Tíminn - 07.12.1989, Síða 11

Tíminn - 07.12.1989, Síða 11
JÓLAHANDBÓKIN Tíminn 11 Gestapo Höfundur: Sven Hassel Útgefandi: Skjaldborg hf. Sven Hassel er þekktasti stríðsbókahöfundur í heiminum í dag. Hann hefur skrifað fjórtán bækur um seinni heimsstyrjöldina. Hann skrifar sögu herflokks sem hann kallar „Hersveit hinna fordæmdu", en í þeirri hersveit eru alls konar misindismenn sem hefur verið safnað saman og eru alltaf í fremstu víglínu. Þeir þurfa að taka að sér verkefni sem enginn annar fæst til að vinna enda er öllum sama um örlög þeirra. En þeir hafa tilfinningar undir hrjúfu yfirbragði og Sven Hassel tekst að koma öllu þessu til skila. Höfundurinn gekk sjálfur í þýska herinn 1937 og segir að það hafi verið af stráksskap eingöngu, hann hafi ekki gert sér ljóst hvað hann var að gera. Hann tók þátt í hildarleiknum sjálfur og veit því hvað hann er að skrifa um. í þessari bók fjallar hann um þýsku herlögregluna sem var skelfileg ógnun alls staðar þar sem hún starfaði. Þessi bók er ósvikin Sven Hassel bók og ef til vill hans besta. MARY STEWART ARFUR H liðna Hjá Iðunni er komin út ný skáldsaga eftir hinn vinsæla rithöfund Mary Stewart. Þetta er þrettánda bók hennar sem út kemur á íslensku og hafa fyrri bækurnar allar náð miklum vinsældum, enda kunna fáir betur að segja spennandi og heillandi sögur, sveipaðar rómantík og dulúð. Hér segir frá Gilly Ramsey sem erfir hús frænku sinnar, Þyrnigerði, og ákveður að setjast þar að. Hún hefur engan grun um að í augum nágrannanna hvflir dulúðugur blær yfir húsinu því að Geillis frænka hafði verið álitin fjölkunnug. Gilly verður þess skjótt vör að hún hefur erft fleira en hús frænku sinnar og það er eins og Geillis sé enn á ferli og spinni eigin álagavef til —---- gegn hinu illa. Að lokum neyðist Gilly velja sína eigin leið gegnur töfraskóginn og það gerir hún með aðstoð lítils drengs sem leitar til hennar - og föður hans rithöfundarins John Christopher. Báðir eiga þeir greiða leið að hjarta hennar. Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. fæst hjá okkur. Höfum geysilegt úrval af fjarstýrðum bílum af mörgum gerðum og í öllum verðflokkum. Einnig bíla, flugvélar, mótorhjól, geimför, báta, lestir og hús í hinum vönduðu Revell módelum. Auk þess höfum við stórar dúkkur, litlar dúkkur og fjöldann allan af öðrum leikföngum, fallegum, vönduðum og þroskandi fyrir börn á öllum aldri. URVAL LEKFANGA Sængur SvæflarKoddar Sængurverasett Vöggusett Barnasett Lök Unglingasett SÆNGURFATAVERSLUN Sími 91-20978 Njálsgötu 86 NORÐMANNSÞINUR Jólatréð sem ekki fellir barrið Jólatrén okkar eru óvenjufalleg í ár. Komið í jólaskóginn og veljið jólatré við bestu aðstœður Landsbyggðarþjónusta. Sendum jólatré hvert á land sem er. Pantiö tímanlega. Gróðurhúsinu við Sigtún. Sími 689070

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.