Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 8
84 ÆGIR. Síld..........................tunnur 123,393 Lýsi.......................... — 20,011 Hvallýsi...................... — 21,048 Fiskútílutningur liefir því þetta ár oröiö meiri en nokkru §inni áður eða á 10. miljón punda fram yfir það sem hann var árið áður sam- kvæmt skýrslu í síðasta blaði. Vonandi er að nýtt hámark komi á hverju ári, svo sem það hefir gert nú síðustu 3 ár i röð. Lögreglustjóri á Siglufirði er nú Vigfús Einarsson hæjar- fógetafulltrúi, eins og í fyrra, á meðan síldar- veiðarnar standa yfir, frá því seinni part júlí og út septembermánuð. Heiradallur hefir verið hjer það sem af er júlímánuði i stað »Fálkans« sem nú er við Grænland. Verð- ur Heimdallur lijer að sögn fram í ágúsl er Fálkinn kemur aftur. Höfuðsmaður á Heim- dalli er Iv o n o w en næstráðandi G a d sem var skipstjóri á Ceres fyrir nokkru. Herinaim Stcfánsson skipstjóri drukknaði á höfninni á Seyðisfirði 21. júní. Hafði verið á sundi til lands úr mó- torbát er lá þar, en sökk snögglega og var þó vel syndur að sögn. Hann var uppeldissonur Jóns alþm. í Múla og aðeins 24 ára gamall. Aflalítið var á Austfjörðum er siðast fréttist. »Austri« segir lítið róið sökum beituleysis. Erlendis. ísgeyrasla á fæðutegundum frá ári til árs er ekki svo gömul meðal mentaþjóðanna. En menn vita nú að Kinverjar hafa geymt ávexti á þennan hátt og byrjað á því fyrir mörgum öldum. ís- hús þeirra eru djúpir kjallarar og ávextirnir látnir i körfum niður i stór leirkeröld með ís- lagi á botninum og llókafóðruðu loki yfir. Hald- ast þeir þá til næsta árs óskemdir. Vélarbátav i Skotlandi voru 75 árið 1909, 156 árið 1910 og 233 árið 1911 og verðmæti þeirra til samans 94,470 pd. sterl. Mótorskipið Fionia af sömu gerð og S e 1 a n d i a (sjá 3. bl. Ægis V.) var selt »H a m 1) u r g-A m e r i k a-línunni« strax er það var komið á llot. Pjóðverjum fanst mikið lil um skipið og var það skýrt upp og kallað Kristján X. til beiðurs við Dani. Selandia er nú heim komin til Kaupmannahafnar úr austurför sinni og hafði allstaðar vakið geysi- mikla athygli þar sem hún fór, því að fólkið var því óvant að sjá svo stórt skiþ án segla og reykháfs. Skipið hafði reynst fyrirtaks-vel i þessari ferð, og segja lilöðin að nú sjeu um 20 skip af líkri gerð í smíðum í ýmsum lönd- um álfunnar. Loftskeytafæri eru nýfarin að tíðkast í útlendum fiskiskip- um. Vitum vjer til að hingað hafa komið í sumar franskir botnvörpungar með slíkum tækjum. Pýska tímaritið Der Fischerbote hefur auglýsingar frá tveim fjelögum um að setja loflskeytafæri í fiskiskip, og annað þeirra segist þegar hafa sett slík læki í 7 skip. — Skeyti gela þessi skip fengið liingað til lands alla leið Irá Frakklandi og Fýskalandi, en ekki munu þau geta s e n t skeyti nema fáar mílur nema tækin verði því dýrari. Fyrir islensk fiskiskip væru þessi tæki hið mesta þing, eins og allir sjá. Hjer mundu skipin geta komið skeytum heim til útgerðanna — á skotspónum ef ekki beina leið. En til þess þurfa að vera loftskeytastöðvar í landinu. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um lieimild til að setja eina á stoln hjer í Reykjavík. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.