Ný þjóðmál - 05.01.1978, Síða 8

Ný þjóðmál - 05.01.1978, Síða 8
♦ VIÐTAKANDI: Andri Isaksson: Skyggnst um sviðið — Fyrri hluti — (Þessi grein birtist upphaf- lega I jólablaöi NÝSTEFNU, blaöi Félags frjálslyndra og vinstri manna I Kópavogi. Ný þjóömál birta hér fyrri hluta hennar. Sföari hlutinn kemur i næsta blaöi). I þessu landsmálaspjalli verður annars vegar skoðuð framvinda ársins 1977 og hins vegar rættum eggjan kosninga- ársins sem nú er gengið i garð. Reikul ríkisstjórn auðsins Ráðsmennska hægri rikis- stjórnar Sjálfstæöisflokksins og Framsóknarfl. varð á ár- inu lik þvi sem flestir bjuggust viö, enda komin meira en þriggja ára reynsla af störfum hennar. Tök stjórnarinnar á efnahagsmálum hafa verið einkar bág. Verðbólgan, sem stjórnin hafði fyrir meginásetn- ing aö koma i viðunandi horf, hefur ekki minnkaö á árinu heldur aukist og veröur vart undir 35%. Eru það mikil mistök af hálfu stjórnarherranna aö veröa á þennan veg klumsa gagnvart helsta ásetningsverki sinu. Geldur rikisstjórnin hér að nokkru leyti þess hversu hastar- lega hún gekk á kjör launþega á fyrri valdaárum sinum. A þessu ári reyndust launþegar þess hins vegar megnugir, bæði verkafólk á almennum vinnumarkaði og opinberir starfsmenn, að knýja fram síð- búnar kjarabætur. Augljóst er að umræddur kjarabætur, eink- um þeirra sem mest fengu, hafa áhrif á verðbólguna —slfkt leið- ir af sjálfu sér. Hins vegar yrðu þessi áhrif viðráðanleg og ekki stórfelld ef góö stjórn væri al- mennt á efnahagsmálum. Þvi er hins vegar ekki til að dreifa hjá rikisstjórn sem hrekst eins og stjórnlltiö rekald fyrir straumi þeirra einkahagsmuna sem mest itök eiga I henni. Það eru hagsmunir fjármagnseigenda i verslun, sjávarútvegi og iönaði sem þar ráða mestu. Og þá hagsmuni vill rikisstjórnin fyrir engan mun skerða. Samtimis eys hún enn milljörðum i ógn- vænleg orku- og stóriðjuævin- týri sin viö Kröflu og Grundar- tanga. Þegar eiginhagsmúna- borg auðugra og valdamikilla forréttindastétta er jafntraust sem bakhjarl þægrar ríkis- stjórnar og raun ber vitni, og þegar sömu rikisstjórn er jafn- ósýnt og reynslan sýnir um skynsamlega f járfestingar- stefnu, er ekki von að hið opin- bera hafi góð tök á efnahags- málum. Þegar slikir aðilár eru við völd logar verðbólgan glatt meöan hún hentar forréttinda- stéttunum sem hagkvæm leiö til að halda auöi sinum og itökum i horfinu gagnvart réttmætri sókn launamanna og allrar al- þýðu. Landhelgismál A árinu hefur náðst merkur áfangi i landhelgismálinu með þvi að Bretar og Vestur-Þjóö- verjar hafa horfið af fiskimið- unum. Þar veiða nú ekki aðrir útlendingar en Færeyingar, Norðmenn og Belgar og allir i hóflegum mæli samkvæmt sam- ningum. Viðurkenna ber að i þessu máli heppnaöist ríkis- stjórninni að halda áfram þeirri stefnu, sem vinstri stjórnin markaði upphaf- lega, að losna við útlendinga úr fiskveiðilögsögunni. Héð- an i frá koma ekki til greina aðrir samningar við útlend- inga en mjög takmarkaðir og timabundnir veiðiSamning- ar sem jafnframt ættu að vera algerlega gagnkvæmir og þar með báöum aðilum i hag. Þá ber að leggja stóraukna áherslu á fiskvernd og visinda- lega hagnýtingu fiskstofna við landið — nauösyn slikrar heild- arstjórnar er brýn nú þegar við ráðum þessum málum loksins sjálf. Herseta og landleiga Viðvikjandi utanrikismálum má hafa fá orð um hlut rikis- stjórnarinnar þvi að hann hefur ekkert breyst: áframhaldandi herseta og aðild að NATO ásamt tilheyrandi undirlægjuhætti gagnvart Bandarikjastjórn. Hins vegar hafa vissir innviðir þessara mála skýrst á árinu. Þaö hefur sem sé komið I ijós við skoðanakönnun að svonefnd aronska eða landleigustefna nýtur stuönings yfirgnæfandi meirihluta sjálfstæðismanna 1 Reykjavik og er engin sérstök ástæöa til að ætla að þvi sé öðru- visi farið úti á landi i þessum brjóstvarnarflokki hernámsins frá upphafi vega. Sú pólitiska niöurstaða sem meö þessu er fengin er hreint ekki litilvæg. Þetta táknar sem sé að þrátt fyrir mannsaldurslanga klifun Morgunblaðsins (og fleiri hægri Andri tsaksson blaöa) á þvi að herinn þurfi að vera hér til að verja okkur gegn Rússum þá trúir það fólk sem er bakhjarl sjálfs ihaldsins þvi alls ekki aö svo sé heldur sé herinn hér aöeins sem hlekkur I fjar- lægu varnar- og viðvörunarkerfi Bandarikjanna sjálfra. Þess vegna séu Bandarikjamenn ekkert of góðir til að borga fyrir sig hér, t.d. með þvi að standa undir vegaframkvæmdum. Spilaborg Morgunblaðsins er fallin og tilraunir þess til að klóra i bakkann i senn aumlegar og broslegar. En fyrir okkur herstöðvaandstæðinga, sem höfnum að sjálfsögðu allri land- leigustefnu, táknar þessi skýra pólitiska niðurstaða á hægri stjórnmálavængnum stórkost- legan ávinning i málefnabarátt- unni. Lygavef Morgunblaðsins um eðli hersetunnar hefur verið svipt i sundur af stuðnings- mönnum ihaldsins sjálfs. Hvert stefna stjórnarf lokkarnir? Þegar núverandi rikisstjórn var mynduö bak kosningum 1974 táknaði sá atburöur fyrst og fremst það að Framsókn hafði enn einu sinni gefist upp á að vera vinstri flokkur sem setti metnaö sinn I að fylkja féiags- hyggjuöflum islenskra stjórn- mála gegn sérgæðaöflum ihaldsins I Sjáifstæðisflokknum. Flokksforysta Framsóknar lagði ofur einfaldlega málefnin á hilluna og ákvað að þrengja raunverulegan stefnugrundvöll flokksins niður i boðorðið — aö lafa i rikisstjórn, hvað sem það kostar. Framsóknarflokkurinn mat það öllu öðru meira aö komast i sætið sem Alþýöu- flokkurinn hafði setið i 1958- ' / 1971, nefnilega að vera hækja ihaldsins i rikisstjórn. Flokks- forystan taldi þetta mikinn sig- ur: nú gæti flokkurinn lagt til ráöherra I fjögur ár enn og hver veit, kannski átta ár ef vel léti. Og allar götur slðan hefur Tim- inn klifað á þvi aö hægri stjórnin hafi einvörðungu verið mynduð, eða Framsókn neyðst til að mynda hana, vegna þess að Alþýöubandalagið hafi ekki þor- að aö takast á við efnahags- vandann sem við var aö etja 1974. Hefur þessi áróður verið ritaöur mjög I anda snjallmenn- isins sem taldi árangursrikast að endurtaka lygina bara nógu oft, þá mundi almenningur að lyktum fara að trúa henni. Þvi aliir er til þekkja vita að átyll- an um tregðu Alþýðubandalags- ins er lygi. Alþýöubandalagið og Samtökin vildu nýja vinstri stjórn áriö 1974, meö þvi að leita til Alþýðuflokksins um atbeina og þátttöku. Hin raunverulega pólitíska ástæða fyrir myndun hægri stjórnarinnar var sú að uppboðsstefnan i Islenskri póli- tik náði enn einu sinni úrslita- tökum á maddömu Framsókn. Og uppboðið felst i þvi að bjóða sig upp sem þjónustuflokk ihaldsins. Þetta vita sem sagt allir sem til þekkja. En flokks- forysta Framsóknar og ekki hvað sist Þórarinn Þórarinsson, hinn bargðvisi stjórnmálarit- stjóri Timans, treysti á litil- þægni þingliðs sins annars veg- ar og samtryggingarkerfi at- vinnustjórnmálamanna hins vegar til þess að breiða yfir hinn beiska sannleika. Ekkert hefur komið fram sem bendir tii annars en að forystu- menn stjórnarflokkanna hygg- ist að kosningum loknum stjórna saman annað kjörtima- bil. Væri vert að kjósendur gerðu sér glögga grein fyrir þessu. Frammistaða rikis- stjórnarinnar á kjörtimabilinu staðfestir nefnilega vel þann gamla grun að samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks dragi jafnan fram verstu hliðar beggja. Alþýöuf lokkurinn Alþýðuflokkurinn hefur mjög slegið um sig meö prófkjörum á þessu ári og haft af þvi nokkra auglýsingu. Ekki hefur mál- efnastyrkur flokksins þó vaxið i hlutfalli við auglýsinguna. En það finnst hinum nýju postulum flokksins, með Vilmund Gylfa- son, spillingarkrossfarann vig- glaða, I broddi fylkingar, eflaust einu gilda. Þeir eru ekki menn málefnanna, þeir amast jafnvel við þvi litia sem eftir eimir af verkalýðseðli flokksins. Þeir eru menn fjölmiðlanna, sem eiga ekki aðrar ær og kýr en að leita að einhverju kitlandi og krassandi sem geti vakið at- hygli almennings á þeim hverju sinni. óstjórn undanfarinna ára hefur reynst þeim drjúgur nægtabrunnur, satt er það, og ber ekki að vanvirða ýmislegt það sem menn þessir (og fjölríiargir aörir lika, úr öðrum flokkum jafnt sem utan flokka) hafa bent á að betur þyrfti að fara i opinberu eftirliti og stjórnsýslu. Hins vegar hefur mikið skort á að gerður sé greinarmunur á aðalatriðum og aukaatriöum. Hin þjóðfélags- lega greining ristir grunnt. Og hver er raunveruleg stefna þessara manna sem segjást ekki þekkja mun á hægri og vinstri i pólitik? Ætlar Alþýðu- flokkurinn að fara að lita svo á að fjármagnseigendur og laun- þegar hafi alls ekki andstæða hagsmuni? Slik virðist a.m.k. vera stefna Vilmundar Gylfa- sonar. Hvernig er það annars, er ekki fyrir I landinu annar flokkur sem telur sig vera flokk allra stétta? Um greinarmun hægri og vinstri i borgaralegu þjóðfélagi má benda ungtyrkjum Alþýðu- flokksins á þetta: Vinstri stefna felst I þvi að breyta þjóöfélagi verulega til hagsbóta fyrir verkafólk og aðra þá sem ekki hafa annað en vinnuafl sitt til sölu. Er þá átt viö hagsbætur sem varða ekki aðeins efnahag heldur einnig valdaitök i þjóðfé- laginu og siðast en ekki sist allt það sem gerir mannlifið fagurt. Vinstri stefna getur verið bylt- ingasinnuð — eða umbótasinnuð innan vébanda borgaralegs lýð- ræðis. Hægri stefna felst i að vernda hagsmuni auðs- og valdastétta þjóðfélagsins (hvort heldur hagkerfi þess telst mikið eða litið blandað) gegn fyrr- greindri sókn verkafólks. Hags- munaverndin getur byggst á of- beldi — eða á þvi að halda i horf- inu með þvi að haga seglum eft- ir vindi. Málið er nú ekki flókn- ara en þetta. En þann dag sem Alþýðuflokkurinn afneitar þess- um skilsmun, hafnar þessum andstæðum, eða skipar sér end- anlega hægra megin við hrygg- inn er hlutverki hans sem al- þýðuflokks lokið I islenskri póli- tik. v (Framhald i næsta blaði) Mikil gróska í ullariðnaði 1977 í árslok 1977 eru starfandi 15 prjónastofur, sem framleiða til útflutnings, og hefur prjónastof- um fjölgaö um tvær á árinu. Stærð þessara prjónastofa er þó ákaflega mismunandi og eru þær með allt frá einni prjónavél upp i rúmlega 20 prjónavélar. Pólarprjóna á Blönduósi og Hekla á Akureyri hafa nú flest- ar prjónavélar. öll áðurnefnd fyrirtæki reka jafnframt saumadeild. Auk þess eru 12 fyrirtæki, sem eingöngu reka saumastofur sem byggja mikið á útflutningi og hefur þeim fjölgað um þrjár á á.rinu. Vitað er nú um fyrirhugaða stofnun nýrrar prjónastofu og tveggja nýrra saumastofa. Þaö fer ekki á milli mála að ekki heföi veriö unnt að auka út- flutning um 50% á s.l. ári ef ekki hefði komið til mikil afkastaaukning. Hins vegar má velta bvi fvrir sér hvort fjölgun prjóna- og saumastofa sé æski- íeg frá sjónarmiði heildarinnar. Framundan eru mikil átök um framleiðniaukningu og bætt gæði. Hvoru tveggja krefst auk- innar sérþekkingar en sérþekk- ing byggist seint upp þar sem framkvæmdastjórinn hefur framkvæmdastjórnina sem aukastarf, verkstjórinn hefur litla reynslu og enn minni völd og prjónamaðurinn hefur ekki orðið neinnar starfsþjálfunar aðnjótandi. Þvi miður einkenn- ast nýju fyrirtækin allt of oft af þessu. Það er margt sem bendir til þess, að til þess að unnt sé að knýja fram framleiðniaukningu þurfi stærri einingar, a.m.k. er það reynslan i Evrópu. Þaö seg- ir sig lika sjálft aö 8-12 manna saumastofa á i erfiðleikum með aö standa undir framkvæmda- stjóra og verkstjóra, sniöa- manni með reynslu og svo framvegis. Markaðsútlitið 1978 er gott — um það ber öllum saman, en á það er að lita að varla er unnt að gera ráð fyrir meiri hækkun á erlendu mörkuðunum en 10%, raunhæfara væri sjálfsagt að segja 5-10% (I erl. gjaldeyri). Við vitum hins vegar að samið hefur verið um miklu hærri launahækkanir og nú þegar er farið að tilkynna miklar hækk- anir á bandi til prjónastofanna. Sé gert ráð fyrir svipuðu gengis- sigi og undanfarna 12 mánuöi þá ná þessir endar hvergi saman. Þaö er þvi augljóst að framund- an eru átök, sem engan vegin er ljóst hvernig fara. Það eru fleiri iðngreinar en ullariðnaðurinn, sem eiga erfitt með að sjá fram úr þessum vanda. Og um það skal engu spað hvernig stjórn- völd munu bregðast viö honum, en hitt er augljóst, að þau fyrir- tæki sem geta knúið fram veru- lega framleiðsluaukningu og um’ leið bætt gæði standa betur að bigi i þessum bardaga en hin sem geta það ekki. (Fréttabréf útflutningsmiö- stöðvar iðnaðarins.)

x

Ný þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.