Ægir - 01.10.1906, Qupperneq 2
30
ÆGIR.
Höfundurinn fer nokkrum íleiri orð-
um um ýmislegt viðvikjandi strandgæzl-
unni, og' gerir ítarlega grein fyrir ýmsu
viðvíkjandi fiskiveiðalöggjöfinni, samvinnu
varðskipsins og lögreglunnar í landi, á-
samt fleiru, lil að upplýsa landa sína
(Dani) um alt viðvíkjandi þessu.
Vér höfum sérstaklega bent á þessa
framanrituðu kafla úr bók hans, af því
að vér getum ekki annað en verið hon-
um alveg samdóma í þvi, að það hefði
afarmikla þýðingu fyrir eftirlitið með
fiskiveiðum útlendinga hér við land, ef
maður með dómsvaldi sigldi með skipinu.
Com. Hammer hefir ekki einungis
fundið það sjálfur meðan hann slýrði
strandgæzluskipinu, hve örðugt og taf-
samt það er, ásamt þvi, hvað það rýrir
mikið þýðingu eitirlitsins, annaðhvort að
slá stryki yfir smáyfirsjónir útlendinga í
landhelgi eða þá að verja fleiri dögum
til þess að fá skip dæmd, sem að eins
hafa gert sig sek í smáyfirsjónum; t. d.
að hafa ekki veiðarfærin i röð og reglu
innanborðs, ef um botnvörpung á ferða-
lagi er að ræða innan landhelgi, eða ef
lóðaskip er með eitthvað af lóð sinni
inn á landhelgis takmörkunum, eða ef
Frakkar eru með handfæri sín á svip-
uðum stöðvum. Allir yfirmenn varð-
skipanna hafa fundið þelta hver eftir
annan, og þessvegna hafa þeir gjarnan
séð í gegnum fingur við slíkum smáyfir-
sjónum, og að eins látið nægja aðvörun
í slíkum tilfellum, en í stað þess, gert
sér far um að ná í þá, sem stærri sakir
hafa. Það vila víst flestir fiskimenn og
aðrir, sem búa við suðurströndina, hvað
Frakkar eru gjarnir á, í byrjun vetrar-
vertíðar að vera nærgöngulir og fiska
nálægt landi, ekki ósjaldan að 50—60
skip fiski, svo að segja dag eftir dag, al-
veg upp í landsteinum; en þó hefir ekki
að oss er kunnugt eitt einasta franskt
skip verið sektað eða dæmt fyrir land-
helgisbrot nú í mörg ár. Þelta er ekki
sagt til þess að veita fiskigæzlustjórninni
neinar ákúrur, heldur hitt, eins og Com.
H. tekur fram, hve örðugt það er að
beita hegningu við slíka lögbrjóta, og þar
sem um seg'lskip er að ræða, að þurfa
að taka þau á tog langan veg, mörg i
einu, jafnvel móti sjó og vindi. Þegar svo er,
að margir sökudólgar eiga í hlut og einn
er ekki verri en annar, þá er sá kostur-
inn tekinn að gefa þeim áminningu, sem
hægt er að aðvara, og láta þá svo fara.
Capt. Schack var ekki gefinn fyrir að
fyrirgefa yfirsjónir útlendinga í landhelg-
is-brotum, en þó var það ekki ósjaldan
— já, einn dag' 70 franskar fiskiskútur
að fiska í landhelgi — að hann sá það
ráð snjallast, að skjóta með fallbyssu í
hópinn og gefa þeim merki um, að fara
út. Að taka 1 eða 2 úr hópnum, sem
jafnvel ekkert voru syndugri en hinar
sá hann enga ástæðu tíl, og til þess að
fá þær dæmdar að þurfa að eyða minst
2 eða 3 dögum, en lofa svo hinum, jafn-
vel margfalt stærri lögbrjótum, að fiska
rólegum á meðan.
Þetta sama á sér stað með lóðagufu-
skip, botnvörpunga o. fl., að það getur
oft borið við, að varðskipið á ferð sinni
meðfram ströndunum, einkum suður-
ströndinni, sjái nokkur skip, sem að ein-
hverju leyti eru sek, en sem eftir ástæð-
um er réttlátara að aðvara en færa lang-
an veg til næsta dómara, og í mesta lagi
eftir þetta ferðalag og fyrirhöfn, að dæma
hlutaðeiganda í nokkra tugi króna sekt.
Þótt hinar stærri yfirsjónir útlendinga —
að fiska í landhelgi — séu margar hér við
land, þá eru þó smærri yfirsjónirnar mikið
fleiri, þar sem næg sönnunargögn vanta
til þess, að hægt sé að ákveða algert fiski-
veiðalögbrot. En séu smá-syndirnar fyrir-
gelnar, verður það til þess, að virðingin