Ný þjóðmál - 14.06.1974, Side 10
10
NÝ ÞJÓÐMÁL
Frá Tækniskóla
íslands
Áætluð starfsemi 74/75
ALMENN MENNTUN:
Undirbúningsdeild I Reykjavik,
á Akureyri og Isafiröi.
Raungreinadeild i Reykjavik,
Á Akureyri og Isafirði.
Raungreinadeild fyrir tækná I Reykjavik.
TÆKNADEILDIR 1 REYKJAVÍK:
Þetta nám tekur 3 kennsluannir eftir undirbún-
ingsdeild — sérákvæði gilda þó I meinatæknadeild.
rafmagn:
Framhaldsmenntun fyrir iðnaðarmenn I
rafvirkjun og rafeindavirkjun.
vélar:
Framhaldsmenntun fyrir málmiðnaðarmenn.
byggingar:
Framhaldsmenntun fyrir byggingariðnaöarmenn.
útgerð:
Framhaldsmenntun fyrir sjómenn, sem að
baki hafa drjúga starfsreynslu.*
meinatækni:
Námiö tekur samtals 2 ár og er kennslan
að mestu verkleg siðara áriö.
TÆKNIFRÆÐIDEILDIR í
REYKJAVÍK:
Þetta nám tekur 3 ár (og riflega þó i
byggingadeild) eftir raungreinadéild.
1. hluri i byggingum, vélum, rafmagni, rekstri og
skipum (2. og 3. hluta i ööru en byggingum verður
að sækja erlendis).
2. og 3. hluti . í byggingum.
INNTÖKUSKILYRÐI:
Bókleg:
Krafist er þessarar eða hliðstæðrar undirbúnings-
menntunar:
t undirbúningsdeild:
Burtfararpróf úr iðnskóla, gagnfræðapróf
eða landspróf miðskóla.
t raungreinadeild:
Undirbúningsdeild tækniskóla, 4. stig
vélstjóranáms, stúdentspróf (önnur en eðlissviös).
1 tæknideildir
(aðrar en meinat.d.):
Undirbúningsdeild tækniskóla.
t meinatæknadeild:
Stúdentspróf.
t 1. hluta tæknifræði:
Raungreinadeildarpróf tækniskóla,
stúdentspróf eölissviðs.
Verkleg:
1. Vegna náms I rafmagni, vélum og byggingum:
Sveinspróf eða verkleg þjálfun, sem felur I
sér jafngilda þekkingu á vinnubrögðum og veitt
er i skyldu iðnnámi, þótt umsækjandi þurfi
ekki að hafa náð þeirri starfsleikni og bók-
legri fagþekkingu, sem krafist er til sveinprófs.
í vafatilfellum er haldið inntökupróf.
2. Vegna náms I útgerð:
1/2 árs starf á farskipum og
1/2 árs starf við llnu- og netaveiöar og
1/2 árs starf á botnvörpuskipum og
1/2 árs starf við fiskvinnslu I landi,
EÐA sambærilegt aö mati skólanefndar.
3. Vegna náms I meinatæknadeild:
Engar kröfur.
4. Vegna náms I skipatæknifræöi:
Eftir raungreinadeildarpróf geta nemendur
fariö I 4ra ára nám i skipatæknifræði I
Helsingör i Danmörku. Hér er ekki gerð
forkrafa um verkkunnáttu.
Starfræksla ræknideildanna er bundin fyrirvara um þátt-
töku og húsrými I skólanum.
Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu skólans að Skipholti
37, mánudaga til föstudaga kl. 0800-1600.
Umsóknarfrestur er til 15. júniog skrifleg svör skólans
verða send fyrir 1. júli.
Skrifstofan verður lokuð 1. júli-5. ágúst.
Næsta skólaár hefst mánudaginn 2. sept. 1974.
Rektor.
Framboðs-
fundir í Reykjar
neskjördæmi
Sameiginlegir framboðs-
fundir i Reykjaneskjördæmi
hafa verið álfveðnir sem hér
segir.
1 Hlégarði, Mosfellssveit,
fimmtudaginn 13. júni, kl.
20.30.
1 Kópavogi fimmtudaginn
20. júni kl. 20.30
1 Stapa föstudaginn 21. júni
kl. 20.30
í Hafnarfirði mánudaginn
24. júni kl. 20.30
Á fundunum mæta fram-
bjóðendur allra framboðslista
i kjördæminu.
Kjarni
Framhald af bls. 4.
þeirri átt, sem i upphafi var
stefnana, getur hugsjónakraftur
liðsmanna enn verið svo sterk-
ur, að tekið sé i taumana. Hinn
almenni félagsmaður vill ekki
átölulaust láta fórna hinum
margþætta umbótatilgangi
fyrir tlmabundin völd fá-
mennrar kliku. Til sjávar og
sveita, i öllum landshlutum ris
hinn almenni flokksmaður upp
til að slá skjaldborg um þá
grundvallarstefnu, sem flokkn
um var ætlað að fylgja, og þau
viðhorf, sem móta skulu fram-
tiðarsýn hans.”
Kjarni stefnunnar
„Kjarninn I stefnu og störfum
Framsóknarflokksins hefur
fyrst og fremst átt að vera fólg-
in I eftirfarandi megin atriðum:
1) Að veita brautargengi þeim
þætti hinnar alþjóðlegu jafnaðar
hyggju, sem fólgin er i sam-
vinnuhugsjóninni. Að styrkja
hið félagslega samvinnustarf á
öllum sviðum og tryggja að
samvinnusamtök alþýðu til
sjávar og sveita nái sem bestum
árangri, auki hagsæld og efli
félagsþroska fólksins. Sam-
vinnuhugsjón i verki er lýð-
ræðislegt vald fólksins yfir
framleiðslutækjum og fjár-
magni.
2) Að skapa öllum Islending-
um, hvar sem þeir búa á land-
inu, jafna aðstöðu til atvinnu,
menntunar, félagslifs og áhrifa.
Barátta gegn hinni geigvænlegu
byggðaröskun verður æ brýnni
með ári hverju. Vandinn er
meiri en stjórnvöld hafa viljað
viðurkenna. Eigi jöfnuður i
framtiðinni að einkenna hið is-
lenska þjóðfélag verður að beita
mun róttækari aðgerðum en
áður.
3) Að útrýma margvislegri
fjármálaspillingu, sem grefur
um sig á mörgum sviðum.
Heiðarleiki I opinberu lifi og
viðskiptum hefur verið aðals-
merki þeirra, sem mestu hafa
áorkað til þjóðfélagslegra um-
bóta. Griðabrall og valdniðsla
peningaafla hafa aldrei sam-
rýmst þjóðmálastarfi félags-
hyggjufólksins. Að hefja
verndara brasks og auðhyggju
til valda og áhrifa getur aðeins
leitt umbótaflokk á refilstigu.
4) Að vera forystuafl fyrir
stjórnmálahreyfingu félags-
hyggjufólksins i landinu.
Reynslan hefur sýnt, að islenskt
þjóðfélag hefur tekið mestum
stakkaskiptum, þegar jafnaðar-
og samvinnumenn hafa tekið
höndum saman. Að koma á
varanlegum tengslum milli
allra þeirra, sem aðhyllast hug-
sjónir jafnaðar, samvinnu og
lýðræðis er eitt helsta stjórn
málaverkefni samtimans. Sam-
tenging þeirra, sem aðhyllast
sömu grundvallarhugsjónir er
forsenda varanlegrar um-
sköpunar þjóðfélagsins.
5) Að standa vörð um sjálf-
stæði islensku þjóðarinnar.
Andstaða við herveldi og sam-
staða með smáþjóðum og
friðáröflum eru þau markmið,
sem íslendingum sæma best i
samfélagi þjóðanna. Jöfnuður,
friður, réttlæti og lýðræði með
þjóðum heims eFu raunhæfasta
tryggingin, fyrir sjálfstæði ís-
lendinga.”
Auglýsing frá póst-
og símamálastjórninni
Póstur og simi mun ráða pilta og stúlkur á
aldrinum 18-25 ára i póstnám, sem er
verklegt og bóklegt nám.
Námstiminn er eitt til tvö ár, eftir undir-
búningsmenntun, og fá nemar laun meðan
á honum stendur. Um framtiðarstarf er að
ræða fyrir þá , sem ljúka náminu.
Námstimi þeirra, sem hafa stúdentspróf,
verslunarskólapróf og hliðstæða menntun
er eitt ár. Námstimi gagnfræðinga er tvö
ár.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá
dyraverði Póst- og simahússins við
Kirkjustræti, en nánari upplýsingar gefur
Kristján Helgason, skólastjóri Póst- og
simaskólans, simi 26000.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 24. júni
n.k.
UMFERÐARFRÆÐSLA
1974
5 og 6 ára barna
í Reykjavík
Brúðuleikhús og
kvikmyndasýning
Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavik-
ur, i samvinnu við Fræðsluskrifstofu
Reykjavikurborgar, efna til umferðar-
fræðslu fyrir 5 og 6 ára börn i Reykjavik.
Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar,
klukkustund i hvort skipti. Sýnt verður
brúðuleikhús og kvikmynd, auk þess sem
börnin fá verkefnaspjöld.
Fræðslan fer fram sem hér greinir:
11.-12. júni. Melaskóli Austurbæjarskóli 6 ára börn 5 ára börn Kl. 09.30 Kl. 11.00 Kl. 14.00 Kl. 16.00
13.-14. júni Fellaskóli Vogaskóli Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
18.-19. júni Hliðaskóli Langholtsskóli Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
20.-21. júni Breiðagerðisskóli Árbæjarskóli Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
24.-25. júni Álftamýrarskóli Laugarnesskóli Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
26.-27. júni Fossvogsskóii ÆfingadeildK.Í. Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
28. júni-1. júli Hvassaleitisskóli Breiðholtsskóli Kl. 09.30 Kl. 14.00 Kl. 11.00 Kl. 16.00
Lögreglan. Umferðarnefnd Reykjavikur.