Eimreiðin - 01.01.1960, Page 92
80
EIMREIÐIN
V.
Nú er kotungshátturinn horfinn
úr mataræði, framgöngu og klæða-
burði íslendinga, en hann kennist
fljótt í úthlutun listamannalaun-
anna. Megingallar hennar eru
tveir. Annars vegar er fjárupphæð-
in stjúpmóðurlega við nögl skorin
og hins vegar skipt í allt of marga
staði, svo að hlutur flestra eða allra
verður næsta lítill. íslendingar leysa
varla efnahagsvandræði sín með
javí að skerða kjör listamannanna.
Leiðrétting í Jrví efni er grundvall-
arskilyrði jress, að úthlutunin verði
nærri lagi. En jafnframt ber að
fækka úthlutunarflokkunum, Jró
að færri hljóti listamannalaun ár
hvert með Jdví móti. Misskiptingin
er mesta óánægjuefni listamann-
anna, jró að þeir nefni hana sjald-
an í opinberum umræðum. Og
liún er einnig varhugaverð af jjeim
sökum að almenningur skilur hana
svo, að úthlutunamefndin sé að
flokka listamennina eftir getu
Jreirra og hæfileikum. Slíkt mat er
óframkvæmanlegt og úthlutun
listamánnalaunanna óviðkomandi
með öllu. Við borgurn mönnum
sama kaup fyrir múraravinnu, tré-
smíði eða verzlunarstörf og jafnvel
júngmennsku. Hvers vegna þá að
skipa listamönnum í fimm eða sex
launaflokka? Þeir ættu að vera
tveir og alls ekki fleiri en þrír. Til-
gangur listamannalaunanna á að
vera sá að gera viðurkenndum og
eliiilegum listamönnum kleift að
starfa að list sinni. Hitt verður allt-
af álitamál, hvort Pétur sé snjallari
en Páll eða Páll efnilegri en Pétur.
Listamannalaunin eiga ekki að
byggjast ;í svo hæpnum úrskurði-
Verkefni úthlutunarnefndarinnar
er að skipta fé milli þeirra lista-
manna, sem hún viðurkennir starfs-
lræfa. Hún má gjarna vera kröfu
hörð í vali þeirra, sem koma til
álita, en mismunun listamannanna,
sem launin liljóta, er hróplegt rang-
læti. Alþingi ber skylda til að
koma úthlutun listamannalaun-
anna í nýtt og betra horf með lög-
gjöf.
Og nú mun mál að linna.