Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Miðvikudagurinn 6. mars 1974 5. tbl. Getur ekki orða bundist lengur - ræða Hjördísar á Alþingi bls. 6 og 7 Lögbannsmál Bjarna og félaga: MÁLSHOFÐUN OLOGMÆT I síðustu viku var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli því, sem Bjarni Guðnason og nokkrir félagar hans höfðuðu í nafni Samtaka frjálslyndra í Reykjavík gegn Guðmundi Bergssyni og þeim stjórnarmönn- um öðrum, sem höfðu tekið við stjórn félags- ins eftir ákvörðun félagsfundar, en þeirri á- kvörðun vildi Bjarni og félagar ekki hlýða. Úrslit málsins urðu þau, að málinu var vísað frá á þeim forsendum, að þessi málshöfðun í nafni félagsins væri ólögmæt og brottvikn- ing Bjarna úr samtökunum hefði verið lögleg. Framhald á bls. 13 Guðmundur Bergsson, formaður SF f Reykjavík. 1 Frá jarðhitasvæðlnu á Reykjanesi. Sjóefnaverksmiðja á Reykjanesi er arðbært fyrirtæki Nú er lokið tæknilegum og f járhagslegum athugunum á byggingu sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi. Niðurstöð- ur eru þær að það sé tæknilega framkvæmanlegt að byggja verksmiðju, sem framleiði 250.000 tonn af salti árlega og að rekstur verksmiðjunnar sé fjárhagslega hagkvæmur. — Þessar upplýsingar komu fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Halldórs S. Magnússonar á ASþingi í síðustu viku. og Nú er lokið tæknilegum fjárhagslegum athugunum á byggingu sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi. Niðurstöður eru þær að það sé tæknilega framkvæm- anlegt að byggja verksmiðju, sem framleiði 250.000 tonn af salti árlega og að rekstur verk- smiðjunnar sé fjárhagslega hag- kvæmur. Þessar upplýsingar komu fram í svari iðnaðarráð- herra við fyrirspurn Halldórs S. Magnússonar á Alþingi s. 1. mánudag. Áætlaður stofnkostnaður verk- smiðjunnar er rúmlega 1220 millj. kr. Árlegur rekstrarkostn- aður er áætlaður um 200 millj- kr. og gert er ráð fyrir að fyrir- tækið muni skila um 20% ár- legri ávöxtun stofnfjár. Það, sem nú liggur fyrir, er að kannað verði með hvaða hætti unnt sé að fjármagna byggingu verksmiðjunnar. Þess er að vænta að ríkisstjórnin hefji þá athugun innan tíðar. Framleiðsla verksmiðjunnar byggist á því að meS borunum fæst gufa og jarðsjór. Gufan er síðan notuð til þess að vinna ýmiss efni úr jarðsjónum. Þau helstu eru salt, kalsium-klóríð og kalíumklóríð. Gert er ráð fyrir að verksmiðja af þeirri stærð, sem áætlað hefur verið muni fullnægja þörf innanlands fyrir fisksalt, og nokkuð verði flutt út af því, fyrst og fremst til næstu nágrannalanda. Hér fer á eftir fyrirspun Hall- dórs S. Magnússonar til iðnaðar-" ráðherra og svar ráðherrans. 1) Hvað líður rannsóknum vegna byggingar og rekstrar sjó- efnaverksmiðju á Reykjanesi? Framhald á bls. 14 Vinnudeilum aflétt: Kjarasamningar gerðir til 2ja ára Eins og alkunna er, tókust samningar í vinnudeilunum miklu mánudaginn 25. febrúar s.l., er fólu m. a. í sér allt að 25% launahækkun á samnings- greindum við frá þeim kjara- bótum í formi skattalagabreyt- inga og úrbóta í húsnæðismál- um, sem ríkisstjórnin lagði fram og áttu vissulega sinn tímabilinu, auk margra annara veigamikla þátt í lausn vinnu- mikilvægra kjaraatriða. deilunnar. í næsta blaði mun- Þá hafa þau tíðindi gerst, að um við skýra nánar frá megin- ríkisvaldið hefur fallist á atriðum kjarasamninganna, en nokkrar breytingar á samningi Margrét Auðunsdóttir, fyrrv. þess og BSRB til samræmis við formaður Sóknar, sem átti sæti hina ný.iu kjarasamninga í 30-mannanefnd ASl, gerir verkalýðsfélaganna. þessum málum skil í grein. í seinasta tólublaði Þjóðmála

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.