Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Side 5

Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Side 5
PÁSKAKVEÖJA erá k. f. u. m. um heiminn. Kristindómurinn hefir gjörbreytt svo mörgum. Á bak við er lifandi frelsari, vjer tilbiðjum ekki dauðan mann. Kristindómurinn breytir hverjum einstökum, og svo gefur hann hinum eina sigur yfir mörgum. Oss finnast þeir alt of fáir, sem i sannleika halda páska. En nú kemur enn einu sinni gleðileg hátíð og þessi skilaboð: »Skelfist eigi; Jesús er upp risinn«. En fær þá Drottinn að framkvæma kraftaverk i hjarta þínu? Ert þú meðal þeirra, sem páskarnir fá að gjörbreyta? Ef svo er, þá er sigurinn vis. Þá verða þessir páskar sigurháiíð. Það getur verið, að þú lesir þessi orð í ein- rúmi; þá er verið að kalla á þig, þá er Kristur að biðja um einn liðsmann. Það getur verið, að nokkurir tali saman um þau; þá er verið að kalla á þá og bjóða þeim að vera með í óslit- inni sigurför. Guð getur enn notað hina fáu, ef hann fær að gjörbreyta lífi þeirra. Guð fer enn að eins og að undanförnu, hann útvelur hina fáu og lætur trú þeirra vera það sigurafi, sem sigrar heiminn. Hann kallar á þig, lil þess að þú skulir fá hlutdeild í siguraflinu og hefja hált ljóssins fána i liði frelsarans. Henrik Ibsen hefir sagt: y>Einn með Gnði, þar er meiri hlutinn«. Mjer þykir vænt um þessi orð, kristnir menn vita, að þau eru sönn. Látum ekki páskana fara fram hjá, án þess að vjer breytumst, en hermönnum Krists er sig- urinn vís. Enn mun svo fara, að hinir fáu sigra hina mörgu og gera þá að vinum Krists. Tökum á móti styrkjandi páskakveðju. Hræð- umst engin sorgarsár, sjerhvért bráðum þornar tár. Guð gefi oss öllum gleðilega páskahátið 1 fíj. J. Jpegar Jesús slæst i förina, breytist hrygð i gleði. Á páskadaginn voru tveir ungir menn á ferð frá Jerúsalem lil þorps nokkurs þar i grend, að nafni Emmaus. Þeir voru daprir og hljóðir, þvi þeir þjuggu yfir þungum harmi. Á föstudaginn langa höfðn fagrir æskudraumar þeirra og bjartar vonir brugðist. Þeir gátu þvi ekki tekið þált i hátíðagleðinni, en leituðu einveru og kyrðar í hinu litla, afskekta þorpi. Þá var það, að sjálfur Jesús nálgaðisl þá og slóst i ferð með þeim. En augu þeirra voru haldin, svo að þeir þektu hann ekki. Og hann sagði við þá: Hvaða samræður eru þetta, sem þið hafið ykkar á milli á leið ykkar? Og þeir námu staðar daprir í bragði. Og annar þeirra, að nafni Kleófas, svaraði og sagði við hann: Ert þú eini aðkomumaðurinn i Jerúsalem, sem veist ekki hvað gerst hefir þar þessa dagana? Og hann sagði við þá: Hvað þá? En þeir sögðu við hann: Það um Jesús frá Nazaret, sem var spá- maður, máttugur i verki og orði fyrir Guði og öllum lýðnum; hvernig æðstu prestarnir og höfð- ingjar vorir framseldu hann til dauðadóms og krossfestu hann. En vjer vonuðum að hann væri sá, er leysa mundi Israel. Já, og auk alls þessa er i dag þriðji dagurinn síðan þetta bar við. Enn fremur hafa konur nokkrar úr vorum fiokki, er árla voru við gröfina, gjört oss forviða. Þær fundu ekki likamann, og komu og sögðu, að þær hefðu jafnvel sjeð engla í sýn, sem liefðu sagt hann lifa. Og nokkrir af þeim, sem með oss voru, fóru til grafarinnar, og fundu alt eins og konurnar höfðu sagt, en bann sáu þeir ekki. Þá sagði hann við þá: Ó, þjer heimskir og tregir i hjarta til að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Átti ekki Ivristur að líða þetta og ganga inn i dýrðina? Þannig hljóðaði þetta merkilega samtal. Og nú vitum vjer hvernig fór. Jesús byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim í öll- um ritningunum það er bljóðaði um hann, og sannaði þeim og sannfærði þá um, að alt þetta hefði átt svo til að ganga. Og timinn leið og harmur þeirra eyddist og glaðir og ljettir í lund komu þeir til þorpsins, og fengu Jesúm til að fara inn með þeim, og er hann sat til borðs með þeim, og tók brauðið, blessaði og braut það og fjekk þeim, þektu þeir hann, en þá hvarf hann þeim sýnum. En þeir stóðu upp og hurfu aftur glaðir í bragði til Jerúsalem og hittu þar hina lærisveinana. Og nú höfðu þeir eignast var- anlega páskagleði, hrygð þeirra breyzt í fögnuð. Því nú hafði trú þeirra fengið hinn rjetta, óbifan- lega grundvöll. Nú vissu þeir, að Jesús var upp- risinn og lifandi og deyr ekki framar. Nú var þungum steini velt frá brjóslum þeirra. Nú var

x

Páskakveðja frá K.F.U.M.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.