Eimreiðin - 01.01.1960, Page 54
42
EIMREIÐIN
— Jú, svaraði hann hrifinn. —
Hún svífur langlengst af þeirn öll-
um. Það þarf bara helzt að fara
með hana út úr bænum til þess að
hún geti notið sín.
Forstjórinn gafst upp.
— Seztu niður og farðu að lesa,
drengur, skipaði hann snúðugt.
Þegar hann svipti upp lierberg-
ishurðinni, hafði hann nær því
skellt henni á frúna, sem hörfaði
undan í fáti. Hún hafði, að öllum
líkindum, legið á hleri við dyrnar.
— Hvað, ert þú þarna, kona? Ja,
þú sérð um það, að strákhvolpur-
inn standi ekki upp frá lestrinum
fyrr en um kvöldmat.
í þessum svifum hringdi síminn
ákaflega niðri.
— Nú, nú, þetta er sjálfsagt Ak-
ureyri. Var búinn að panta sam-
tal. Mjög áríðandi. Verið þér sæl-
ir, kennari.
Hann þaut niður.
Þá vogaði frúin sér að koma nær.
Hún hafði sýnilega bætt á sig, og
brosið var ögn stöðugra en áður,
þótt enn væri það gleðisnautt.
— Það þýðir ekkert að vera að
kenna honum Nonna, hvíslaði
hún. — Ég veit það ósköp vel.
Hann getur ekkert lært. Hann er
alveg eins og hann afi sálugi.
Hann var smiður og það lék allt
í höndunum á honum. En það gat
varla heitið, að hann væri læs,
blessaður karlinn. Amma varð að
skrifa fyrir hann alla reikninga.
... Nei, hann Nonni verður aldrei
neinn menntamaður og forstjóri,
hélt hún áfram, óðamála og and-
stutt. Það var eins og hún ætlaðist
ekki til svars og byggist ekki við
því. — Hann gæti í hæsta lagi
unnið á verkstæðinu. Verkstæðinu
hans föður síns . .. sem járnsmiður
— lijá föður sínum . .. forstjóran-
um, . . . hér tók frúin að hlæja,
lágum, undarlegum hlátri. Hún
hristist öU af hlátri, en hláturinn
iieyrðist ekki fyrri en henni svelgd-
ist á.
Niðri talaði húsbóndinn í síffl-
ann, áríðandi samtal við Akureyri.
Hann talaði ákaflega hátt. Hann
virtist vera eini maðurinn í þessu
húsi, sem talaði upphátt.
Nokkru síðar fór Nonni heiffl
með einkunnaskírteini sitt í fyrsta
skipti, að loknu miðsvetrarprófi-
Það var dapurlegur lestur að líta
yfir einkunnirnar hans, og ég kveið
afleiðingunum, hans vegna.
Þetta sama kvöld labbaði ég
heim til kunningja míns, Sigurðar
menntaskólakennara. Við liöfuffl
þekkzt lengi, og hittumst nokkuð
oft. Það er nokkuð svipað á kofflið
um okkur báða, báðir gamlir kenn-
arar og báðir einir á bát: Ég pip'
arsveinn og liann fráskilinn fyrnr
löngu. Sigurður ]>ykir forkunnar
duglegur kennari og nokkuð harð-
ur í horn að taka stundum. Eink-
um þykir honum sýnt um að koma
nemendum, sem hann hefur 1
einkatímum, áleiðis, já, tornæmum,
lötum ogböldnum piltum, sem aðr-
ir hafa gefizt upp við. Hann hef-
ur því lengi verið eftirsóttur einka-
kennari og haft af því drjúgai
tekjur.
Við Sigurður heimsækjum hvorn
annan stundum á kvöldin, þegaf
við höfum lítið að gera. Við tökuffl