Ný þjóðmál - 14.06.1974, Síða 7
NÝPJÓÐMÁL
7
Launþegar!
Þegar þið gangið að kjörborðinu nú, þann 30. júni,
erður aðeins um tvennt að velja.
Yfirgangsstjórn atvinnurekendastéttarinnar eða
tjórn verkafólks.
Nú um þriggja ára skeið hefur verið við stjórn-
mlinn stjórn með aðild launfólks, stjórn sem hefur
rerið okkur launþegum hliðhollari en við höfum átt
ið venjast um langt árabil. Samt sem áður vantaði
^erulega á til þess að verkalýðsflokkarnir fengu
íægilegan styrk kjósenda til ennfrekari árangurs.
12 ára valdaskeið ihaldsflokkanna var okkur laun-
oegum erfiður skóli, skóli sem kenndi okkur þá
’exiu, svo ekki varð um villst, að þessir flokkar eru
trerkfæri atvinnurekendastéttarinnar og efnafólks i
landinu. Verkfæri peningafólksins, verkfæri
peningabraskaranna, verkfæri aðeins litils hluta
þjóðarinnar, sem hefur margfaldar okkar tekjur.
Innan raða ASI og BSRB eru á milli 70 og 80% af
öllum vinnandi mönnum i landinu, mönnum sem
þiggja laun á einhvern hátt fyrir vinnu. Þegar þessi
rikisstjórn tók við fyrir þrem árum, báðu þessir
menn aðeins um 50% af öllum greiddum launum i
landinu. A þessu geta allir séð hversu gifurlega
mikið launamisrétti hefur verið rikjandi þá, fyrir
samningana um áramótin 1970/1971. Nú hefur
dæminu verið snúið við, og kaupmáttur launa þessa
fólks hækkað verulega.
Ilverjir eru hagsmunir þinir, launþegi góður?
Jú, þeir eru að halda áfram á þeirri braut að auka
launapfnuð, koma á launajafnrétti, jöfnun á
launum og aðstöðu þjóðfélagsþegnanna.
Það eru þinir hagsmunir.
Þá getum við spurt aftur:
Hver eru þin hagsmunasamtök? Jú, þvi er
fljótsvarað, það eru baráttusamtök láglaunafólks,
Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, sem bjóða
fram F-listann i öllum kjördæmum.
F-listinn cr eini listinn sem hefur fulltrúa lág-
launafólks I meirihluta á lista sinum.
Hvers vegna?
Það er vegna þess, að það eru láglaunamenn sem
að honum standa — menn sem standa með þér i
stétt, menn sem hafa hagsmuni þina á oddinum.
Þess vegna verður það auðvelt verk fyrir þig að
velja menn til að fara með umboð þitt á löggjafar-
þingi þjóðarinnar.
Þú velur stéttarbræður þina, þú kýst F-listann,
þina menn, þina hagsmunabræður.
En viljirðu vinna gegn hagsmunum þinum, þá
felur þú fulltrúum efnastéttarinnar mál þin:
Mönnum, sem tókst að halda kaupmætti launa
þinna niðri I 12 ár.
Mönnum sem trúa þvl, að við séum svo smáir og
svo fáir, að við getum ekki lifað á mannsæmandi
hátt i landinu af eigin rammleik.
Mönnum, sem ráku okkur launþega út i margra
vikna verkföll nær árlega I 12 ár.
Mönnum, sem gerðu þig atvinnulausann i eigin
þágu, vegna eigin hagsmuna i atvinnurekstrinum,
og ráku þannig úr landi á annað þúsund unga og
fullfriska heimilisfeður frá fjölskyldum sinum —
jafnvel heilar fjölskyldur til Astraliu.
Mönnum, sem sent hafa sendisveina sina inn i
raðir verkafólks til þess eins að sundra verkafólki i
stéttarfélögum sinum.
Ef þú launþegi góður velur þessa menn, skalt þú
ekki koma kvartandi á fund i verkalýðsfélagi þinu.
Nei, félagi, en það er ávarp sem við notum innan
verkalýðshreyfingarinnar og þvi nota ég það hér,
framboð F-listans er framboð láglaunafólks, liður i
baráttu þess fyrir bættum kjörum til sjávar og
sveita.
Verkalýðsbarátta er pólitisk barátta og verður
það alltaf. Þess vegna berjumst við fyrir þvi
að launajöfnuði verði komið á þannig, að vinna
verkamannsins verði virt á sannvirði,
að fullkomið lýðræði verði á vinnustöðum okkar
samkvæmt þeim skilningi, sem upp kom á siðasta
þingi ASl,
að algjört jafnrétti verði milli karla og kvenna á
atvinnumarkaðinum sem annarsstaðar,
að störf húsmæðra verði virt á sama hátt og störf
annarra þegna þjóðfélagsins, og gerum ráð fyrir
þvi að húsmæður geti þurft á veikindafri'um að
halda sem aðrir vinnandi menn,
að heilbrigðisþjónustan verði stórlega bætt, og
sérstaklega er varðar atvinnusjúkdóma, en það
furðulega er aö þetta atriði virðist hafa gleymst
fram að þessu,
að öll tannlæknaþjónusta verði færð inn i sjúkra-
samlagskerfið, og blásum á þvætting ihaldsmanna i
þessum efnum,
að ellistyrkur verði hækkaður svo að sómi verði
að, og önnur aðhlynning að öldruðu fólki stóraukin,
að lifeyrissjóðir hins almenna launþega verði
verðtryggðir,
að staðið verði við fyrirheit stjórnarinnar i
siðustu samningum um það, að þriðjungur allra
ibúðabygginga á næstu árum verði byggður á
félagslegum grundvelli með sömu lánakjörum og
tiðkast hefur um slikar ibúðir.
A þennan hátt mætti lengi telja, en öllum ætti að
vera það nú alveg ljóst, að baráttumál verkalýðs-
hrevfingarinnar eru okkar baráttumál.
Kristbjörn Árnason
Arnór Kárlsson, bóndi, skipar efsta sætið i Suðurlandskjördaámi:
ekki tekið þátt i slikum uppboð-
um, sveitarfélögin ekki heldur
nema að takmörkuðu leyti, rikið
eitt getur og verður að leysa
málið. Og sú lausn þolir ekki
bið. Með sömu þróun verður
þess ekki langt að biða að allar
beztu jarðir i landinu verði
komnar i eigu fésterkra einka-
aðila i þéttbýlinu með þeim af-
leiðingum, að fólksflótti hefst úr
sveitunum á ný og þjóðin i heild
verður lengra frá þvi að eiga
þetta land sitt en nokkru sinni
fyrr. Hér biður bráðrar lausnar
eitt brýnasta hagsmunamál is-
lenzkrar bændastéttar.
En þó að rétt sé, að hvorki
verður byggð haldið við né hún
aukin út um land nema að þar sé
rekið þróttmikið atvinnulif, þá
er hitt og vist að einhlitt er það
ekki. Enn eru þau fornu orð i
fullu gildi að maðurinn lifir ekki
af einu saman brauði. Fólkið út
um land verður einnig að búa
við sömu aðstöðu til menntunar
og Ibúarnir á Reykjavikursvæð-
inu, viðunandi heilbrigðisþjón-
ustu, forsvaranlegar samgöng-
ur, sambærileg verzlunar-
og viðskiptakjör svo að á sumt
sé drepið en engan veginn allt. Á
allt þetta og margt fleira skortir
mjög, svo að sambærilegt sé við ,
Reykjavikursvæðið og er þarf-
laust að nefna um það dæmi, svo
mjög liggja þau i augum uppi
öllum þeim, er við hinn skarða
hlut búa. Þannig verða að hald-
ast i hendur margháttaðar að-
gerðir til úrbóta, ef unnt á að
vera að valda þeim stefnuhvörf-
um i þessum efnum, sem orðin
eru þjóðinni nauðsyn.
Já, þjóðinni lifsnauðsyn. Þvi
það er skoðun min, að þjóðinni
sé það lifsnauðsyn að nýta land
sitt allt sem mest og bezt, án
þess að ganga á höfuðstólinn.
Og það er skylda okkar við
sveltandi mannkyn að nýta
framleiðslumöguleika landsins
alls miklum mun betur en við
gerum nú.Sú skyldaætti að vera
ljúf hverjum sæmilegum
manni. Ég óttast sannast sagna,
að eins og horfir með matvæla-
framleiðslu handa fjölgandi
mannkyni i heiminum i dag, þá
muni okkur ekki haldast til
lengdar á þessu landi okkar
nema þvi aðeins að við byggjum
það betur, nýtum það betur, i
stuttu máli: búum betur i land-
inu en við höfum gert að undan-
förnu.
Magnús H. Glslason.
vnarskinhelgi!
tæðisflokks og Alþýðuflokks
rði framkvæmd. Þeir mundu
indir föðurlegri handleiðslu
íató veita hjartkærum banda-
nönnum okkar slikar undan-
íágur að útfærsla þessi yrði
itils virði.
Hitt vita lika allir að vinstri
itjórn mun stefna ótrauð með
iskveiðilögsöguna út að 200
nilum, og allir vita að henni er
nargfalt betur trúandi til að sjá
ím framkvæmd þeirrar út-
ærslu.
Hugrekki þeirra Geirs og
Jylfa i landhelgismálum sann-
aðist áþreifanlega i viðbrögðum
þeirra við átökunum milli Ægis
og Evertons. Þeir hafa haldið
þvi fram, að þau viðbrögð hafi
orsakast af litlum upplýsingum
um atburðina, en sannleikurinn
var sá, að hér hjálpaðist að
hræðsla þeirra við bandamenn-
ina og óskhyggja þeirra að
orðið hefðu mistök sem hægt
væri að nota til að klekkja á
rikisstjórninni. Það var þeim þá
eins og siðar hugstæðara en
þjóðarhagur.
framtak
1 kosningaávarpi F-listans er
lögð áhersla á, að félagslegt
framtak skuli efít. Þar segir svo
i D-lið kaflans um byggðamál:
„Félagslegt framtak njóti
forgangs i atvinnuuppbyggingu
landsbyggðarinnar. Reynslan
sýnir, að fyrirtæki fólksins
sjálfs hafa reynst hinum dreifðu
byggðum heilladrýgst”.
Enginn, sem til þekkir, getur
véfengt góða reynslu dreifbýlis-
ins af samvinnufélögunum,
bæði á sviði verslunar og þjón-
ustuiðnaðar og afurðasölu land-
búnaðarins. Einnig hafa sam-
vinnufélögin viða átt umtals-
verðan hlut að útgerð og fisk-
vinnslu.
Þessi félög hafa leyst þau
verkefni, sem þurft hefur að
leysa hverju sinni, án tillits til
þess, hvort það væri liklegt til
skjótfengins gróða fyrir félögin
eða ekki. Þeirra hlutverk er að
sinna kröfum félagsmanna. Hér
skiptir verulegu máli, að hinn
almenni félagsmaður taki virk-
an þátt i félagsstarfinu. Hann
þarf að fylgjast nokkuð með
rekstrinum og geta gert kröfur
um breytingar, ef honum þykir
þörf á. A þessu hefur viða verið
misbrestur i samvinnufélögun-
um upp á síðkastið. Deildar-
fundir eru illa sóttir og litið er
um að veigamiklar ákvarðanir
séu teknar á aðalfundum. Svo
virðist, sem félögunum sé að
langmestu leyti stjórnað af
framkvæmdastjórunum, og það
séu þeir, sem taki ákvarðanirn-
ar.
Oft má að visu benda á, að
framkvæmdastjórarnir séu þeir
einu, sem hafa næga faglega
þekkingu og yfirsýn yfir rekst-
urinn til að geta metið það mál,
sem um er að ræða. En þetta
veldur þvi að félagarnir lita
ekki lengur á félagið sem sina
eign, og telja sig þar af leiðandi
ekki hafa sömu skyldur við það
og ella. Hér þarf að verða breyt-
ing á. Félagsfundir þurfa að
taka ákvarðanirnar fyrir félög-
in, og félagarnir eiga að fá sem
oftast tækifæri til að taka á sig
þá ábyrgð að velja um leiðir
varðandi rekstur fyrirtækja fé-
laganna.
Þetta myndi stuðla að þvi, að
félagar færu að gera sér meira
far um að fylgjast með starfi fé-
lagsins, og yrði hagkvæmni i
rekstri þá skoðuð frá fleiri hlið-
um. Veigamest væri þó, ef tæk-
ist að tengja félagana fastari
böndum við sin eigin félög. Það
væri áreiðanlega mikill styrkur
fyrir samvinnufélögin, ef þau
gætu byggt á þvi að fá öll við-
skipti félagsmanna sinna.
Einn stærsti kosturinn, sem
samvinnufélögin hafa fram yfir
einkarekstur, er að ekki er
hætta á, að það fjármagn, sem
kann að safnast fyrir i þeim,
flytjist burt úr viðkomandi
byggðarlagi, eins og alltaf er
hætta á með einkafjármagnið.
Mjög augljós kostur á sam-
vinnufélögunum nú er lika
þeirra opinbera bókhald, þar
sem hver og einn getur fylgst
með rekstri þeirra, og engin tor-
Arnór Karlsson
tryggni þarf að vera um skil á
söluskatti.
Það er þvi full ástæða til þess,
að fjármálavaldið láti sam-
vinnufélögin og önnur hliðstæð
félög, sem bundin eru við
ákveðin byggðarlög og standa
öllum opin, sitja fyrir með fjár-
magn til fjárfestingar og rekst-
urs. Eðlilegt er að stuðla ákveð-
ið að þvi, að aukinn iðnrekstur
út um land verði i höndum
slikra félaga.
Það er mál til koniið að ein-
hver aðili I stjórnmáium taki
hér af skarið, og beiti sér ákveð-
ið fyrir forgangi félagslegs
framtaks I atvinnuuppbyggingu
landsbyggðarinnar. Þessi aðili
er sú fylking, sem nú skipar sér
undir merki F-listans.