Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1906, Side 3

Ægir - 01.09.1906, Side 3
ÆGIR. 23 kynt sár sérstaklega, er að gagni mætti koma. 7. gr. Peir sem vilja öðlast verðlaun úr sjóðn- um fyrir framúrskarandi atorku og eftir- breytnisverðar nýjungar í fiskiveiðnm og meðferð fiskjar, skulu fyrir októbermán- aðarlok senda stjórnarráðinu umsókn um, að þeir megi koma til greina. Umsókn- inni skal fylgja skýrsla tveggja valin- kunnra manna, sem reynslu og þekking hafa í því, er að fiskiveiðum lýtur, með árituðu vottorði sýslumanns eða bæjar- fógeta um að svo sé. I skýrslunni skulu þeir skýra nákvæmlega og eftir beztu vitund frá þeim framkvæmdum umsækj- anda og nýjungum, sem taldar eru verð- launaverðar, og nytsemd þeirri, er af þeim hefir hlotnast. Eigi verða þær framkvæmdir teknar til greina, sem hafa minna en 5 ára reynslu við að styðjast. Lægri verðlaun en 50 kr. skulu eigi veilt. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur að hegða sér. í stjórnarráði íslamls, 31. júlí 1906. H, Hafstein. Jón Hermannsson. Eltirlit varðskipanna (Stationsskibenes Tilsyn) nieð fiskiveiðunnm rið ísland og Færeyjar eftir Commandör R. Hammer. Með þessari fyrirsögn hefir hinn góð- kunni Commandörí sjóhernum, R. Ham- mer, skrifað bækling sem út kom í vor að fyrirlagi sjóliðsráðaneytisins. Hr. R. Sæmundsson hefir getið innihalds þessa kvers í ritgerð í »Lögréttu«, sem margir munu hafa lesið, og virðist óþarfi að fara nákvæmlega út í innihaldið, en aðallega taka fram aðalefnið og birta nokkra kaíla sem eru þess verðir að menn lesi þá með athygli til þess að kynnast eftirlit- inu með fiskiveiðum útlendinga við ís- land, sjá hvernig það er, og' hvernig höf- undurinn álítur það þurfi að vera. Þetla kver er safnað eftir skýrslum þeim höfuðsmenn varðskipanna hafagefið á siðustu árum, að endaðri dvöl sinni hér við land og er samið með elju og g'löggu auga fyrir ])ví sem viðber á sjón- um kringum strendur landsins, eins og líka höfundurinn ekki dregur dul á að íslenzk löggjöf viðvíkjandi fiskiveiðum litlendinga er ekki eins skýr og fullkomin og hún ætti að vera, að sama skapi sem verndun landhelginnar er örðug vegna víðáttu sinnar fyrir aðeins eitt skip. Rókin skiftist í 6 kafla, sem snerta fiskiveiðarnar við Island, sem eru þessir: I. Tilgangur strandgæslunnar. II. Fiskiveiðar undir dönsku merki. III. Fiskiveiðar útlendinga. IV. Lög viðvíkjandi fiskiveiðum út- lendinga ásamt viðureign íslend- inga og botnvörpunga. V. ogVI. Um strandgæziuna, hvernig hún er framkvæmd og ýmislegt við- víkjandi henni. Að síðustu er stuttur kafli um Fær- eyjar. Samkvæmt reglugjörð Sjómálaráða- neytisins til höfuðsmannsins fyrir varð- skipinu við Island, segir hann að til- gangur strandgæzlunnar sé þessi: a) að gæta þess að útlendingar ekki að- hafist neitt ólöglegt innan landhelg- islínunnar. b) að haía eftirlit með fiskiveiðum danskra og enskra þegna á sjónum utan landhelgi samkv. samn. milli Dana og Engl. frá 24. júní 1901 um fiskiveiðar i sjónum kringum ísland

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.