Ægir - 01.09.1906, Page 5
Æ G I R .
25
Yflrlit yfir flskafla
sumarið 1906.
Ægir vill að þessu sinni, að eins birta
dálítið yfirlit yfir fiskafla við Island sum-
arið 1906 með samanburði yfir sumarið
1905.
Það er ekki svo auðvelt, að gefa ítar-
lega skýi'slu yfir aflabrögð alstaðar við
landið, vegna þess, að bæðí eru tölurnar
ónákvæmar, þar sem þær fást, og að
öðru leyti mjög örðugt og nærfelt ómögu-
legt, að ná í þær viðast livar. Þess vegna
vefður maður að láta sér nægja, að skýra
frá aflabrögðunum, þannig, að maður
birtir sönni ummæli um aflabrögðin eins
og fiskimenn og útgjörðarmenn liafa látið
uppskátt með hæfllegu tilliti lil ársins
áður, eða ánægju eða misþóknun yfir
tekjunum við fiskveiðina í blutfalli við
útgjöldin.
Æg'ir mun seinna við tækifæri birta
nákvæmari skýrslur úr hinum ýmsu
veiðistöðum, en nú er fyrir hendi.
Utgjörðartíminn eða vertíðin byrjaði
hér við Suðurland með hinum mestu
hörmungum er nokkru sinni áður hefir
skeð, þar sem 3 skip með um 70 manns
fórust með öllu saman. Slíkir mann-
skaðar í byrjun fiskitimans ásamt fleír-
um seinna á fiskiveiðatímanum fyrir
Vesturlandi hefir liaft afar-skaðleg áhrif
á aflabrögðin samfara sifeldum stormum
sem hindruðu önnur skip í að stunda
veiðarnar.
Héðan úr Reykjavik og af Seltjarnar-
nesi gengu 46 þilskip til fiskiveiða og 2
botnvörpungar, af þilskipunum fórust
3 strax í byrjun vertíðarinnar »Sophia
Wethly« (skipstj. Jafet Ólafsson) hafði
áður fiskað 9,500 flska, »Emelia« (skip-
slj. Björn Gislason) 6,000, og »Ingvar«
(skipstj. Tyrfingur Magnússon) 4,600 flska.
3 skip fóru heldur ekki út síðasta »túr«
»Milly« »Nyanza« og »Ragnheiður« ásamt
botnvörpuskipinu Sea Gull, sem bætti á
áliðnu sumri.
Vetraraflinn á þessum skipum var
742,400 flskar. Voraflinn 745,600 fiskar,
en sumaraflinn hér um bil 1,700,000
fiskar eða samtals 3,188,000 fiskar. —
Hæstur afli á skip eru rúm 200 þús. á
botnvörpuskipið Coot (skipstj. Indriði
Goltsveinsson), en um 80 þús. hæst á
þilsldpið Golden Hope (skipstj. Ing'ólfur
Lárusson). Yfir 70 þús. fiska höfðu 3
skip, milli 60 og 70 þús. 10 skip og milli
50 og 60 þús. 12 skip.
Fiskurinn mun yfirleitt hafa verið i
meðallagi hvað stærð og vænleik snertir
eftir því sem kunnugir menn segja.
Af Hafnarfjarðarskipunum höfum vér
ekki frélt, en aflinn mun þar hafa verið
svipaður og' á skipunum héðan.
Mannatala á skipunum mun hafa veríð
minni en venja er lil áður, sem bæði
hefir heinlinis og óbeinlínis stafað af
mannskaðanum mikla í byrjun vertiðar,
jafnframt því, sem hörgull á vinnukrafti
verður æ meiri og meiri eftir því, sem
aðrir atvinnuvegir krefjast fleira fólks,
og fleiri vinnuveitendur keppa um vinnu-
kraftinn til framleiðslu.
Til samanburðar á aflanum nú og í
fyrra, má geta þess, að þá var allur afl-
inn frá Réykjavík og' Seltjarnarnesi 2,600
þús. fiskar, svo aflnn liefir orðið talsvert
meiri í ár.
Þilskipin frá Vesturlandi hafa fiskað
mjög svipað og að undanförnu, og jalú-
vel betur en síðastliðið ár, en aftur á
móti hafa Norðlenzku skipin fiskað
heldur minna, og hefir það ekki haft
hvað minst áhrif á fiskaflann, að menn
hafa gefið sildveiðnm meiri gaum en
áður, og nærfelt öll þau skip, sem stund-