Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1906, Side 5

Ægir - 01.10.1906, Side 5
ÆGIR. 33 sömu tegund og hinar frönsku fiskitunn- ur sem Frakkar salta fisk sinn í hér við land. Ef sá sem tilraun vildi gera í þá átt sem hér er ávikið, meinti J. að ekk- ert myndi vera til hindrunar að nota venjulegar kjöttunnur, en sallið yrði að vera af heztu tegund og eins allur frá- gangur og hreinlæti með vöruna. Þessi atriði sem hér eru nefnd og hr. J. hefir bent á, ættu íiskimenn vorir að færa sér í nyt; það er hvorttveggja í senn að hér Jjýðst nýr verkahringur verzlun- armönnum og öðrum, er liafa íisksölu með höndum, og í öðru lagi hvöt íyrir fiskimenn, að hagnýta sér vel þann aíla er úr sjónum fæst, og spilla sem minstu þótt í þeirra augum sýnist hafa litið verðmæti. (Framh.). Útgerðarmannafélagið. Fundur var lialdinn í útgerðarmanna- félaginu í Reykjavik að fyrirlagi formanns, bankastjóra Tr. Gunnarssonar, að kveldi þess 23. þ. m. og voru þar mættir um 30 útgerðarmenn og sameignamenn í þil- skipum héðan úr hænum og af Nesinu. Formaður har fram þá spurningu, hvernig œskilegast vœri að haga þilskipa- útgerðinni nœsta ár? Um þetta spunnust nokkrar umræður, og var það álit nokkurra, að heppilegast væri að'gera alla útgerðina að einu stóru hlutafélagi, sem myndað yrði á þann hátt, að þilskipaeigendur gerðust hluthaf- ar með þilslcipaeign sinni sem innstæðu. Með þessu fyrirkomulagi álitu menn, að girða mætti fyrir óeðlilega samkepni, sem átt hefir sér stað með ráðningu á skipin og jafnframt styðja að því, að útgerðin í heild sinni gæti þróast og dafnað, sem væri borin von á að yrði, með núverandi fyrirkomulagi. A móti þessari tillögu töluðu menn ekki, en auðheyrt var, að menn héldu að torvelt mundi verða, að koma slíku félagi á, þegar nokkrir stærri útgerðarmenu ekki mundu vilja sinna því. Tillagan var síðan borin undir at- kvæði og voru 7 með, en 7 á móti, en 16 greiddu ekki atkvæði. Síðan kom fram uppástunga um það, að hásetar á þilskipin yrðu ekki ráðnir öðru- visi fyrir næsta útgerðartíma en fyrir hálfdrætti, 8 kr. í salt og verkun á skpd., taka þátt í hálfum beitukostnaði ogskift- ingu á íiskinum, og var það samþykt með öllum atkvæðum. Fundi var svo slitið. Fyrsta síld sem kom á land í Hollandi í vor (1906) var eins og vandi er til send lil drotn- ingarinnar. Síldin veiddist 2. maí. Hinn 11. júní veiddust í fyrsta skipti 4 smá- lestir af síld og var hún seld á markaði í Ylaardingen fyrir 140—260 kr. tunnan af heztu síldinni, en 60—87 kr. tunnan af lakari legund. J. B. Síldarveiðaskipin. Skip þau, er stundað hafa síldarveiði fyrir Norðurlandi í sumar með pokanót, eru nú hætt veiðum flestöll, og komin á leið heim til Noregs. En reknetaskipin halda enn áfram veiðunum. Skip O. Wathnes erfingja »Elín« og »Askur«, og Falcks-skipin »Atlas« og »Alhahtros«, er verið hafa að sildarveiðum með pokanöt eru nú lárin til Noregs öll nema Elín. Þau hafa aílað sem hér segir: Askur c: 3950 tunnur Elin c: 3000 -- Albatros c: 2600 -— Atlas c: 2800 -- (Eftir »Austra« 18. sept.).

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.