Ægir - 01.10.1907, Blaðsíða 11
ÆGÍR.
39
svo náin kynni við einstaklinga þjóðarinnar,
að starf þeirra, þegar rétt er áhaldið ber ein-
att góðan ávöxt. Bændur og fiskimenn hafa
á stöku stað sameinað krafta sína og mynd-
að félög á þessu ári og þau hafa nú tekið
til starfa, en þetta má telja' ávöxt af starfi
landbúnráðarfólaganna.
Nú er einnig lögð meiri rækt við stjórn
fiskiveiðannb en áður. Pyrst og fremst fiski-
veiðatilskipun frá 1902. Pramkvæmd hennar
krefur mikið starf. En framfarir fiskiveiðanna
gera það einnig að verkum að starf það, sem
hvílir á fiskiveiðaráðunautum og skrifstofu-
störf hafa á 3 síðustu árum margfaidast. Það
er þess vegna nauðsynlegt að auka skrifstofu-
lið flskimálastjórnarinnar. Þegar starfsmanria-
lið fiskimálastjórnarinnar hefir þannig aukist
má vænta þess, að fiskimenn bæði á sjó og
vötnum geti fengið 'þær leiðbeiningar og þá
stoð, sem þeir þarfnast svo nauðsynlega.
. Til þess að fiskiveiðarnar geti tekið hag-
kvæmum og heillaríkum framförum verður
hver fiski maður og hver sá, sem á einn eð-
ur annan hátt rekur fiskiveiðar að hafa það
hugfast, að málefnið krefur að hann leggi
fram alla krafta sína og vinni sleitulaust.
Það má enginn tefja eða bíða eftir því að
annar komi sem vinni það sem vinna þarf.
En hver og einn skal afla sór þekkingar. á
því sem hann fæst við. Piskimenn verða að
skilja það að fiskveiðamálin komast því að
eins í það horf, sem vera ber, ef allir í ein-
ingu vinna af samhug og eindrægni fyi ir sinni
eigin og annara andlegu og líkamlegu farsæld.
Það verður að síðustu einstaklingurinn og
eija hans, sem ræður mestu um, hverjum
haldkvæmum þroska fiskiveiðaroar mega taka.
Hugleiðið þetta, fiskimenn, og fetið með
alúð og af fremsta megni stigu framfaranna.
Það duga ekki orðin tóm, en að eins þraut-
seigja, ósjerplægni og árvekni.
Minnist þessara heilræða.
Umsjón með fiskiveiðum.
Fiskimenn við sunnanverðan Faxaflóa:
Garði, Leiru og Keflavík, hafa oft orðið
að sæta þungum búsifjum af botnvórpung-
unum, sem ekki ósjaldan um nætur hafa
látið greipar sópa um afla og veiðarfæri
þétt uppi í landssteinum. Engin furða er
það, að menn séu gramir yfir slíkum að-
förum og vilji með öllu mögulegu stemma
stigu við slíku, ef hægt væri. Vér höfum
fengið bréf um þetta efni úr Faxaflóa sunn-
anverðum, sem vér birtum hér með kafla úr:
»Hver ráð gefast nú til að verja Faxa-
flóa? Þennan dýrmæta blett, sem gefur
af sér svo tugum þúsunda kr. skiftir ár-
lega. Ráðin eru betri og duglegri lögregla
á sjó og þá jafnframt á landi. Við verð-
um sjálfir að hjálpa Dönum til, betur en
við höfum gert að ná í sökudólgana. Eg
hygg mjög heppilegt ráð, sem »ísaf.« sting-
ur upp á, að hafa innlent gufuskip til að
gæta landhelginnar. Ætti skip þetta að
eins að hafa umsjón frá Vestmanneyjum
til Akraness. Það væri ekkert á móti því,
að hásetar allir væru íslenzkir að undan-
teknum höfuðsmanni og vélastjóra. Vér
hefðum ómelanlegt gagn af því að læra
hlýðni og láta hlýða.
Hin uppástungan í »Isaf.« um, að af-
marka svæðið með duflum er þýðingar-
laus, enda þekki eg Bretann svo, að hann
fljótt mundi sjá fyrirþeim merkjum. En við
þurfum einmg að hafa umsjón með, veiði
á okkar eigin bátum t. d. merking skipa
og veiðarfæra m. m. í öllum hinum ment-
aða heimi, sem fiskveiði er stunduð, er
sérstakur yíirmaður, sem hefir fiskiveiða-
málefni með höndum. Slíkan mann vant-
ar hér. Við 'þurfum að fá slíkt embætti
stofnað. Umsjónarmann yfrr óllum fiski-
veiðum með talsverðu valdi í þeim efnum.
Umsjónarmaður með fiskveiði í sunnan-
verðum Faxaflóa ætti að sitja í Keflavík