Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 15

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 15
ÞJOÐMÁL 15 Að fortíð • • • — Framhald af bls. 9 Lauganes var kirkjustaöur um eða yfir 600 ár, kirkjugarðurinn er friðaður og sagt er að í þeim garði sé Hallgerður langbrók grafin, hún átti Lauganes og sögð hafa búið þar síðustu ár ævi sinnar. Þar var reist biskups- setur árið 1826 og var það til ársins 1856 eða í 30 ár. Þarna sátu tveir biskupar Steingrímur Jónsson og Helgi Thordarsen. Árið 1898 var reistur Holds- veikraspítali í Lauganesi, sem Oddfellowreglan í Danmörku gaf. Stóð hann í nær hálfa öld og hafði þá nær því verið unninn sigur á holdsveikinni hér á landi. Þetta var mikið og veg- legt timburhús, en á hernáms- árunum lögðu Bretar það undir sig — en það brann ofan af þeim. Það mun æði margt sem má um Lauganes segja sem merkan stað og verðugan þess að veglega verði með hann farið af hendi Reykjavíkurborgar. Geta má þess að margir merkir menn hafa átt Lauganes og ég nefni Ögmund biskup Pálsson. Fyrsta tilraun til hitunar húsa með jarðvatni. Auk þess sögulega, sem svífur yfir Lauganesi mega Reykvíking- ar einnig minnast þess yls, sem þaðan kom og kemur. Jarðhitinn er Reykvíkingum eitt það, sem vart verður metið að verðleikum, en hin fyrsta tilraun til hitunar húsa með jarðvatni var einmitt gerð í landi Lauganess og með svo góðum árangri að enn er áfram haldið. Lauganes á sér. stöðu, sem býli allt frá landnámi. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður GEÐÐEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS: YFIRHJGKRUNARKONA óskast til starfa frá og með 15. april n.k. Umsóknarfrestur er til 13. marz n.k. Upplýsingar veitir forstöðu- kona Landspitalans, simi 24160. BLÓÐBANKINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa hið fyrsta. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir yfirlæknir, simi 2§511. KLEPPSSPÍTALINN: HJCKRUNARKONUR óskast til starfa við spitalann nú þegar. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 38160. AÐSTŒ)ARMENN við hjúkrun sjúklinga óskast til starfa nú þeg- ar. Upplýsingar veitir forstöðukon- an, simi 38160. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 1. marz 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Myndin hér til hliðar er af þriggja tonna súðbyrðing, sem stendur inn á Laugarnesi. Bát- urinn, sem ber nafnið Norður- ljósið, er smíðaður í Bolunga- vík 1939 af Sigmundi Falssyni. Væri ekki veröugt verkefni að vernda þennan bát, þar sem hann er í góðu ásigkomulagi? Þar var einnig útræði og enn sést annað uppsátrið, þar sem er Sjávarhólavör — allt þetta gefur manni tilefni til ýmissa hugrenn inga um framtíð Lauganess — og því legg ég til í tillögu minni að það verði verndað og byggt upp svo sem staðurinn gefur til- efni til og hann verðskuldar. Annað býli sem ég nefndi er Leynimýri í öskjuhlíð. Jörðin er erfðafestuland í eigu Reykjavík- urborgar, gamla túnið er 4 hekt- arar að stærð. Leynimýri í Öskjuhlíð var áningastaður. Núverandi hús er byggt um aldamótin af Jónatan Þorsteins- syni trésmið, húsið er steinhús með sænsku þaki og sérstætt að því leyti að undir því er flórhús, en fjósið var upphaflega í helm- ing efri hæðar hússins. Núver. andi ábúandi Björn Andrésson tók við jörðinni árið 1930 og fyrstu 17 árin byggði hann af- komu sína einvörðungu á bú- skapnum. Á undan honum bjó þar Jón Einarsson, bóndi. Jörð- in liggur í laut í öskjuhlíðinni og nafnið Leynimýri mun upp- haflega vera komið af því að hestar hafa gjarnan leynst þar, en Fossvogsdalurinn var hag- lendi ferðafólks, er átti leið milli Reykjavíkur og Suðurnesja og Leynimýri var þá áningarstaður. Hér hefur stuttlega verið vikið að liðinni tíð viðkomandi þessu býli — en spurningin er hver verði framtíðarskipan á þessum stað. Tillaga er sögð liggja fyrir hjá Skipulagi borgarinnar um að þarna skuli byggja sundlaug svo og fjölda bílastæða — í ljósi þessa og því að fólk er nú að vakna til aukinnar meðvitundar um að þegar byggja skal nýtt þurfi að hugsa til liðinna tíma og læra nokkuð af. Litla-Brekka vinalegur torfbær. Eitt er það hús sem ég vil gjarnan vekja athygli á, en ég gerði ekki í tillögunni, það er Litla-Brekka v/Suðurgötu og nú í eigu Eðvarðs Sigurðussonar, al- þingismanns, mun eiga að leggja veg þar um sem húsið stendur en Litla.Brekka, þessi vinalegi torfbær, á slnum upprunalega stað, er slíkur minnisvarði liðins tíma, að kanna ber alla mögu- leika til þess að vernda hann. Uppsátur við Þormóðs- staði. Tillaga mln fjallar einnig um minjar frá sjávarsíðunni, þar eru varirnar við Þormóðsstaði, það væri ástæða til þess að vernda þær og vinna að því í samráði við sérfróða menn um verndun slíkra minja. Steinunn sagði að lokum, að í okkar hröðu uppbyggingu og breytingum væri hollt að huga að orðum skáldsins Einars Bene- diktssonar: Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja. Án fræðslu þess liðna sést ei — hvað er nýtt. eru í þessu efni skoðanabræður » Morgunblaðsritstjóranna og herstöðvarsinna. Er það ekki ærið umhugsunarefni fyrir þá, og þar með fyrrv. form. Sjálf- stæðisflokksins að vera svo sam- huga kínverskum Maoistum í afstöðunni til hinna rússnesku endurskoðunarsinna? Er þetta ekki skelfilegt sálufélag fyrir hina engilhreinu lýðræðissinna? (Eins og kunnugt er vandaði Morgunblaðið ekki Kínverjum kveðjurnar, áður en Nixon ving- aðist við þá). Ekki verða hernámsandstæð- ingar með réttu sakaðir um sálu- félag við Sovétríkin né önnur stórveldi. Þeir eru andvígir stór- veldapólitík og hernaðarbanda- lögum og hafa langflestir skömm Herstöðvarsinnar í sálu- á því einræðisskipulagi, sem rík. félagi við kommúnista. *r austan járntjalds. Þeir berjast Á undanförnum mánuðum ge§n Þv>. að ísland verði áfram hefur Morgunblaðið sífellt hamr- Peð í refskák risaveldanna. Það að á því, að þeir sem eru and- eru einungis ihaldsmenn á ís- vígir hersetu í landinu séu landi og herstöðvarsinnar, sem í ,,kommúnistar“, ef ekki fimmtu- þessu efni eiga samstöðu með herdeildarmenn sbr. leiðara °g eru > sálufélagi við komm- blaðsins einn sunnudag, en her. únista og það hina einu sönnu stöðvarsinnar eru taldir hinir kommúnista, að eigin dómi. einu sönnu „lýðræðissinnar“. Þarna hefur skrattinn heldur Síðastliðin miðvikudag magnar betur hitt ömmu sína. fyrrv. form. Sjálfstæðisflokks- ins hina ógnvekjandi vofu Lokaorð. heimskommúnismans fram á síð- í upphafi máls míns gat ég um þess. En hverjir eru þá þess, að vitnað yrði til fortíðar- kommúnistar? f nýlegu hefti af innar, þegar við höldum uppá þýska vikuritinu Der Spiegel, er 1100 ára afmæli Islandsbyggðar gerð grein fyrir afstöðu komm- i sumar. Það verða eflaust únistaríkisins Kína til NATO og haldnar fallegar ræður. Og ekki þeirri spennu, sem ríkir milli ber að lasta það. En athafnir Kína og Sovétríkjanna. Þar seg- tala jafnan skýrara máli en orð. ir, að sovjetsk utanríkisstefna Minnumst þessara merku tíma- miði einkum að því að friðmæl- móta í lífi þjóðarinnar með þvi ast við ríki í Vestur-Evrópu og að láta erlendan her hverfa af einangra Kínverja á sem flest- landi brott, og fáum þannig á um sviðum. Með sovjetska flot- ný óskorað vald yfir öllu íslandi. anum sé stefnt að því að um- Minnumst orða mikils skálds, er kringja Kína. Þar segir einnig, sagði: „Hvorki með vopni, gulli að Kínverjar vilji eflingu NATO né höfðatölu getum við skapað og þeir séu eindregið andvígir okkur virðingu heimsins né við- fækkun bandarískra hermanna í urkenningu sjálfstæðis okkar, Vestur-Evrópu. aðeins með menningu þjóðar- Kínversku kommúnistamir innar.“ LAUS STAÐA Staða hjúkrunarkonu i Raufarhafnarhé- raði er iaus til umsóknar frá 15. april 1974. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 1. april 1974. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 21. febrúar 1974. Styrkir á sviði umhverfismála Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á ár- inu 1974 veita nokkra styrki til fræði- rannsókna á vandamálum varðandi opin- bera stefnumótun á sviði umhverfismála. Gert er ráð fyrir, að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi. Styrkirnir miðast við 6-12 mánaða fræði- störf. Fjárhæð hvers styrks getur numið allt að 200.000.00 belgiskum frönkum. Nánari upplýsingar veitir utanrikisráðu- neytið. Umsóknum skal skilað i utanrikisráðu- neytið fyrir 31. mars nk. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 28. febrúar 1974. Grundvöllur... — Framhald af bls. 5 sljó og sinnulaus? Hvað sem um þetta má segja, er hitt stað- reynd, sem betur fer, að meiri hluti þjóðarinnar stendur að baki stjórnarflokkunum, sem all- ir hafa brottför hersins á stefnu- skrá sinni og hétu því sameigin- lcga í stjórnarsáttmálanum, að herinn skyldi af landi brott. Við krefjumst þess, að við þetta fyr. irheit verði staðið, og viljum ekki trúa því, að neinn þing- maður stjórnarflokkanna þriggja svíki stefnu þeirra allra og gefin loforð í stjórnarsáttmálanum.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.