Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn JÓLAHANDBÓKIN llllllllllllllllllllllll BÆKUR TÓNLIST OGHDOÐFÆRI Fjölfræðibók um tónlist og hljóðfræði Þriðja verkið í bóka- flokknum Heimur í hnotskurn. í bókinni Tónlist og hljóðfærí, sem Vcika-Helgafell sendir nú á markað, er fjallað um hljóðfærin og hvernig þau eru notuð til að túlka tónlistina - allt frá einföldustu flautum og bumbum til flóknustu hljóðfæra nútímans. Frá því að steinaldarmaðurinn sló saman grjóti til að vekja hljóð hafa menn fundið upp aragrúa hljóðfæra í leit sinni að nýjum leiðum til að tjá tónhugsanir. Bókin Tónlist og hljóðfæri er þriðja bókin sem Vaka-Helgafell gefur út í fjölfræðibókaflokknum Heimur í hnotskurn. Bækurnar eru unnar í samvinnu breskra og franskra bókaforlaga og hafa hvarvetna hlotið lof og alþjóðlega viðurkenningu fyrir nýstárlega framsetningu og myndrænar útskýringar. Bókin Tónlist og hljóðfærí á að svala fróðleiksfýsn ungra sem aldinna á einkar skemmtilegan hátt. Framsetning efnis er myndræn og nútímaleg. Brautryðjendaverk hefur verið unnið við þýðingu bókarinnar. Hana önnuðust tólf sérfræðingar, hver á sínu sviði, en Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri var ritstjóri þýðingarinnar og Arni Böðvarsson málfarsráðunautur var til ráðuneytis um málfar. Hér er gerð tilraun til að þýða á íslensku orð sem ekki hafa verið til áður og samræma hugtakanotkun. Þeir sem hafa kynnt sér bókina eru sammála um að vel hafi tekist til og bók þessi verði þvi umtalsvert framlag til málræktar. Prenttækni hf. í Kópavogi annaðist setningu og filmuvinnslu bókarinnar en A. Mondadori í Veróna á Itáh'u sá um prentun og bókband. Súkkulaðiterta með rommkremi Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni.... og útkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! Gott úrval af vörum fyrir yngstu börnin. Barna- vagnar og kerrur í miklu úrvali. Bílstóll 4.900 kr. Dúkkuvagn 7.990 kr. ■ari ilWIIBWBBMMMBWMMBMBHBBMl ABGUS/SU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.