Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 7
Þ J Ó Ð M ÁL 7 ; ar, að Alþýðubandalaginu sé stjómað af kommúnistum og að þeirra markmið sé að koma á hér þjóðfélagskerfi, sem ég get ekki kennt við lýðræði, hins veg- ar held ég að það væri ákaflega fróðlegt að fá viðbrögð forystu- manna Alþýubandalagsins við þeirri kenningu Ólafs Ragnars, að Alþýðubandalagið sé hægri sinnaður sósíaldemókrataflokkur. Ég veit ekki til þess að það hafi komið fram neinar kröfur um það að efla vamarstöðina hér eða fjölga varnarstöðum í land- inu. Ekki varnarher ÓRG.: — Mér þótti mjög vænt um að fá þetta fram hjá Styrmi, það var nú einmitt yfirlýsing af þessu tagi, sem ég var að fiska eftir. Á annan bóginn er því haldið fram að herinn eigi ekki að fara, vegna þess að á síðustu áratugi þá hafi herstyrkur Sov. étríkjanna hér á hafinu í kring- um okkur eflst svo stórkostlega. Vígbúnaður þeirra svo stórkost- legur að það sé yfirvofandi hugs anleg árásarhætta frá Sovétríkj- unum. Þess vegna verði herinn að vera hér. Á sama tíma og þessi þróun hefur gerst hjá Sov- étríkjunum, þá hefur fækkað í herstöðinni héma á Islandi. Mér er spurn, hver er hinn ábyrgi málflutningur svokallaðra lýð- ræðissinna, sem telja sig fyrst og fremst hafa hagsmuni þess, að landið sé varið. Ef þeir vilja ekki setja fram, þegar þessar stað- reyndir blasa við, kröfu til Bandaríkjanna um það, að þau sýni ekki það ábyrgðarleysi að fækka í hernum. ---------þið þessir svokölluðu ábyrgu menn (StG o. fl.), þið viljið ekki efla varnir landsins. Þið viljið sætta ykkur við það, að þessi stöð sé fyrst og fremst áfram eftirlitsstöð í varnarkerfi Nato og Bandaríkjanna. Ef að þið settuð fram þá röksemd að her- inn ætti að vera hér vegna þess að við ættum að gegna skyldum okkar við Atlantshafsbandalagið, þá væri samræmi I ykkar mál- flutningi. En halda því fram, að stöðin sé hér til að verja Island fyrir árás frá Sovétríkjunum, er fjarstæða. Þvi eðli hersins sem hér er ekki þannig, þetta er ekki varnarher. Aðeins f/rsta vörn StG: — ÓRG virðist alls ekki skilja á hverju vamir landsins eru byggðar og hvernig þær eru hugsaðar. Hann virðist alls ekki skilja það að varnarliðið sem hér er og hefur verið hér síðan 1951, að það er alls ekki hugsað á þann veg, að það lið sem slíkt, geti haldið uppi fullum vörnum í landinu, ef til árásar kemur. Ætlunin er að flytja hingað fjöl- mennara lið ef til styrjaldarátaka kemur. Þetta er aðeins fyrsta vöm, sem þessu liði er ætlað að veita. Með nákvæmlega sama hætti og vamir Norðmanna, sem byggjast fyrst og fremst á þeirra eigin herliði. Þær eru hugsaðar sem fyrsta vörn og allt vamar- kerfi Norðmanna er byggt upp á því, að þegar í stað komi hjálp frá Bandaríkjunum og frá ýms- um öðrum aðildarrikjum Atlants- hafsbandalagsins. Þetta er í sjálfu sér nákvæmlega sama um ríkin í Mið-Evrópu, að hugsunin er sú að þeim komi til hjálpar mikið lið, bæði frá Bandarikj- unum og Kanada. Keflavíkursjónvarpi á að loka. — — — ég er þeirrar skoð- unar og hef verið það í nærri áratug, að það eigi að loka þessu sjónvarpi spm varnarliðið rekur á Keflavíkurflugvelli. Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja, úr því við höfum nú vinstri stjóm í landinu, höfum vinstrisinnaðan menntamálaráð- herra, hvers vegna þetta hefur ekki verið gert. Þetta var þó gert á tímum viðreisnarstjórnarinnar, þá var Keflavíkursjónvarpið tak- markað við völlinn með ákveðn- um aðgerðum. Síðan hefur þar orðið breyting á og núverandi rikisstjórn hefur ekkert gert til þess að breyta þessu ástandi. ÓRG: — Það er alveg rétt hjá þér, það er henni til vansa. Svikabrigsl aigjörlega ósæmileg. Kristján Friðriksson: — Það stendur að það skuli endurskoða hervarnarsamninginn og það eru allir sammála um að gera það — eða segja honum upp, já, og stefnt skuli að þessu og þessu. En það er ekki sama að stefna að einhverju og lofa að gera eitthvað. Það er reginmunur á því og þetta er einmitt sett inn þarna sem málamiðlun, vegna þess, að þessir flokkar em ekki sammála um það, hvernig fara eigi að. Þessi svikabrigsl á ríkis- stjórnina og ráðherra Framsókn- arflokksins í þessu sambandi eru algjörlega ósæmileg. Þeir hafa engu lofað.-----— Þar stendur að herinn eigi að fara. ÓRG:---------Ég held að allur almenningur í landinu hafi skilið ákvæðið í málefnasamningnum þannig, að það þýddi það að brottför hersins á kjörtímabilinu væri markmið. Það ætti að reyna að ná því markmiði. Sú túlkun kom mjög greinilega fram á fyrstu mánuðunum eftir að rík- isstjórnin var mynduð. --------Jafnvel þó Kristján vilji halda sig við það, að mál- efnasamningurinn sé óljós, þá er samt sem áður stefna flokks okk- ar, Framsóknarflokksins, algjör- lega skýr. Þar stendur að herinn eigi að fara. Þar er ekkert um að stefnt skuli, þar stendur að hann eigi að fara. Það er kjarni málsins. Kristján og félagar hans hafa skorað á forystu Framsókn- arflokksins og ríkisstjórnarinnar, að svíkja stefnu flokksins. Stefnu sem hefur verið ítrekuð á tveim- ur flokksþingum. Það finnst mér ekki lýðræðislegt hjá mönnum, sem telja sig vera lýðræðissinna, að gefa yfirlýsingu um það að stefna sem mótuð er af fólkinu í flokknum, hana eigi að svíkja. Á varnarliðið að fara? StG:---------vil beina þeirri fyrirspurn til þeirra þriggja svo kölluðu hernámsandstæðinga sem hér eru, og sem ég geng út frá að séu stuðningsmenn núver- andi rikisstjórnar — vil fá að vita um viðbrögð þeirra vegna yfir- lýsingar Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum, en hann hefur nú í fyrsta skipti talað um varnarmálin að ráði og látið hug sinn í ljós. Hann segir í fyrsta lagi — á fundi hjá Framsóknarfélögunum f Reykjavík — að það beri alls ekki að skilja málefnasamning stjórnarflokkanna þannig, að varnarliðið eigi að fara á kjör- tímabilinu. Hann segir að ef það hafi verið ætlunin, þá hefði það verið sagt hreint út og skilyrðis- laust. Hann segir í öðru lagi að það sé hægt að ná þeim markmið um sem málefnasamningurinn stefnir að, án þess að gera nokkr ar breytingar á núverandi varn- arsamningi við Bandaríkin. Trúir ekki ritstjóra Tímans ÓRG: — Ég skal alveg svara þessu strax. Ég vil frekar hafa í gildi þau orð sem forsætisráð- herra mælti á Alþingi skömmu fyrir jól, að það sem væri mark- miðið með samningaviðræðunum við Bandaríkin væri að skapa hér það ástand sem ríkti 1949—1951, þegar Island hafði gengið i Nato, en hér var ekki kominn banda- rískur her. Þessu lýsti hann skýrt yfir á Alþingi og ég tek meira mark á þeim orðum held- ur en endursögn Tómasar Karls- soar á ummælum Ólafs Jóhannes sonar á fundi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. — Ég er ósammála þeirri túlkun sem Tómas Karls- son hefur eftir Ólafi Jóhannes- syni og ég tel að hún sé ekki rétt og ég trúi því ekki að þar sé rétt með farið. StG: — En ef hún er rétt? ÓRG: — Þá tel ég að hún sé röng og ég er algerlega ósam- mála henni.---------- StG :— Nú segir æðsti maður hennar (þ. e. ríkisstj.) þetta. ÓRG: — Ég trúi því ekki að forysta Framsóknarflokksins ætli nú í þessu máli að fara að taka upp sams konar málflutning og Kristján Friðriksson, Tómas Karlsson og aðrir félagar þeirra í hópi 170-menninganna hafa haldið uppi. Ég trúi því þangað til annað kemur skýrt fram, að forysta Framsóknarflokksins ætli að standa við stefnu flokksins og ríkisstjórnarinnar. StG: — Trúirðu því að ummæli forsætisráðherra, formanns Fram sóknarflokksins, séu fölsuð í for- ystugrein í málgagni Framsókn- arflokksins, í þínu málgagni? ÓRG: — Það hefur nú svo margt komið fram í forystugrein um Tómasar Karlssonar, að ég yrði nú ekki hissa á því þó að hann hefði snúið þessu eitthvað við. Allur heimurinn fordæmir hina svívirðilegu aðför vald- hafanna í Kreml að rithöfund- inum Solzhenitsyn. Honum hef ur nú verið hent út úr heima- landi sínu og hann sviptur borgararéttindum þar, fyrir þær sakir að rita bækur, sem lýsa því stjórnkerfi, sem þar ríkir og hefur ríkt. í umræðuþætti í sjónvarpinu skömmu áður en þessir atburð- ir gerðust var fjallað um síð- ustu bók Solzhenitsyn og þau áhrif, sem útkoma liennar hafði á valdhafana í Kreml. í þessum þætti sagði Magnús Torfi Ól- afsson, menntamálaráðherra m. a.: „Það er sjálf tilvera þessa manns, sem er óþolandi fyrir kerfið, sem þar ríkir. Þessi mað ur er búinn að sýna það, að hann ræður yfir slíkum sálar- styrk að hann er ekki meðfæri þess kerfis, sem þar ríkir.“ Sá einstæði atburður gerðist skömmu eftir að þessum um- ræðuþætti var útvarpað, að sendimaður Sovétstjórnarinnar á Islandi bar fram mótmæli sendiráðsins vegna ummæla menntamálaráðherra í þættin- um við utanríkisráðuneytið. Slík framkoma ber þess merki að scndiráðsmönnum Rússa sé það ekki ljóst að hér á landi ríkir skoðanafrelsi, málfrelsi og ritfrelsi. Mótmæli af þessu tagi eru hins vegar í fullu samræmi við framkomu Sovétstjórnarinn ar í þessu máli öllu. Við frá- biðjum okkur hins vegar þess konar afskiptascmi. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra Óþolandi afskiptasemi sendiráðs Rússa

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.