Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1906, Síða 9

Ægir - 01.10.1906, Síða 9
ÆGIR. 37 b r þorsk, að það er einkar áríðandi að fá fiskinn eins hreinan og vel saltaðan sem mögulegt er. Og ef gæði og vöndun á vörunni er eins góð og Hollendingar heimta, má fá gott verð fyrir vöruna, þótt í hyrjun sé tæplega hægt að húast við sama verði og þeir fá sjálfir. Skip til aðgerðar utanlands. Ekki verður því neitað, að mjög mik- il framför var það fyrir þilskipaútgerð- ina þegar »Slippfélagið« var myndað og dráttarbrautin fyrir skipin komst á, svo liægt var að gera við þilskip hér á þurru landi, en samt sem áður hefir dráttar- brautin hvergi nærri getað fullnægt þeim aðgerðum, sem menn hafa óskað, jafn- framt því sem verkið hefir orðið dýrt og gengið seint. Alt þetta hefir stuðlað að þvi, að margir hafa orðið að láta skip sín fara utan til aðgerðar og hafa 3 skip farið utan í þeim erindum síðastl. sumar. Þessi skip eru: »Yictory«, eign kaupm. G. Zoéga, til aðgerðar í Mandal, »Nyansa«, eign kaupm. Th. Thorsteinssons, til s. staðar og »Haraldur«, eign Kr. Magnús- sonar o. fl., til Kristjansund. Hið fyrst nefnda »Victory« er nú komin aftur, en hin 2 síðarnefndu er áætlað að komi hingað um miðjan vetur eða fyr. 2 skip er gert ráð fyrir að fari út í sömu er- indum í vetur. »Portland«, eign kaupm. Th. Jensen og »Bergþóra«, eign. G. Ólafs- sonar útgerðarm. í Nýjabæ. Eitt meðal þeirra skipa, sem fór út til aðgerðar í fyrra var »Skarphéðinn«, eign J. Jónssonar útgerðarm. í Melshús- um (skipstj. Einar Einarsson). Hann fór út 10. marz og kom hingað aftur með timburfarm 27. maí, Vegna vönt- unar á fiskimönnum var ekki álitið ráð- legt, að senda skipið út til fiskveiða, en var í þess stað haft til flutninga um Fló- ann. Þann 15. ágúst fór það aftur til Noregs og.kom þann 22. seft. til Reykja- víkur hlaðið timhri. Öll þau skip sem hér um ræðir eru frá 60—70 smálestir að stærð. En sérstakt gleðiefni er það, að nú eru það ekki lengur útlendingar, sem sigla með skipin, heldur íslenzk upp- vaxandi kynslóð. Ingólfur gerir mjög mikið veður út af greininni um kapt. Trolle, sem tekin var eftir »Austra«, og stóð í síðasta blaði »Ægis«. En að eins til að upplýsa Ingólf, þá viljum vér geta þess, að þótt vér tækjum þessa frétt um ferð kapt. T. í blaðið ásamt ummælum um hana eftir »Austra« létum vér ekkert álit í ljósi um ummæli blaðsins, hvorki með eða móti. En að j^að séu »framfarir á fiskiveiðum íslendinga« eins og Ingólfur kemst að orði, að Danir fari að setjast hér að og fiska í landhelgi, viljum vér ekki að svo stöddu afdráttarlaust fullyrða, en það hyggjum vér þó rétt vera, að fremur beri að kalla það »framfarir« fyrir landið, ef útlendingar, hvort það eru Danir eður aðrir setjist hér að, og reki hér atvinnu og verði íslenzkir þegnar, háðir íslenzk- um lögum, lieldur en eins og nú á sér stað, að útlendingar láta greypum sópa bæði i landhelgi og fyrír utan hana, án þess að hirða um lög eða rétt lands- manna, eða hægt sé að koma nokkurri ábyrgð fram á hendur þeirra. Hvað viðvikur ritsímanum — sem Ing- ólfur minnist á, á öðrum stað í sama blaði, — þá hefir það verið álit vort frá því fyrsta, að hann verði einkum og sér i lagi til gagns og ávinnings fyrir útlend- inga, til að færa sér í nyt fisldgrunnin við landið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.