Ný þjóðmál - 14.06.1974, Side 9
NÝ ÞJÓÐMÁL
9
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
VÍFILSTAÐASPÍTALI.
FóSTRA óskast til að annast dag-
heimili fyrir börn starfsfólks. Upp-
lýsingar veitir forstöðukona spital-
ans, simi 42800.
HJÚKRUNARKONUR óskast til
afleysinga og i fast starf á hinar
ýmsu deildir spitalans. Upplýsing-
ar veitir forstöðukonan, simi 42800.
LANDSPÍ TALINN.
SÉRFRÆÐINGUR Og AÐ-
STOÐARLÆKNIR óskast til af-
leysinga á HANDLÆKNINGA-
DEILD. Upplýsingar veitir yfir-
læknir deildarinnar.
RANNSÓKNARSTOFA
HÁSKÓLANS.
AÐSTOÐARLÆKNIR óskasttilaf-
leysinga nú fyrst um sinn, en i fast
starf með haustinu. Upplýsingar
veitir yfirlæknir, simi 19506.
Umsóknir er greini menntun.aldur
og fyrri störf, ber að senda skrif-
stofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5,
Reykjavik. Umsóknareyðublöð
fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik 7. júni 1974
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMi 11765
AÐSTOÐ ÍSLANDS VIÐ
ÞRÓUNARLÖNDIN.
Lausar stöður
við norrænu land-
búnaðarstofnunina
í Tanzaníu
Finnska utanrikisráðuneytið hefir óskað
eftir þvi að auglýstar verði til umsóknar
hér á landi svo sem á öðrum Norðurlönd-
um 17 stöður við norrænu landbúnaðar-
stofnunina i Mbeya i Tanzaniu.
Stöður þessar eru:
Ein staða yfirmanns, er umsjón hafi með
kennslu á vegum stofnunarinnar, 8
kennarastöður við bóklegt og verklegt
nám, 4 stöður við rannsóknarstofnun og 4
stöður við tilraunastörf og þjálfun i þeim.
Háskólapróf i búvisindum eða land-
búnaðarhagfræði er yfirleitt skilyrði fyrir
þvi að ráðning komi til greina, auk þess
sem krafist er nokkurrar starfsreynslu.
Umsækjendur þurfa einnig að vera mjög
vel færir i ensku.
Launakjör miðast við ráðningarkjör sér-
fræðinga hjá Sameinuou þjóðunum. Þeir
sem stöðurnar hljóta njóta skattfrelsis,
ókeypis húsnæðis fyrir sig og fjölskyldur
sinar, aukýmissa annarra friðinda. Ráðn-
ingartimi er tvö ár frá komandi hausti.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
verða veittar á Skrifstofu Aðstoðar ís-
lands við þróunarlöndin, Lindargötu 46
(herbergi nr. 12), Rvk., en skrifstofan er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl.
4-6 e.h. Tekið verður á móti umsóknum til
og með 24. júni n.k.
Aðstoð íslands við þróunarlöndin.
Glundroða-
kenningin
Andstæðingar F-listans halda
þvi fast að kjósendum að fram-
boð hans auki mjög glundroða á
vinstri væng stjórnmálanna.
Hvað er nú hæft i þessu? Hvað
hefur gerst?
A sfðasta þingi fengu 5 flokkar -
kjörna þingmenn. Boðið er fram
i nafni sömu flokka en engra
annarra i öllum kjördæmum
landsins. Framboð annarra að-
ila i þremur kjördæmum eru •
ekki tekin alvarlega af neinum
og koma þessu máli þvi ekkert
við. Staðreyndin er að greining-
in i flokka er hins sama og áður
og þvi engin leið aö halda þvi
fram að neinn glundroði hafi
verið skapaður eða aukinn með
framboði F-listans.
Það sem ruglar ýmsa kjós-
endur i riminu er hins vegar að
nokkrar tilfærslur hafa orðið á
fylgi samtaka og einstaklinga
viðeinstaka lista. En framboðin
sem koma fram eftir þcssar til-
færslur skapa i raun og veru
miklu skýrari linur í isienskum
stjórnmálum en nokkru sinni
fyrr á slðari árum. Tvö mikil-
vægustu málin sem þessar
kosningar standa um eru hvort
hér skuli áfram sitja vinstri
stjórn og hvort áfram skuli
unnið að þvi að losa okkur við
herinn úr landinu. Nú hafa ein-
dregnustu stuðningsmenn þess-
ara málefna úr Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki gengið til
samvinnu við samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna um
framboð F-listans, en nokkrir
einstaklingar sem settu önnur
málefni ofar þessum hafa hætt
virkum stuðningi við SFV og
sumir gengið i Alþýðuflokkinn.
Kjósendur semvilja vinstra
samstarf og vinstri stjórn i
landinu vita nú að þeir geta ekki
kosið Alþýðuflokkinn sem setur
lif sitt að veði fyrir hægri stjórn
i landinu, og þeir vita að örugg-
asta leiðin til að tryggja vinstri
stjórn er að veita F-listanum
brautargengi. Kjósendur sem
vilja losna við herinn vita nú að
þeir mega ekki kjósa Alþýðu-
flokkinn. Hann hefur ofurselt
sig Vörðu landi, og þeir vita að
eina leiðin til að losna við herinn
er áframhaldandi samstarf
þeirra þriggja flokka sem
mynduðu vinstri stjórnina um
þá stefnu sem mótuð var i mál-
efnasamningi hennar. Þing-
menn F-listans munu styðja þá
stefnu af fullri einurð.
Sigur F-Iistans er þvl for-
senda fyrir vinstra samstarfi.
Vinstri
stjórn
á Akur-
eyri
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar
Akureyrar cftir bæjar-
stjórnarkosningarnar kom i
Ijós, að myndaður hafði verið
meirihluti allra flokka nema
Sjálfstæðisflokksins i bæjar-
stjórninni.
Þessi fundur var haldinn sl.
þriðjudag. Að meirihlutanum
standa Alþýðubandalagið, Al-
þýðuflokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn, og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, en
þessir fjórir flokkar hafa sex
bæjarfulltrúa af ellefú.
Bjarni Einarsson var endur-
kjörinn bæjarstjóri. og Valur
Arnþórsson, kaupfélagsstjóri
KEA, var kjörinn forseti
bæjarstjórnar. Fyrsti vara-
forseti er Freyr Ofeigsson og
annar varaforseti Soffia
Guðmundsdóttir.
Endurtöku- og sjúkrapróf
og hjálparnámskeið
í framhaldsdeildum
(5. og 6. bekk gagnfræðaskóla)
Hjálparnámskeið fyrir 5. og 6. bekk fram-
haldsdeilda verður haldið dagana 10.-20.
júni i Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
Reykjavik. Kennt verður i þessum grein-
um, alla virka daga:
Þýska fyrir 5. og 6. bekk kl. 16.00-17.30
Efnafræði fyrir 5. bekk kl. 17.30-19.40
Stærðfræði fyrir 5. bekk kl. 20.00-21.40
Endurtöku- og sjúkrapróf haldin i Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, Reykjavik,
verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 20. júni kl. 9-11.30
isl. i 5. og6. bekk,bókfærsla i 5. bekk.
Föstudaginn 21. júni kl. 9-11.30
danska i 5. og 6. bekk
Laugardaginn 22. júni kl. 9-11.30
enska i 5. og6. bekk saga i 5. bekk.
Mánudaginn 24. júni kl. 9-11.30
þýska i 5. og 6. bekk.
Þriðjudaginn 25. júni kl. 9-11.30
stærðfræði i 5. og 6. bekk.
Miðvikudaginn 26. júni kl. 9-11
eðlisfræði i 5. bekk,sálarfræði i 6. bekk.
Fimmtudaginn 27. júni kl. 9-11
efnafræði i 5. og 6. bekk.
Föstudaginn 28. júni kl. 9-11
lifeðlisfræði i 5. og 6. bekk.
Laugardaginn 29. júni kl. 9-11
jarðfræði og veðurfræði i 5. bekk,liffræði i
6. bekk.
Nemendur eru beðnir að tilkynna þátttöku
i hjálparnámskeiðunum mánudaginn 10.
júni kl. 9-12 i sima 10400.
Reykjavik, 7. júni 1974
Menntamálaráðuneytið.
Fró Flensborgarskóla
Umspkn um skóiavist i 3. og4. bekk gagn-
fræðastigs, 5. og 6. bekk framhaldsdeild-
ar, 1. og 2. bekk menntadeildar, þarf að
skila á skrifstofu skólans i siðasta lagi n.k.
laugardag, 15. júni.
Skrifstofan verður opin kl. 9-12 og kl. 4-6
alla daga i þessari viku.
Þeir, sem ekki skila umsóknum á þessum
tima, hætta á að ekki verði unnt að tryggja
þeim vist i skólanum.
Skólastjóri.
Sjúkraliðanám
á Landspítalanum
Nýtt eins árs námstimabil hefst í sjúkra-
liöaskóla Landspitalans þ. 15. október n.k.
Umsækjendur um námspláss skulu hafa
lokið prófi skyldunámsstigs og vera fullra
18 ára.
Upplýsingar verða gefnar og umsóknar-
eyðublöð afhent á skrifstofu forstöðukonu
kl. 12-13 og kl. 15-16 til 22. þm. Umsóknir
skulu hafa borist til forstöðukonu Land-
spitalans fyrir 1. júli 1974.
Reykjavik 7. júni 1974.
Skrifstofa rikisspitalanna.