Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 2

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 2
78 ÆGIR. Einn af eigendum skipsins leitaði upplýs- inga hjá mjer um aflahorfur þar nyrðra, en ekkert varð heldur úr norðurför í það skifti. Loks kom til sögunnar maður, sem margir fiskimenn hjer og sjómenn kannast við. Það var Hrólfur sál. Jakobsson frá Illugastöðum1). Hann skrifaði mjer brjef frá ísafirði liauslið 1910, þar sem hann segist vera staðráðinn í því, að fara til Jan Mayen þá á vori komanda við áttunda mann, annaðhvort á mótorskipi eðaefþað fengist ekki vátrygt, þá að fá hvalveiða- menn á Vestfjörðum til að flytja sig til eyjunnar og hafa þar vetursetu. Tilgang- urinn var aðallega að reyna selaveiðar »og opna nýja atvinnugrein fyrir landsmenn«. Bað hann mig í brjefl þessu um sem flest- ar upplýsingar um sjóinn kringum eyna og fiskalíf. Tók jeg mig þá til og aflaði mjer þeirra upplýsinga, sem unt er að fá um þau atriði, og Ijet honum þær í tje. Álít jeg rjettast að birta þær á prenti, svo að menn geli þar af sjeð, hverjar liorfur mundu verða á um aflabrögð við Jan Mayen, ef einhverjir vildu fara þangað og reyna, og læt til skýringar fylgja kort af eynni2). Jan Mayen liggur á 71° n.br., eða jafn norðarlega og nyrstu lijeruð Noregs (Finn- mörk), og á'8°—9° v.l. (frá Greenwich), hjer um bil 75 mílur (danskar) í norð- austur frá Riístanga (sjá lcortið). Hún er mjó og löng, mjóst um miðjuna, 7x/2 míla dönsk á lengd (álíka og Eyjafjörður) og liggur frá NA. til SV. 1) Hans verður minst dálítið ilarlegar annar- staðar hjer i blaðinu. 2) Aðalkortið hef jeg teiknað eftir korti, sem fylgir rannsóknarskýrslum um hina norsku rannsóknarferð í Norðurliafið (den norske Nordhavs-Ekspedition) 1876—78. Ströndin er lítið vogskorin. Þó eru þar nokkrar víkur og sumar stórar, einkum um rniðja eyna: Iiekavík (Wood Bay, Ræk- ved Bugt) að suðaustan, Maríuvik (Mary Muss Bay) og Norðurvik að norðvestan. Eyjan er öll sæbrött, nema mjó láglendis- ræma meðfram hinum umgetnu víkum, og er þar sandur með sjónum. Upp frá Iteka- vík er langt og mjótt lón með sandrifi fyrir framan; annað lón minna er upp frá Maríu- vík. Sumstaðar eru sker og boðar (blind- sker) fyrir landi (sjá kortið). Skipalægi er á víkunum, en hvergi svo gott, að örugt sje í öllum áttum. Landslag. Eyjan er öll hálend og mjög eldbrunnin; eru þar víða eldgígar, smáir og stórir. Mesta eldfjallið þar er Beeren- berg (Bjarnarfell, 2545 m.). Það er mikið og tignarlegt fjall, eigi ósvipað Snæfells- jökli, en miklu hærra, og hulið miklum lijarnjökli, en frá honum ganga 9 skrið- jöklar alt niður í sjó (sjá kortið). Beeren- berg tekur yfir allan norðurhlula eyjunnar. Um miðbikið er hún lág, en hækkar aftur í suðurendann; þó er þar enginn jöknll. — Um v a t n er lítið og j u r t a g r ó ð u r mjög fátæklegur, en rekaviður kvað vera mikill á söndunum. Loftslagið er mjög kalt; meðalhili ársins er talinn -f- 2,3° C. í janúar hefur verið mældur þar mestur kuldi -f- 30,(5° og í ágúst mestur liiti 9°. Vetrarríki er mikið.1) Sjórinn umlwerfis egna. D ý p i ð á llesla vegu er mikið út frá eynni, 400—1000 fðm., en suður frá henni gengur þó grunn all- mikið, Jan Mayen-hanki, nál. 50 sjómílur á lengd austan til og c. 40 á breidd, þeg- ar miðað er við 100 fðm. línuna. Dýpið á því er yfirleitt 60—100 fðm. Um hotn- inn er lítið kunnugt. Meðfram norðvestur- ströndinni er c. 4 sjómilna hreitt grunn 1) ítarlegri lýsing á eynni sjálfri mun bráð lega birtast í »Skírni«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.