Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 14
14 ÞjOÐMÁL Einar Þorsteinn: Skipulags- og húsnæðismál borgarinnar Framhald af bls. 4 aðrir nota það bragð að byggja tvær íbúðir. Tvær stðrar íbúðir i hús þar, sem aðeins var leyfi fyrir einni, jafnvel þó að önnur íbúðin fáist ekki þinglýst. Önn- ur er síðan seld. Allir þessir græða milli eina og tvær mill- jónir í skiptunum allt eftir því hve íbúðin var stór. Þannig get- ur maður, sem er svo vel inní kerfinu, að hann fær úthlutað 3var sinnum á 10 árum fjár- magnað eigin íbúð á þeim muni, sem er milli kostnaðar- verðs íbúðar og söluverðs. Þetta mun ekki algengt, en nokkur dæmi eru þess að menn hafa fengið úthlutað tvisvar á tíu ára tímabili. Þessir eru ekki að hugsa um þá, sem einnig sóttu um lóð til úthlutunar, og einungis ætl- uðu að byggja yfir sjálfan sig, en fengu synjun sökum þess hve margir sóttu um. Þeir hin- ir sömu spyrja ekki um ná- ungann. Hjá þeim gilda lög- frumskógarins og þeir eru ör- ugglega taldir duglegir við „að koma sér áfram“. En þegar vel er að gáð, er ekki við neina einstaklinga um þetta að sakast. Hegðun manna er ekkert annað en endurspegl- un þjóðfélagsins. Á því sjálfu þarf að verða breyting. Á sviði húsnæðismála þarf að gefa ein- staklingnum tækifæri til þess að leggja fyrir fé, verðbólgu- helt fé, í langan tíma til kaupa á íbúð. Þetta þarf að gerasi án þess að hann flækist í neti falsks verðmætamats. Nú skyldi maður ætla, að sá sem úthlutar lóðunum, þ. e. borgaryfirvöld, hefðu einhvern áhuga á því hvort allir, sem út- hlutun fengu uppfyltu úthut- unarskilyrðin eftir á. Það er, að byggja íbúðina og búa síðan 1 henni tilskilinn árafjölda. En svo er þó ekki. Með þessu stuðla borgaryfirvöld að áfram haldandi misrétti í þessum mál um, og ýta ekki undir heiðar- leikakennd borgaranna: Ef einn kemst upp með svik því þá ekki annar? Sem afleiðing af þessu fer heldur enginn leynt með gróðastarfsemi sína og fleiri falla í freistni. Meðan ekki er unnt að veita öllum úthlutun, sem rétt eiga á henni, verður að telja það algerlega forkastanleg vinnu- brögð að leyfa nokkrum að græða á þeirri mismunun, sem beita verður. Það ætti að vera augljóst, að fólk, sem ekki fær úthlutun í einu hverfi, sem það kýs þó helst að búa í, verð- ur síðan að kaupa íbúð eða hús af þeim, sem úthlutun fékk til þess eins að græða. Það er því ekki borgin, sem gefur milljón- irnar heldur þeir sem ekki fengu úthlutun. Það ætti að vera nokkuð sanngjörn krafa, að borgin hafi eftirlit með þeim íbúðum, sem úthlutað er. En fyrst þarf að viðurkenna að úthlutun gerir sumum borgurum forréttindi. Við misnotkun þeirra forrétt- inda á að láta viðkomandi svara til saka, t. d. með því að aftur- kalla úthlutunina. Með því að hindra ekki rang- læti einungis skapað margfalt meira ranglæti. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 28. febrúar, 1974. Styrkir á sviði umhverf ismála Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1974 veita nokkra styrki til fræði- rannsókna á vandamálum varðandi opinbera stefnumótun á sviði umhverf- ismála. Gert er ráð fyrir, að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi. Styrkirnir miðast við 6-12 mánaða fræðistörf. Fjárhæð hvers styrks getur numið allt að 200.000,00 belgiskum frönkum. Nánari upplýsingar veitir utanrikis- ráðuneytið. Umsóknum skal skilað i utanrikis- ráðuneytið fyrir 31. marz n.k. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Svæfingadeild Borgar- spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá l.main.k. eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur. Upplýsingar um stöðuna veitir yfir- læknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 1. april n.k. Reykjavik, 4. marz 1974 Heilbrigðismálaráð Reyk ja víkur bor gar. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR ósk- ast til starfa á RÖNTGENDEILD hið fyrsta. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. RITARI óskast i hálft starf nú þeg- ar. Vinnutimi er siðari hluta dags. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. TRÉSMIÐUR, með reynslu i verk- stæðisvinnu óskast til starfa nú þegar. VERKAMAÐUR óskast til ýmissa starfa nú þegar. Upplýsingar veitir tæknifræðingur rikisspitalanna, simi 11765 eða umsjónarmaður Landspitalans, simi 24160. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 1. marz 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Niðurstööur af athugun Hag- rannsóknadeiidar Framkvæmda- stofnunar eru þær, að þrátt fyrir miklar verðhækkanir á ýmsum sviðum frá. þvi að skýrsla rann- sóknarráðs var gerð hefur hag- kvæmni fyrirtækisins heldur styrkst. Áætlaður stofnkostnaður verksmiðju hefur hækkað úr 12. 24 milljónum US$ upp í 14.36 milljónir US$ miðað við verðlag í október síðast liðinn. Árlegur rekstrarkostnaður hefur hækk- að úr 1.72 millj. US$ samkvæmt áætlun Rannsóknarráðs ríkisins upp í 2.32 millj. US$ samkvæmt áætlun Hagrannsóknadeildar og er það aðallega vegna hækkana launaliða á þessu tímabili. Af- urðaverð hefur hins vegar einnig hækkað hlutfallslega mikið og niðurstaðan er sú, að reiknað er með, að fyrirtækið skili 20% ár- legri ávöxtun stofnfjár fyrir skatta miðað við það, að fyrir- tækið standi ekki undir stofn- kostnaði af vegagerð og mann- virkjagerð við útflutningshöfn. Þessi ávöxtun verður að teljast allgóð og eru allar horfur á því að samkeppnisstaðan batni fremur en hitt, því þau erlendu fyrirtæki, sem framleiða sömu afurðir og saltverksmiðja með eimingu hljóta að verða mun meira fyrir áhrifum hækkandi orkuverðs en hérlent fyrirtæki, sem byggir á nýtingu jarðvarma. Að mati minu virðist því ekk- ert því til fyrirstöðu að hafist verði handa um undirbúning, sem miðar að framkvæmdum og hefur iðnaðarráðuneytið byrjað athugun á því með hvaða hætti staðið yrði að málinu og mun málið verða tekið upp i ríkis- stjórn fljótlega. Stofnun hlutafélags um þörungovinnslu við Breiðafjörð Samkvæmt lögum nr. 107 27. desember 1973 um þörungavinnslu við Breiðafjörð hefur verið ákveðið að stofna hlutafélag er reisi og reki verksmiðju að Reykhólum við Breiðafjörð til vinnslu á þörungum eða efnum úr þörungum. Akveðið er að aðild sé heimil öllum einstaklingum eða fé- lögum, sem áhuga hafa,og geta stofnendur skráð sig fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavik, fyrir 8. mars n.k. Lágmarkshlutafjár-framlag er kr. 10.000,—og er að þvi miðaö að 1/4 hlutafjárloforðs greiðist innan viku frá stofnfundi. Athygli skal vakin á, að skv. 4. gr. tilvitnaðra laga geta hluthafar I Undirbúningsfélagi þörungavinnslu, sem stofnað var skv. lögum nr. 107/1972, skipt á hlutabréfum sinum i þvi félagi og jafngildi þeirra i hlutabréfum i hinu nýja hlutafélagi. Stofnfundur verður haldinn föstudaginn 15. mars n.k. kl. 10.00 i fundarsal stjórnarráðsins á þriðju hæð i Arnarhvoli. I \ Embætti borgarlæknis er laust til um- sóknar. Embættið veitist frá 1. júli 1974. Laun samkv. kjarasamningi Reykjavik- urborgar og Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu minni eigi siðar en 10. april 1974. 26. febrúar 1974. Borgarstjórinn i Reykjavik. Ifj Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskiptavinum vorum, að malarsala i Leirvogstungu hættir frá og með 1. april nk. Með þökk fyrir viðskiptin. Gatnamálastjórinn i Reykjavik Laust embætti Sjóefnaverksmiðja Framhald af bls. 1 2) Hvenær er þess að vænta, að fullnaðarniðurstöður liggi fyr- ir, þannig að unnt sé að taka ákvörðun um það, hvort og með hvaða hætti verksmiðjan yrði byggð? Rannsóknarráð ríkisins skilaði skýrslu sinni um 250.000 tonna saltverksmiðju á Reykjanesi haustið 1972. Meginniðurstöður voru þær að bygging og rekstur slíkrar verksmiðju væri tækni- lega gerleg og fjárhagslega hag- kvæm. Vísaði rannsóknarráð mál inu síðan til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ákvað að leita nákvæmra umsagna um málið og fól Verkfræðistofu Sigurðar Thor oddsen að framkvæma athugun á tæknilegum hliðum málsins, og Hagrannsóknadeild Framkvæmda stofnunar að kanna viðskiptalega og hagræna þætti. Voru þessar athuganir, sem urðu allumfangs- miklar, unnar á s.l. ári og barst endanleg umsögn Hagrannsókna- deildar um s. 1. mánaðamót. Hin tæknilega athugun máls- ins, sem Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen vann í samvinnu við bandaríska ráðgjafafyrirtæk- ið DSS-Engineering, leiddi í ljós , að allar meginforsendur og tæknilegt fyrirkomulag, sem gert er ráð fyrir í skýrslu rannsókn- ráðs haf a staðist og eru í sam- ræmi við niðurstöður tæknilegra rannsókna á hliðstæðum verk- efnum annars staðar. Síðan eru gerðar tillögur um uppbyggingu verksmiðjunnar í þrepum á sjö ára tímabili og um nauðsynlegar vinnslutilraunir á undirbúnings- og hönnunartímaum.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.