Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1907, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1907, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. ¦ Reykjavík. Október 1907. 5. blað. Áhrif hreifivélaaflsins og þýðing þess fyrir viðgang danskra fiskiveiða. Fyrirlestur haldinn á fiskiveiðafundinum í Bergen árið 1907 af J. Videbœk skrifara í flskiveiðafélaginu danska. HeiTa formaður, herrar mínir! Gagnstætt þvi, sem átt hefir sér stað i Noregi, hafa danskar stórverzlanir og peningamenn látið sig fremur litlu skifta viðgang og framþróun sjávarfiskiveiða, þó að þær bæði gælu og ættu að vera jafn náttúrleg og þýðingarmikil atvinnugrein fyrir Danmörku, eins og þær hafa verið og eru enn i Noregi. Peningamenn vorir hafa lagt mesta á- herslu á landbúnað, iðnað og verzlun; það er fyrst á síðustu árum, að einn af þeim hygnustu verzlunarmönnum, Lauritzen stór- kaupmaður í Esbjerg, hefir með stakri nærgætni við fiskimenn og sjómenn sj'nt áhuga sinn á að efla síldarveiðar í Norð- ursjónum og þorskveiðar við ísland. Sjáv- arútvegur okkar var áður fyr mest í því fólginn, að veiða fisk við strendurnar, og framfarirnar á því svæði hafa ekki orðið í einu stökki; stórum fjáruppbæðum hefir ekki hingað til verið ausið í slík fyrirtæki, en framfarir hafa þó komist á smátt og smátt og er það mest að þakka ötulu starfi vorra eigin fiskimanna, sem leitast við að láta atvinnuveg þeirra sem bezt fylgja með tímanum. Danmörk á ekki eins vel útbúinn fiski- flota eins og Noregur, frá Noregi sigla menn gufuskipum sínum um heimshöfin og sækja þangað hval, þorsk og síld. Danskar fiskiveiðar gefa þó engu að síður mikinn arð af sér, sem altaf eykst og hefir hér um bil tvöfaldast á seinustu 10 árum, en alt þetta er því að þakka, að fiskimenn okkar hafa á síðustu árum rekið fiski- veiðar sínar miklu lengra til hafs á stærri og hagkvæmari skipum með betri veiðar- færum. En eins og áður er drepið á hefir hvorki verzlun eða iðnaður okkar svo orð á sé gerandi hingað til gefið sjávarútvegn- um mikinn gaum og fiskimenn vorir hafa ekki heldur hingað til bundist samtökum eða myndað hlutafélög til þess að geta flutt fisk út úr landinu saltaðan eða öðru- vísi geymdan, en af þessu leiðir, að einna mest hefir verið hugsað um að koma nj7j- um fiski í sem bezt verð á markaði. Þess- vegna hafa menn einkum lagt sig eftir að veiða sem mest í net (strengvörpur), skar- kola í Kattegat, Skagerak og Vesturhafi, en isu og þorsk á færi. En þar sem það eru fiskimennirnir sjálfir, sem hafa staðið fyrir þessum fiski- veiðum, bæði einstakir menn eða nokkrir í félagi, þá leiðir þar af, að vér ekki eig- um stóra fiskiflota, sem sé stjóniað affor- manni eða sérstakri stjórn, heldur er hver einstök skúta í hinum danska fiskiflota fiskiveiðafyrirtæki út af fyrir sig og fiski- menn þeir, sem ekki eiga hlut í bát eða veiðarfærum, fá vissan hluta af verði afl- ans og er þannig hver út af fyrir sig sjálf- stæður með sitt fyrirtæki. Eftir því sem tala fiskimanna eykst

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.