Tíminn - 07.12.1989, Page 17

Tíminn - 07.12.1989, Page 17
JÓLAHANDBÓKIN Tíminn 17 BÆKUR Kúbanskur kapall Iðunn hefur gefið út Kúbanskan kapal eftir Bjarne Reuter, einn þekktasta og virtasta rithöfund Dana. Bjame Reuter hefur hiotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast dönsku bókmenntaverðlaunin Gullna lárviðarsveiginn, sem féllu honum í skaut eftir útkomu þessarar bókar fyrr á árinu. Kúbanskur kapall vakti þegar í stað mikla athygli og varð ein söluhæsta bók ársins í Danmörku. Þetta er æsileg saga um afbrot og svikræði, þar sem ekki er allt sem sýnist. Utanríkisráðherrann finnst myrtur og allir forkólfar lögreglu og leyniþjónustu hefja rannsókn á málinu. Á sama tíma eru Johan Klinger og Otto fólagi hans að vinna að rannsókn á morði gleðikonu sem fundist hafði illa útleikin í höfninni. Getur það verið að einhver tengsl séu á milh þessara mála? Það er ekki fyrr en Johan KUnger kemur í hitabeltisloftslagið á Kúbu sem hlutirnir fara að skýrast og flett er ofan af heldur ógeðfelldum samsærum og dularfullum atvikum. En er þá kannski allt um seinan? Sverrir Hólmarsson þýddi bókina. Bás^piraf eftíntiinnilegri og sétaæM Lífsreynsla - lokabindi Bragi Þórðarson tók saman Út er komin hjá Hörpuútgáfunni 3. og síðasta bókin í bókaflokknum Lífsreynsla. Eins og áður er skyggnst inn í margþætta lífsreynslu fólks úr öllum landsfjórðungum. Sagt er frá baráttu þess við náttúruöfl, veikindi, ofdrykkju og margs konar lífsháska sem breytir viðhorfinu til lífsins. Með þessari bók lýkur útgáfu ritsafnsins. Nafnaskrá er í bókinni. Efni: Sigurður Sverrisson, Akranesi: „Var búinn að sætta mig við að deyja“. Frásögn Björgvins Björgvinssonar, Akranesi, af björgun úr námaslysi. Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Reykjavík: „Ekki varð öUum bjargað". Frásögn Sigríðar Guðmundsdóttur af hjálparstarfinu í Eþíópíu. Inga Rósa Þórðardóttir, EgUsstöðum: „Snjóflóðið steyptist yfir okkur". Frásögn Heimis Þorsteinssonar, Þorsteins Kristjánssonar og Nönnu Jónsdóttur, Stöðvarfirði. Jóhanna Margrót Einarsdóttir, Reykjavík: „Örlögunum fær enginn breytt". Frásögn af Ufsreynslu Ágústu Drafnar Guðmundsdóttur frá V estmannaeyjum. Sigurgeir Jónsson, Vestmannaeyjum: „í vist hjá hörðum húsbónda". Frásögn Einars Sigurfinnssonar, Vestmannaeyjum, af baráttu hans við Bakkus. Bjöm Þorleifsson, Húsabakka: „Þrír lífsháskar - og þó nokkur beinbrot". Sagt frá lífsreynslu SigurðarMarinóssonar, LaugahUð í Svarfaðardal. Ólafur Jóhannsson, Reykjavík: „ViUtur í þrjá sólarhringa". Frásögn Geirs Jóns Karlssonar af giftusamlegri björgun. Herdís Ólafsdóttir, Akranesi: „Enginn veit sína ævina". Bam verður móðurlaust. Sveinn EUasson, Reykjavík: „Hættuför í skugga heimsstyrjaldar." Kafbátar ógnuðu skipalestinni. Erlingur Davíðsson, Akureyri: „Dauðinn beið í næsta broti. — Við sáum brotsjóinn rísa". PáU Lýðsson, Litlu-Sandvík: „í fárviðri á fjöUum". Frásögn Kristins Helgasonar, Halakoti. Jóhannes Sigurjónsson, Húsavík: „Heppinn að sleppa lifandi". Frásögn Héðins Ólafssonar, FjöUum, Kelduhverfi. Líf sreynsla 3 er 228 bls., prýdd fjölda mynda af fólki og atburðum. Kápa: Emst Backman. Prentun og bókband: Oddi hf. Aldnir hafa orðið Höfundur: Erlingur Davíðsson Bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðið" varðveitir hinar merkUegustu frásagnir eldra fólks af atburðum löngu Uðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, siðvenjumar og bregður upp myndum af þjóðlífinu, ömm breytincfum og stórstígum framfömm, þótt ekki sé um samfeUdar ævisögur að ræða. Með hinum öldnu sem kveðja hverfur jafnan mikiU fróðleikur og Uf sviska sem betur er geymdur en gleymdur. Fólk það, sem segir frá í þessari bók og fyrri bókum í þessum bókaflokki, er úr ólíkum jarðvegi sprottið og starfsvettvangur þess fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frásagnirnar spegla þá Uðnu tíma sem á öld hraðans og breytinganna virðast nú þegar orðnir fjarlægir. En aUar hafa þær sögulegt gUdi þótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögumanns sem á fyrri tíð vom aufúsugestir. Með útkomu þessa bindis, sem ALDNIR HAFA ORÐID er hið 18., lýkur þessum merkUega bókaflokki. í þessum bókum hefur verið rætt við á annað hundrað einstaklinga, úr flestum þjóðfélagsstéttum og öUum landshlutum, þessar bækur em því saga fólksins í þessu landi. Þessi segja frá: Bjarni Jóhannesson, skipstjóri frá Flatey, Eiríkur Björnsson, bóndi og oddviti frá ArnarfelU, Einar Malmqvist, fyrrverandi útgerðarmaður, KetiU Þórisson, bóndi í Baldursheimi, Guðný Pétursdóttir hjúkmnarkona, Snælandi í Kópavogi, Þórður Oddsson, læknir í ReykjavUc, og Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Skálpastöðum. ÍSLENZK ÁSTALJÓÐ Snorri Hjartarson valdi Ijóöin. ( bókinni eru 70 Ijóö eftir 50 íslensk skáld, öll Ijóðin eru listaverk. Snorri Hjartarson var einn af öndvegishöfundum íslenskrar Ijóðlistar á þessari öld. Nafn hans tryggir vandaö Ijóðaval. Verð: 1950 kr. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Sálmar og kvæði - úrval Fyrra bindið er Passíusálmarnir í útgáfu Helga Skúla Kjart- anssonar, en síðara bindið er safn sálma og kvæða, úrval, tekið saman af Páli Bjarnasyni cand. mag. Hallgrímur Péturs- son er eitt mesta trúarskáld okkar fyrr og síðar, en hann orti einnig gamankvæði, stökur, lausavísur og rímur. Einstaklega fallegt og eigulegt ritsafn sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 4975 kr. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN III í þessu síðasta bindi ritsafnsins eru stór- fróðleg viðtöl Hjartar Gíslasonar við útvegsmenn og skipstjóra úr öllum lands- fjórðungum. Viðmælendur eru: Guðrún Lárusdóttir, Hafnarfirði, Ólafur Örn Jónsson, Reykjavík, Ingvi Rafn Alberts- son, Eskifirði, Runólfur Hallfreðsson, Akranesi, örn Erlingsson, Keflavík og Guðbjartur Ásgeirsson, (safirði. Þetta er bók sem fjallar í máli og myndum um það sem efst er á baugi í íslenskum sjávarút- vegi og gefur raunsanna mynd af lífi sjó- manna. Verð: 2980 kr. BÆNDURÁ HVUNNDAGSFÖTUM Samtalsbók Helga Bjarnasonar um nútíma bændur, líf þeirra, búskap og áhugamál, félagsstörf og skoðanir. Þau sem segja frá eru: Aðalsteinn Aðalsteins- son á Vaðbrekku, Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli, Pálmi Jónsson á Akri, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka. 120 Ijósmyndir prýða bókina. Hún er fróðleiksnáma um líf og störf bænda. Verð: 3280 kr. LÍFSREYNSLA III í þessu lokabindi safnsins er sem fyrr skyggnst inn í margþætta reynslu fólks úr öllum landshlutum. Meðal efnis er frásögn Sigríðar Guðmundsdóttur af hjúkrunar- störfurp hennar í Eþíópíu, sagt frá ótrúlegri björgun (slendings úr námuslysi á Sval- barða, frásögn Ágústu Guðmundsdóttur sem lamaðist í mótorhjólaslysi og lýsing Einars Sigurfinnssonar á martröð alkóhól- istans. Einnig frásagnir af björgun úr lífs- háska á sjó og landi. Ógleymanleg og áhrifamikil bók. Verð: 2980 kr. HÖRPUÚTGÁFAN Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes Suöurlandsbraut 4, 108 Reykjavík . NÝR DAGUR.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.