Ægir - 01.10.1906, Síða 12
40
Æ G I R .
Exposition Maritime Internationale.
Alþjóðleg sýning með þessu nafni verð-
ur haldin í Bordeaux á Frakklandi á
tímabilinu frá 1. maí til 1. nóvbr. 1907.
Það er franska stjórnin, sem sérstaklega
styður að þvi, að þessi sýning fari fram
ásamt félögum og einstöku rikismönnum.
Það verður tækifæri fyrir aðrar þjóðir,
að taka þált í sýningunni, eftir því, sem
þær vilja, og verða þar sérstakar bygg-
ingar fyrir alt siglingum og fiskiveiðum
viðvíkjandi, skipa og bátmótora o. íl. —
Þar verða haldnir fyrirlestrar og mál-
fundir um sjófræðisleg efni, vísindi, í-
þróttir, iðnað, verzlun og' hagfræði. —
Þeir, sem vilja taka þátt í sýningunni
verða að gera aðvart fyrir 1. febr. n. k.
Verðlaunin eru innifalin i heiðursviður-
kenning': gull, silfurogbrons-peningumo.fi.
í þeirri deild, sem inniheldur alt við-
vikjandi fiskiveiðum og siglingum verður
niðurraðað þannig:
1. Saga verzlunar og íþrótta.
2. Kensla.
3. Sjóbréf og verkfærí.
4. Verzlun og siglingar.
5. Sjóherinn.
6. Byggingarefni.
7. Mótorar og skrúfur.
8. Áhöld til skipa o. fl.
9. Mótorbátar og aðrir bátar.
10. Loftsiglingar.
11. Hafnarvinna.
12. Fiskiveiðar i sjó og vötnum.
13. Björgunarverkfæri o. íl.
14. Mataræði um borð i skipum.
15. Ýmiskonar iðnaður.
Síldarafli
Hollendinga var árið 1903 855,113 tunn.,
1904 795,422 tunn. og 1905 606,708 tunn.
Auk þess höfðu þeir 18 skip sem stund-
uðu síldveiðar við strendur Hollands og
seldu síldina nýja. J. B.
Aðal-fundur
»Báta-ábyrgðarfélags ísfirðinga« var
haldinn á ísafirði laugardaginn 6. þ. m.
Samkvæmt reikningum félagsins fyrir
umliðið ár, sem samþyktir voru í einu
hljóði, á félagið nú í sjóði rúmar 8 þús.
kr.; þar af um 6 þús. í fastasjóði og um
2 þús. í séreignasjóði.
Til þess að eiga tilkall til styrks þess,
er síðasla alþingi veitti til ábyrgðarfélaga
fyrir mótorbáta, sem og af því, að reynsla
var fengin fyrir þvi, að enginn æskir nú
lengur eftir, að kaupa ábyrgð á róðrar-
báta, þá var félaginu breytt þannig: að
það hér eftir tekur að eins mótorbáta i
ábyrgð og nafni þess breytt i samræmi
við það. Félagið heitir nú »Mótorbáta-
ábyrgðarfélag ísfirðinga«.
Þá var iðgjaldinu breytt úr 3V2 % og
það fært niður i 22/o, sem greiðist nú af
öllum bátum, bæði opnum og með þilfari.
Upphæð sú, er félagið hefir í ábyrgð,
er nú um 70 þús., en öll líkindi til, af
því iðgjaldið var fært niður eftir ósk
margra, sem þótti það of hátt, að sú
upphæð tvöfaldist eða þrefaldist á þessu
reikningsári.
Stjórn félagsins endurkosin: Jón Lax-
dal formaður, Árni Gíslason ritari og
Jón A. Jónsson gjaldkeri.
(Eftir Valnum).
Kútter »Viktory«,
(skipstj. Jón Árnason) um 60 smálestir
að stærð, eign G. Zoéga kaupm., kom
hingað til Reykjavikur að morgni þ. 23.
þ. m. frá Kristansand í Noregi meðtimb-
urfarm, eftir 17 daga ferð. Skipið var
sent héðan til viðgerðar seinni hluta sum-
ars, og' hefir nú veríð bygt upp og end-
urbætt að öllu leyti, og afturstefni og
undirlag fyrir mótor sett i, svo hægt sé
að setja hann i þegar vill. Skipið hrepti
storm frá Noregi til Færeyja, en gott
veður þaðan hingað.
Prentsmiðjan Gutenberg.