Ný þjóðmál - 15.11.1979, Blaðsíða 7

Ný þjóðmál - 15.11.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. nóvember 1979 NÝÞJÓÐMÁL 7 Audrí IsakssoTh Hverjir eru kostir Samtakanna við kjörborðið 2.-3. desember? örlagaríkt ársafmæli 1 8. tbl. Nýrra þjóðmála, sem út kom 4. október s.l., var fjall- að um ársafmæli þríflokka- stjórnarinnar og athugaöar horfur á framhaldslifi téðrar rikisstjórnar á þeim dálitlu timamótum sem þá voru nýaf- staöin i llfi hennar. Varð niðurstaðan sú að báglega horfði um allt framhaldslif stjórnarinnar, einkum vegna afstöðu alþýðuflokksmanna. Þá var einnig fjallaö um þaö I greinarstúf hverjir yröu næstu formenn þeirra stjórnmála- flokka er kenna sig við alþýðu. Væri ekki seinna vænna að fara aö hyggja að þvi. Heyrst heföi að Lúðvik Jósepsson hygðist ekki sitja lengi sem formaður Alþýöubandalagsins. Þá væri vitað að jörðin væri að gliðna undir formannsfótum Benedikts Gröndals I Alþýðuflokknum. Var þvi spáð að senn drægi til tiðinda i báðum flokkum. Ekki var þess þó vænst að orð blaðsins mundu hrina á svo fljótt sem raun bar vitni. Nóttina eftir aö blaðiö birtist sá Benedikt Gröndal sitt óvænna, ákvaö að snúast án frekari umsvifa til fylgis viö tillögu um að sprengja stjórnarsamstarfiö sem var að velkjast um I þing- flokki hans. Með þeim hætti hugðist formaöurinn ná frumkvæöi i valdastreitunni innan flokksins og framlengja um skeið valdaferil sinn. Taldi hann sig geta treyst á aö flokks- fólk vildi ekki, þegar það stæöi frammi fyrir hraðkosningum, snúast gegn manni sem væri allténd ennþá formaður flokks- ins. Benedikt tókst bragðiö að sinni. Hann vann bardaga i prófkjöri. En úrslitaorrustan er óútkljáð. Um viðskilnaðinn Hvað finnst kjósendum um ráðslag Alþýðuflokksins? Yikið að meginmáli Framhald af bls. 1 raunhæfra aðgerða i kosninga- baráttu og á kjördegi. Það sem heyrir til friðar stjórnmálaflokka I þessu tilliti er að byrja á sjálfum sér eins og Samtökin gerðu i fyrra. Það er kvenna og annarra áhugamanna um kvenréttindi að berjast fyrir málinu innan flokkanna, flykkjast i alla stjórnmálaflokka og fylkja sér sem rækilegast saman um baráttumálið og halda þvi sifellt vakandi. En ef hvorki gengur nú né rekur að heldur I baráttunni innan stjórnmálaflokkanna, hvaö þá? Tvennt kemur til greina, tveir kostir. Annar er sá aö fara að eins og Jafnréttisráð og Kvenréttindafélagið til þessa: að glúpna, sætta sig viö óréttlætið, venja flokksfólk og flokksmálgagn við að lita á baráttumálið sem tittlingaskit og verða i leiðinni áhrifalaust flokksþý' sjálfur. Hinn er sá að beita viðurlögum og hafa þar á sama hátt og sagt er að ástin geri. Ástin vill helst vera gagn- kvæm, enda leitar hún I þreng- ingum þangað sem betur er við henni tekiö. Andri tsaksson. Hvernig munu kjósendur dæma hina mistæku tilraun (þ.e. að mörgu leyti en þó ekki öllu mislukkuðu) um vinstri stjórn 1978—’79 þegar þeir greiöa atkvæðí I kjörklefanum 2. og 3. desember? Ekki er gott að segja um þetta. Sitt sýnist hver jum. Menn sem hafa samstöðu og sam- vinnu vinstri manna á stefnu- skrá sinni munu að sönnu hugsa þeim flokki þegjandi þörfina sem rauf samstarfið án sérstaks tilefnis og á þann hátt sem mest gæti hjálpaö ihaldinu til ab ná völdum. Alþýðuflokkurinn hefur dæmt sig úr leik með þvi aö bregðast tilrauninni um að stjórna landinu af festu, meö hagsmuni alþýöu landsins til sjávar og sveita aö leiöarljósi. En hvað um hina flokkana sem aö tilrauninni stóðu, Alþýðu- bandalagiö og Framsóknar- flokkinn? Hvorugur þeirra flokka stóö nægilega vel aö til- rauninni heldur. Alþýðubanda- lagið gerði samvinnuna örbuga með þrotlausu gaspri og geipan einstakra forystumanna I kappi við yfirlýsingar spreðibassa- liðsins i Alþýðuflokknum, — þá menn skorti heilindi i samstarfi engu siður en spegilmyndir þeirra I Alþýðuflokknum. Framsóknarflokkinn brast hins vegar þor og frumkvæöi um málatilbúnaö og stefnu- mörkun. Lengst af s.l. vetri var engu likara en að forsætisráð- herrann, Olafur Jóhannesson, forðaðist eins og heitan eld aö taka málefnalegt frumkvæði heldur biði eftir tillögum sam- starfsflokkanna og reyndi bara að semja. Tækist þaö ekki virt- ist regla hans vera sú að standa meö þeim flokknum sem liklegri sýndist til aö rjúfa stjórnarsamstarfið hverju sinni. Slikt frumkvæöisleysi kann ekki góðri lukku aö stýra. Skýrir valkostir Samtakamenn eiga ekki aðra kosti skárri I alþingiskosning- unum en að styðja Alþýöu- bandalag eða Framsóknarflokk — flokkana sem þrátt fyrir alla erfiðleika vildu þó reyna til þrautar að stjórna landinu sam- an i nokkrum jafnaðar-, félags- og samvinnuanda. Hver og einn samtakamaður verður aö gera upp við sig hvorn flokkinn hon- um finnst réttara aö styöja. Matið ræðst auðvitað mest af þvi hversu menn telja umrædda fiokka munu duga i sókninni að þeim markmiðum jafnaðar og samvinnu sem felast i stefnu- skrá Samtakanna. Sérhver samtakamaður leggur niður fyrir sér sjálfur hvaða stefnu- mál séu hér mikilvægust. Þá mun mat manna á frambjóðendum og ýmsar stað- bundnar og stéttarlegar aðstæður hafa sitt að segja. En ramminn sem markar valkosti samtakafaamrti -er skýr. Við núverandi kosningaaðstæður eigum viö ekki aðra kosti betri en að styðja, hver eftir sinu sjálfstæög dórrigreindarmati, annan hvorn þeirra flokka sem stóðu skár en Alþýðuflokkurinn aö tilrauninni um vinstri stjórn 1978—’79. RIKISSPITALARNIR ss> lausar stöður LANDSPÍTALINN StaðaAÐSTOÐ ARLÆKNIS við taugalækningadeild Land- spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist i 6 mánuði frá 1. desember n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 29. nóvember. Upplýsingar veitir yfir- læknir deildarinnar i sima 29000. KLEPPSSPÍT ALI STARFSMM)UR óskast sem fyrst að skóladagheimili Kleppsspitalans. Upplýsingar gefur forstöðumaður barnaheimilisins i sima 38160. ÞVOTTAHÚS RÍKISSPÍTALANNA AÐSTOÐARMAÐUR Óskast sem fyrst i Þvottahús rikisspitalanna við Tunguháls. Upplýsingar gefur for- stöðumaður þvottahússins i sima 29000. Reykjavik, 4. nóvember 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTl 5. SlMl 29000 Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla í Kópavogi Utankjörfundaratkvæöagreiösla í Kópavogi vegna alþingiskosninganna 2. og 3. desember 1979 hefst laugardaginn 10. nóvember og stendur fram á síöari kjördag hinn 3. desember. Opiö veröur eins og hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 10—15 og kl. 18—20, laugardaga kl. 10—14 og kl. 18—20 og sunnudaga kl. 10—12. Atkvæðagreiðslan fer fram á lögreglustöðinni aö Auöbrekku 57, 1. hæö. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Starfskraftur óskast Tryggingastofnun rikisins — Læknadeild — óskar eftir starfskrafti til almennra skrifstofustarfa. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsókn er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf stendist til Trygginga- stofnunar rikisins — Læknadeild — Lauga- vegi 114,105 Reykjavik. fyrir 20. nóv. n.k. Auglýsing frá rikisskattstjóra Verðbreytingarstuðull áranna 1938-1963 Samkvæmt ákvæðum 7. mgr. IV. tl. ákvæði til bráðabirgða i lögum nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt getur skattaðili sótt um heimild til rikis- skattstjóra til að nota annan stuðul en þann sem ákveðinn er fyrir árið 1964, sbr. 2. mgr. IV. tl. og V. tl. ákvæði til bráða- birgða í greindum lögum, hafi hann eignast eignina fyrir árið 1964. Ríkisskatt- stjóri hefur reiknað verðbreytingarstuðul fyrir eignir sem skattaðili hefur eignast á árunum 1938 til 1963 sem notaður verður sem margföldunarstuðull skv. ákvæðum IV. og V. tl. ákvæði til bráðabirgða i greindum lögum verði umrædd heimild veitt. Margföldunarstuðull sem hér segir: umræddra ára er Arslns 1993: Arsins 1962: Arsins 1961: Arsins 1960: Arsins 1959: Aesins 1958: Arslns 1957: Arslns 1956: Arsins 1955: Arsins 1954: Arsins 1953: Arslns 1952: Arslns 1951: 32,3306 34.2816 38.5660 42.5069 44.9623 48.9617 53.0222 59.6500 62.8100 67.8219 71.4032 72.9120 82.2203 Arsins 1950 Arslns 1949 Arsins 1948 Arsins 1947 Arsins 1946 Arslns 1945 Arslns 1944 Artins 1943 Arsins 1942 Arsins 1941 Arsins 1940 Arslns 1939 Arslns 1938 102.5293 117.9008 125.4500 131.5900 144.6829 158.4670 162.2480 168.0258 192.9909 263.6301 387.9246 533.9576 578.0095 Reykjavlk 7. nóvember 1979 Rlkisskattstjóri

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (15.11.1979)
https://timarit.is/issue/312089

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (15.11.1979)

Aðgerðir: