Tíminn - 07.12.1989, Síða 13

Tíminn - 07.12.1989, Síða 13
JÓLAHANDBÓKIN Tíminn 13 llllllllillllllllllllllllll BÆKUR Hversvegna ELSKA KARLMENN KONUR Hversvegna YFIRGEFA KARLMENN KONUR 'l)R.CONN'HJ l. i:OW.\N’ &. Kl Ma\>A KJNOLK Hvers vegna elska karl- menn konur? Hvers vegna yfirgefa karl- menn konur? Höf:. Dr. Connel Cowan og dr. Melvyn Kinder. í fyrrililuta bókarinnar, „Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur? “, fjalla höfundar um þau viðhorf og athafnir kvenna sem gera karhnenn þeim fráhverfa og tefla sambúð karla og kvenna í tvísýnu. Til dæmis komast konur að því við lesturinn að sé of mikið gefið geti það bælt ástina fremur en lyft henni á hærra stig, að kona geti óviljandi girt fyrir innileika og ýtt manni frá sér, að ágeng ástleitni geti haft þveröfug áhrif við það sem ætlað var og augu þeirra opnast fyrir allt of algengu og ömurlegu misræmi milli karls og konu þegar ástarhitinn krefst mestrar samstillingar. í síðari hluta bókarinnar, „Hvers vegna elska karlmenn konur? “, veita höfundarnir innsýn í atferli sem vekur ástríka og jákvæða svörun hjá karlmönnum. Gagnstætt þvi sem margar konur halda eru karlmenn fúsir til að tjá ást sína, þeir laðast venjulega að sterkum konum sem standa þeim jafnfætis og þeir hcLÍa oft ótjáða en þó ríka þörf fyrir vináttu. Skjaldborg hf. gefur bókina út. Þýðandi er Gissur Ó. Erlingsson. Syngjum dátt og dönsum sem um jól Höfundur: Maya Angelou Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson Útgefandi: Skjaldborg hf. Maya Angelou er fædd árið 1928 í St. Louis, Missouri. Eftir skilnað foreldra sinna fóru hún og bróðir hennar, sem hún dáði umfram alla aðra, í fóstur til ömmu þeirra, eiganda sveitaverslunar sem var miðdepiU lifsins í svertingjahverfinu í Stamps, Arkansas. Átta ára gamalli var Mayu nauðgað af sambýlismanni móður hennar og næstu fimm árin var hún mállaus. Þegar þau systkinin voru komin á táningsaldurinn fluttust þau til móður sinnar í Kaliforníu og inn í veröld sem var skörp og eftirminnileg andstæða tilverunnar í Stamps. Þegar Maya var sextán ára og hafði nýlokið grunnskólanámi eignaðist hún son sinn Guy. Næstu árin var hún frammistöðustúlka, söngvari, leikkona, dansmær, baráttukona fyrir málstað svertingja, ritstjóri og móðir. Hún hefur, eins og hún sjálf segir, „lifað rússíbanalífi....“ Svalur og Valur: Með hjartað í buxunum Komin er út hjá Iðunni ný teiknimyndasaga um félagana Sval og Val eftir Tome og Janry og er þetta tuttugasta og sjötta 3VALUR OG FÉLAGAR MEÐ HJARTAÐ í BUXUNUM Tome & Janry bókin sem út kemur á íslensku um ævintýri þeirra félaga. Hér segir frá ótrúlegum ævintýrum blaðamannanna snjöllu þegar þeir leggja af stað í stórhættulegan leiðangur upp í snæþaktar auðnir Himalayafjcillanna í leit að Dal útlaganna - og hafa með sér nokkra furðufugla sem þeir eiga að reyna að lækna af ólæknandi hiksta! Aldrei hafa þeir Svalur og Valur og íkominn Pési lagt í meiri hættuför né komist í hann krappari. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Hvíslandi lundurinn Sara Hylton Fyrsta bók Söru Hylton, sem þýdd er á íslensku, Dumbrauði fálkinn, kom út fyrir síðustu jól og naut þegar mikilla vinsælda og óhætt er að fuEyrða að í þessari nýju bók höfundar sé viðburðarík atburðarás ekki síður spennandi en í hinni fyrri. r KEA hangikjötið er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðar- mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott og ilmandi eins og þið viljið hafa það — á jólum! ■ jggji

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.