Ný þjóðmál - 15.11.1979, Blaðsíða 8

Ný þjóðmál - 15.11.1979, Blaðsíða 8
Trausti Jónsson, veðurfræðingur: Nokkrar hugleiðingar um veður og kosningar Um þær mundir sem ákveBið var aö efna til kosninga I desember var talsvert um það rætt aí> veöur og ófærö gætu spillt kosningunum og jafnvel útlokaö töluveröan hluta kjósenda frá þátttöku. Nú upp á siökastiö hefur minna boriö á umræöu um þetta atriöi en hins vegar hefur kosningaveöur og færö veriö talsvert höfö I flimt- ingum manna á meöal. Raunar má segja aö allar umræöur um þetta séu næsta tilgangslausar þvi aö búiö er aö ákveöa kosn- ingadaga og heimild er til framlengingar kosninga. Ég geröi nokkra grein fyrir likum á verulegum illveörum i útvarps- þættiá dögunum og lýsti þvi þar ab likur á verulegu óveöri væru litlar, alla vega 2—3 daga i röö. Ég mun hér á eftir gera nánari grein fyrir þessu og fleiru. 1 sama þætti geröi talsmaður vegageröarinnar grein fyrir færö á vegum um þetta leyti árs. Hann rakti færö á hring- veginum og helstu vegum út frá honum. Mér þótti athyglisvert hversu oft færö reyndist slæm og hafa ýmsir haft á oröi hvernig færi meö fólk til sveita þarsemvegireruoftekki ruddir eins reglulega og þessir aðal- vegir. Viö skulum nú lita á þessi mál dálitiö nánar. Um ofviðrisdaga Nokkuö auövelt er aö tilgreina ofviöri, þegar aöeins er miðaö viö einn ákveöinn staö. Talsvert verraer hins vegar viö máliö aö etja þegarum stærrisvæöi er aö ræöa, landshluta eöa landiö allt. Eflitiöerá langt timabil,t.d. 30 ár kemur i ijós aö 10 vindstig * Myndin er tekin i Reykjavik 13. desember 1978 eru einhversstaðar á landinu (oft raunar Stórhöföi i Vestmannaeyjum) u.þ.b. 3 hvern dag. Þegar 10 vindstig eru á ákveönum staö veröur aö teljast mjög vont veöur þar. Hins vegar er þaö jafnframt ljóst aö þó 29 vindstig séu á ein um staö mundi þaö e.t.v. hafa áhrif á kosningu á þeim staö en meginhluti landsins slyppi algjörlega viö vandræöi. Hins vegar er þaö jafn ljóst aö stórhriö e.t.v meö 10 vindstigum mjög viöa ylli verulegum vand- ræöum viö framkvæmd kosn- inga. Ekki er hægt aö draga einhverja eina linu milli þess- ara tilfella meö vandræöaveöri ööru megin en vandræöalausu hinu megin. Hér á eftir mun ég þó f jalla um þrjár slikar linur. Þá fyrstu kalla ég skaöa- veöurslinuna. Fyrir ofan hana lenda öll veöur þar sem a.m.k. 45% islenskra veöurstöðva hafa veriö meö 9 vindstig eða meira. Þetta er svo vont veður aö slik veöur koma aöeinstvisvar á ári aö meöaltali og stórir landshlut- ar veröa illa úti. Likur á aö svonaveöur-gerfá Uosningadegi eru sáralitlar. Siöan 1950 hefur veöur úr þessum flokki aöeins falliö þrisvar á 15 daga timabili 23. nóvember til 7„ desember, 30. nóv. 1950, 24. nóv. 1956 og 3. des. 1958. Einstök óheppni væri þvi ef svona veður geröi á annan hvoran kosningadaginn og likur innan viö 1%. Aöra linuna kalla ég ofviröris- linuna, hún er sett viö mörkin meir en 25% stööva meö 9 vind- stig eða meir eöa 10% stöðva meö 10 vindstig eða meir. Svona veöur gerir 10^15 sinnum á ári. Þau eru sem sagt mun algengari en skaöaveörin. Svona veöur veldur yfirleitt skaöa i einstökum landshlutum og ef veörinu fylgir snjór eöa snjókoma, sem oft er i desemberbyrjun, veröa veruleg vandkvæöi meö færö viöa um land. Svona veöur hefur gert 22 sinnum á árunum 1950—1976 á áöurnefndu 15 daga timabili. Likindin á þvi að þetta gerist annan hvorn kosningadaginn er þvi um 5% og aö svona veöur veröi báöa dagana er óliklegt. Þriöju linuna kalla ég „vand- ræöa veöurlinuna”. Hún er sett viö daga þar sem a.m.k. tvær veðurstöðvar hafa veriö meö 10 vindstig eöa meir. Slikir dagar reyndust 96 á áöurnefndum timabilum og likindin á aö ann- ar hvor kosningadagurinn sé „vandræða veöursdagur” er þvi nærri 25% og þaö verða aö teljast talsverö likindi. Hér veröur þó aö minna á aö ekki er snjór samfara nema hluta af þessum tilvikum. AB 10 vindstig teljist á tveimur veðurstöövum til viöbótar. Hér fer fer aö vera um heila landshluta aö ræöa og ef snjór eöa snjókoma fylgir eru einnig vandræöi af 7—8 vind- stigum. Niöurstööur þessara hug- leiöinga eru þvi þær aö llkur á skaöaveðri kosningadagana eru litlar, en hins vegar séu töluverð Hfiindi á samgönguvandræöum i einstökum landshlutum, i fullu samræmi viö tölur vega- geröarinnar. Hins vegar minnka likur stórlega ef dagar eru tveir eða fleiri. Breytt tiðarfar. Flugmálastjóri lét hafa eftir sér I fjölmiðlum aö veöurfar heföi veriö ööruvisi og öllu hæg ara hin siöari ár en verið heföi lengi. Þetta er alveg rétt. En við vitum aö þessu ástandi mun linna, en viö vitum ekki hvenær. Við vitum ekki hvort veturinn i vetur mun skipa sér í hóp með siöustu þremur hægu vetrum. Viö getum ekkert sagt um'slikt fyrirfram. Úti Washington eru nú gefnar út 5 daga veöurspár, sem stund- um máráöa Ifyrirokkurhérsvo vit sé í. En þó er þaö upp og ofan. Ef heppni veröur með má þvi e.t.v. leiöa likur aö kosn- ingaveörinu á miövikudag fyrir kosningar. Slik spá yrði þó ónákvæm og ekki mjög áreiðanleg, en samt. Laxahafbeitiii í samræmi við íslenska fiskveiðistefnu Mikil umræöa hefur átt sér staö aö undanförnu, I sambandi viö sjávareldi á laxi og laxahaf- beit, en hér i blaöinu var fjaHaö nokkuö um þessi málefni, svo sem varöandi byggingu og rekstur risalaxeldisstöövar, er heföi hafbeit aö verkefni. Kviaeldi Þess hefur oröiö vartað ýmsir viröast ekki átta sig á þvi hvaö sé hvaö i sambandi viö þessa umræöu um laxeldi, sjávareldi og hafbeit. Þykir því rétt aö koma ögn inn á þessi atriöi. Kviaeldi er þaö, þegar fiski er haldiö allan tlmann i kvi eöa netpoka, er hangir neöan I flot- um, sem komiö er fyrir I sjó. Eldi hefst I þessum umbúnaöi, þegar seiöin hafa náð göngu- stærö eöa hlotiö aölögun I sjó. I lok eldisins er fiskinum slátraö og hann sendur á rnarkab. Hiö sama gildir um eldi á laxi I tjörnum eöa kerjum á landi, sem nota ferskt vatn eöa i þær er dælt sjó. Hafbeit Hafbeit er hins vegar, þegar gönguseiöum er sleppt i á skömmu fyrir niöurgöngu þeirra til sjávar. Seiöin halda siöan i sjó og dveljast þar i eitt til tvö árog ganga þvi næst sem fullvaxnir laxar á ný i viökom- andi á. Hiö sama varöar eldis- stöö sem á, aö seiöum frá stöö- inni er sleppt I útrennsli hennar til sjávar. Þessi aöferö hefur veriöreynd og þróuö meö ágæt- um árangri i Kollafjaröarstöö- inni, sem kunnugter,allt frá þvi skömmu eftir 1960, og er stööin brautryöjandi á þesu sviöi meö atlantshafslaxinn. Miklar fram- farir hafa oröiö i eldinu sjálfu I KollafjaröastöSnni á þessum tima, aölögun seiöanna aö náttúrulegum aöstæöum og endurheimtu eftir sjávardvöl miöað viö stærö seiöanna viö göngu til sjávar. Hafbeitin er þvi einskonar fiskrækti hafinu á sama háttog á sér stað meö náttúrulegu seið- in, sem alast upp i ánum. Taliö er vist aö þessi fiskrækt i hafinu fariaðmestu fram á landgrunni Islands, enauk þessfer einhver' hiuti islenska laxins til Græn- lands og inn á hafsvæöi sem teljast til Noregs, Bretlandseyja og Færeyja. Eldiskviar i sjó viö Noreg. Fiskveiðistefna okkar Sú stefna hefur ráöiö okkar aö- geröum i fiskveiðimálum hvaö varöar sjávarfiskana, aö viö einir nýtum þá fiskstofna hér viöland. Þaö er þvi i fullu sam- ræmi viö þá stefnu aö islenski laxinn njóti sömu verndargagn- vart erlendum aöilum. Hliöstæö nýting þessa verömæta fisk- stofns veröi þvi eingöngu I hönd- um landsmanna sjálfra, hvort heldtir sem er i sambandi viö stórfellda laxahafbeit beint á vegum risaeldisstöövar eöa arö af útleigu á laxveiöiám lands- ins. Ljóst er, að bjart er framund- an I þessum efnum, ef stjórn- völd sýna þessum máium réttan skilning og veitt þ^ fjárhagsaö- stoö, sem nauðsynleg er til þess aö unnt sé aö hrinda i framkvæmd myndarlegu átaki i hafbeit og sjóeldi viö hag- stæöustu skilyröi, hvort heidur sem veröur á iandi eöa I kvfum, sem komiö veröur fyrir I sjó.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (15.11.1979)
https://timarit.is/issue/312089

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (15.11.1979)

Aðgerðir: