Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 21.02.1974, Blaðsíða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Fimmtudagurinn 21. febrúar 1974 4. tbl. UMRÆÐA UM VARNARMÁLIN Sjá bls. 6 og 7 Ríkisstjórnin leggur sinn skerf til Inusnar vinnudeilnunnu: Miklar kjarabætur í formi skatta- breytinga og úrbætur í húsn.málum Tekjuskattur lækkaður um 40-45% Lífeyrissjóðirnir verðtryggðir að hluta Félagslegar framkvæmdir í húsnæðis- málum stórauknar Verkfall þaö sem boðað hafði verið s. I. þriðjudag kom ekki til framkvæmda vegna þess að launþegasam- tökin ákváðu að fresta því þar til á laugardag. Hér varð þó ein undantekning á, þar sem verslunarmenn tóku sig út úr heildarsamtökunum og fóru í verkfall þann 19. Félagsmálaráðherra, Björn Jónsson, hefur tekið þátt í samningagerð deiiuaðila og er það nýlunda hér á landi að ráðherra taki þannig beinan þátt í því að leysa kjaradeilu. Björn Jónsson ræddi við blað- ið á þriðjudaginn, og sagði hann m. a.: — Það voru þrír þættir í krófugerð launþegasamtakanna, sem sneru beint að ríkisvaldinu: Kröfurnar í skattamálum, um- bætur í húsnæðismálum og um vinnuverndarmál. Um stöðuna núna er það að segja að algjörlega hefur verið gengið frá aðgerðunum í hús- næðismálunum. Þar eru aðalatr- iðin þessi: Þriðjungur af áætlaðri íbúðarþörf landsmanna leyst á þessum grundvelli Að auka stórkostlega íbúða- byggingar á félagslegum grunni fyrir efnaminna fólk. Stefnt verði að því að á árunum 1976— 1980 verði eigi minna en þriðj- ungur af áætlaðri íbúðaþörf landsmanna leyst á þessum grundvelli. Þessar ibúöir yrðu: Verkaniannabústaðir, söluíbúðir, eins og þær, sem reistar hafa verið á vegum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar í Reykjavík og leiguíbúðir á veg- um sveitarfélaga eða annarra að- ila. Gert er ráð fyrir því að launa- skattur, sem rennur í Bygging- arsjóð ríkisins, verði hækkaður í 2%, til þess að Byggingasjóði verði kleift að standa undir lán. veitingum vegna aukinna bygg- ingaframkvæmda. Ennfremur er gengið út frá því að lifeyris- sjóðir stéttarfélaga taki þátt í fjármögnun þessara félagslegu bygginga sem nemur 20% af Framhald á bls. 11 Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri: Sameiginlegt framboð Al- þýðuflokksins og Samtaka vinstri manna Nokkru fyrir áramót komu nefndir frá Samtökum vinstri manna á Akureyri og Alþýðu- flokksfélögunum á Akureyri saman til fundar til að kanna möguleika á sameiginlegu fram boði þessara aðila við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Kom strax í ljós áhugi beggja í þessu efni og var ákveðið að halda viðræðum áfram eftir áramót. Nú hafa trúnaðarmannaráð beggja flokkanna samþykkt með samhljóða atkvæðum, að framboð verði sameiginlegt. Samkomulag er um, að full- trúar Alþýðuflokksins skipi fyrsta sæti og síðan annaðhvort sæti á framboðslistanum, en fulltrúar Samtaka vinstri manna annað sæti og síðan á ima hátt annaðhvort sæti. Þá hefur verið ákveðið að óska eftir því, að listabókstafur verði sá sami og hjá hliðstæðum lista í Reykjavík. Sameiginleg stefnuskrá hefur verið undirbúin og fleira, sem ákveða þarf í sambandi við undirbúning kosninganna. Ennþá hefur hvorugur flokk anna gengið endanlega frá vali frambjóðenda, en unnið er að því, og miðað við að framboðs- listinn verði tilbúinn um næstu mánaðamót. Taka sæti á Alþingi Nýlega tóku sæti á Al- þingi tveir varaþingmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Hjördís Hjör- leifsdóttir tók sæti Hanni- bals Valdimarssonar og Halldór S. Magnússon sæti Karvels Pálmasonar. Halldór S. Magnússon HJördís Hjörleifsdóttir

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.