þeir urðu að
öðrum mönnum. Hið gamla var afmáð, alt var
orðið nýtt.
Áður titrandi eins og laufblað í stormi, nú
sterkar hetjur. Eitthvað stórkosllegt hlýtur að
hafa komið fyrir, úr því að þessir menn breytt-
ust þannig. Vjer vitum hvað það var. Hinn upp-
risni frelsari tók við stjórninni og bljes afli í
brotinn hálm.
En nú fór heimurinn að veita eftirtekt þvi afii,
sem hinir fáu menn höfðu eignast. Nú varð svo
margt að láta undan sannfæringarkrafti þeirra.
Nú komst heimurinn að raun um, að þeir voru
þjónar guðdómlegrar sigurhetju. Sigurinn var
þeim vís. Iiinir jáu sigruðu, og gerðu óvinina
að vinum Krisls. Það urðu páskar, þar sem
þessir menn voru á ferð. En á bak við þetta
alt var Jesús, hann fór með þjóna sína í óslit-
inni sigurför. Ilann heldur enn áfram sigurför-
inní. Nú eru þeir margir, sem halda páska og
tilbiðja Jesúm, menn af öllum þjóðílokkum,
sorgbitnir og deyjandi menn, beygðir og aldur-
linignir, glaðir og upplitsdjarfir menn, tápmiklir
æskumenn, ungir og eldri menlamenn víðsvegar