Ný þjóðmál - 15.11.1979, Blaðsíða 1
6. árg. Fimmtudagur 15. nóvember 1979 10 tbl.
MALGAGN JAFNAÐAR- OG SAMVINNUMANNA
Vikið að meginmáli
— Um konur á Alþingi —
A kjörtimabilinu 1974—’78 var
talsvert rætt um nauðsyn þess
að auka hlutfall kvenna á
Alþingi frá þeim 5% sem þá var
raunin. Og haustið 1977 skrifuðu
Jafnréttisráð og Kvenréttinda-
félag Islands öllum stjórnmála-
flokkum bréf með heitri hvatn-
ingu um leiðréttingu mála
þegar framboðslistar yrðu
ákveðnir að vori.
Aðeins einn stjórnmálaflokk-
ur tók mark á þessu stefnumáli i
verki, Samtök frjálslyndra og
vinstri manna. Konum og öðr-
um áhugamönnum um málið
gafst kostur á að leiðréttá mis-
réttið meö þvi að styðja
Samtökin. Hefðu Samtökin
fengið sama brautargengi og
1971 og komið fimm mönnum á
þing hefðu þrir þeirra
þingmanna oröið konur. Þar
með heföi veriö i höfn stórkost-
legur áfangi i réttindabaráttu
kvenna á hinum pólitiska
vettvangi.
Athygli Jafnréttisráös og
Kvenréttindafélagsins var vak-
in á þessu makalausa tækifæri
með opnu bréfi fyrir kosn-
ingarnar. Kvenréttindafélagið
hirti ekki um að svara, hefur
liklega talið vera um ómerkilegt
smámál að ræða. En Jafnréttis-
ráð sendi venjulegt vifilengju-
svar sem merkti i raun ekkert
annað en það að ráöið mundi
ekki beita sér fyrir stuðningi við
Eftir
Andra ísaksson
neinn flokk né framboð. Nei,
ekki einu sinni við
kvenframbjóðendur þess flokks
sem var sá einasti eini sem stóð
við stefnu Jafnréttisráðs i verki.
Niðurstaða þessa sérstæða
skilnings á þvi hvenær bæri að
nota raunhæf pólitisk tækifæri
varð auðvitað sú aö engin breyt-
ing varðá margnefndu misrétti.
Hlutfallið var 5% og enn voru
aðeins þrjár konur kosnar á
þing þannig aö við 5% sat.
Nú hafa sömu aðilar enn veriö
á kreiki og minnt á stefnumálið
góöa. Og hver skyldi árangurinn
verða? A þessu stigi máls
verður hann aðeins metinn eft-
ir skipan framboðslista
fjórflokkanna sem fengu
þingflokka i kosningunum i
fyrra.
Segja má að Alþýöuflokkur-
inn bjóði fram óbreytt.
Hann býður fram konu i 3. sæt-
inu I fteykjavik. Hún komst inn i
fyrra. Hvort svo verður nú á
eftir aðkoma I ljós. Þeirmunuþó
fáir sem telja það með öílu
útilokaö.
Framsóknarfiokkurinn kom
engri konu aö i fyrra. Nú býöur
hann þannig fram að ljóst er að
hann er enn fjær lagi en þá. 1
fyrra komst þó ein kona i 1.
varaþingsæti flokksins á
Vesturlanði. Sá frambjóðandi
hefur nú flust úr 3. sæti i hið 9.
Enginn spámaður er svo
bjartsýnn að hann spái neinni
framsWína'rkonu 1.
varaþingsæti nú i neinu
kjördæmi.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er
ástandiö þannig að tvær efstu
konur á framboðslista flokksins
I Reykjavik hafa flust úr 3. og 9.
sæti 17. og 10. A Vestfjöröum er
sama kona I 3. sætinu og komst
þar að sem uppbótarmaður 1974
en féll úr þvi sæti I fyrra. Hins
vegar hefur kona sem var i 5.
sæti á Reykjanesi i fyrra nú
skotist upp I 3. sæti. Þar sem 7.
maður I Reykjavik og 3. maður
á Reykjanesi og Vestfjörðum
eiga möguleika á þingsætum, ef
Sjálfstæðisflokknum gengur
bærilega i þessum kosningum,
er hugsanlegt að I þingflokki
hans fjölgi konum nú um eina
eöa tvær.
Þá er það Alþýðubandalagið.
Þaö bauð I fyrra fram konu i 3.
sætinu I Reykjavik og komst
hún að sem kjördæmiskosin.
Engin kona er nú boðin fram i
sæti sem nokkur von er til að
leiði til setu á þingi. 1 staðinn
hefur verið reynt að flikka upp
á suma framboöslista 7lokksins
með þvi að raða konum i
vonlaus aöalmannasæti næst
fyrir neöan siðasta framboös-
sæti sem einhver von er um.
Þetta mætti kalla fegrunarfarða
á framboðslistum og er eins og
öðrum slikum förðum ætlað að
hylja raunveruleikann snotru
yfirborði. Engan mun þetta þó
blekkja. En grátbroslegt má i
þessu ljósi telja hlutskipti þess
flokks sem öðrum fremur hefur
viljað eigna sér réttindabaráttu
kvenna sem sérlegt flokks-
pólitiskt einkamál á undan-
gengnum áratug.
Hvernig ber að túlka þetta
ástand? Það virðist hvorki
ganga né reka i baráttu Jafn-
réttisráðs, Kvenréttindafélags-
‘ins og annarra hagsmuna- og
áhugaaðila aö þessum málum.
Hvers vegna?
Barátta Jafnréttisráðs og
Kvenréttindafélagsins hefur
verið á villigötum. Þessir aðilar
hafa talaö, sýnt fram á ástandiö
með tölum og samanburöi, sent
frá sér yfirlýsingar og áskoran-
ir — árangurslaust. Arangurs-
laust vegna þess að I hagsmuna-
baráttu, eins og hér er um að
tefla, fæst aldrei neitt sem máli
skiptir nema með nokkurri
hörku, nema meö þvi að gjalda
liku likt. Hagsmunaaðilar eða
þrýstihópar, sem hafa ákveðiö
mál að berjast fyrir, verða að
beita einhverri umbun og
refsingu þá sem við er að etja
hverju sinni, i þessu tilviki
stjórnmálaflokka á kjördegi.
Fyrir þrýstihópa sem starfa
utan stjórnmálaflokkanna er
engin önnur leið fær. Styöji slik-
ir aöilar ekki þá sem hverju
sinni bjóða þannig fram að
stuöiaö geti að leiðréttingu mála
næst enginn ár angur. „Baráttan’
verður marklaus orð, hjóm eitt
og vitleysa. Takist ekki aö
reisa baráttuna á þeim að-
feröum sem einar geta gefið
árangur er rökréttast að leggja
umrædd samtök niöur. Yrði þá
striðið háö alfariö innan
vébanda stjórnmálaflokkanna.
Til þeirrar baráttu eru Jafn-
réttisráð og Kvenréttindafélag
öldungis óþörf — meðan þau
láta sitja víð innantóm orö án
Framhald á bls. 7
Hverju breyta kosningamar?
Nú eru prófkjörin um garö
gengin og framboðum lokið.
Mörgum þykir sem gætt hafi
nokkurs skripaleiks i kringum
framboösmálin og á marga
virkarþetta þannig að naumast
sé um alvöru kosningar að
ræða. Sá svipur sem var á próf-
kjörum nú bæði hjá Alþýðu-
flokki og Sjálfstæðisflokki sýna
að vilji forystumanna á hverj-
um stað ræður þvi hvort til
þeirra skuli efnt eða ekki. Þar
sem hætta var á þvi að prófkjör
skiluöu annarri niðurstööu en
meiri hluti i forystunni vildi
voru þau ekki um hönd höfð. Og
i annan stað var samiö um að
ekki skyldu koma fram mót-
framboö gegn útsendurum
Reykjavikur-valdsins. En þó
kastaði fyrst tólfunum þegar
niðurstöðum úr bindandi próf-
kjöri var breytt, en það undir-
strikar einungis það, að
prófkjör séu ekki marktæk.
Liklega er búið aö fara svo
með prófkjörsaðferðina að hún
verður ekki oftar notuö. Sjálf-
stæðis- og Alþýöuflokkur hafa
séðfyrir þvi. Framsóknarflokk-
ur hafði eins konar kjörmanna-
fundsem réð uppröðun á lista i
Reykjavik og á Reykjanesi en
Alþýöubandalagið lokað próf-
kjör. Það sýnist i framkvæmd
mun lýöræðislegra heldur en
opnu prófkjörin eða sjálfkjörnu
kjörin. Framboð ákveðin með
þeim hætti standa mun nær
flokksfólkinu og það er eðlileg-
ast aö það ráði mestu um röðu
úr þvi kjósandinn fær ekki að
ráöa þvi sjálfur.
Sjálfstæðisflokkurinn
klofinn
Einingarflokkurinn, sem einn
stendur gegn „sundrungaröfl-
unum” klofnaöi i tveimur
kjördæmum og er þvi klofinn að
einum fjórða miðaö viö fjölda
kjördæma. Þetta er flokkur-
inn sem ætlaöi með einu
samstilltu átaki aö ná hreinum
meirihluta á Alþingi og skera
niður verðbólguna með leiftur-
sókn. Liklega veröur þetta besti
brandari þessarar kosninga-
baráttu. Óhætt mun að telja aö
enginn stjórnarandstööuflokkur
Eftir
Kára Arnórsson
fyrr eða siðar hafi fengið jafn
gott tækifæri og Sjálfstaiðis-
flokkurinn nú. Astæðan fyrir þvi
er sú aö ekki hefur i annan tíma
setið á Islandi stjórn sem hefur
verið jafn ósamstæð og frá-
farandi stjórn né háð jafn hat-
rammar innbirðis deilur.
Stjórnarandstaðan sem hefði
verið virk átti þvi vissulega
tækifæri nú. En það er nokkuö
ljóst nú þegar að Sjájfstæðis-
flokkurinn hlýtur ekki mikinn
byr i komandi kosningum.
Astæðan viröist vera sú að
uppdráttarsýki sú sem verið
hefur að gerjast i flokknum
undanfarin ár hafi eitraö svo
útfrá sér að flokkurinn rétti ekki
við nema þá meö uppskurði. Þó
má ætla að hann verði nokkuö
lengi aö rétta við eftir slikan
uppskurð. Ef sú spá min reynist
rétt, að flokkurinn nái ekki um-
talsverðum árangri i komandi
kosningum á hann engra ann-
arra kosta völ en skipta um
stjórnendur. Aö öörum kosti
hlýtur flokkurinn að klofna og
væri þá eðlilegt að hinn sósial-
demókratiski hluti flokksins og
hægri armur Alþýöuflokksins
rynnu saman i einn flokk. Hin
nýju andlit Alþýöuflokksins
skilja sig á engan hátt frá þess-
um hluta Sjálfstæðisflokksins og
islensk pólitik yrði miklu
hreinni ef þetta gerðist. Hinn
hluti Sjálfstæðisflokksins yrði
þá hreinn Ihaldsflokkur.
Ekki líklegt að stórar
breytingar verði.
í kosningunum 1978 var talið
að mikil vinstri sveifla hefði
orðið. Þessu var þó alls ekki svo
farið. Vinstri sveiflan var nefni-
lega að mestu til hægri ef. svo
má að orði kveða. I tvennum
skilningi óx hægriöflum ás-
megin. Hinir nýju framámenn
Alþýðuflokksins reyndust hægri
sinnaðir og sumir hreinir
ihaldsmenn og greinilegt var
einnig aö Alþýöubandalagið
haföi sveigt stefnu sina mjög til
hægri.leitað inn að miðju. Þetta
hlaut að leiða af sér að ekki yrðu
teknar upp róttækar breytingar
i efnahagsmálum eða rikisfjár-
málum. Enda kom ekki fram
neitt nýtt svo þó þaö hafi veriö
látið 1 veðri vaka. Þar var
aöeins um gamlar leiðir að
ræða, gömul úrræöi með mis-
þungum áherslum. Allir flokk-
Framhald á bls. 3
i